Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Page 16

Fálkinn - 18.12.1937, Page 16
12 F Á L K I N N Eystein Solheim: Á neðsta þrepinu FIBRAUT JUST PETERS hafði gengið niður á við. {jangað til liann á settum aldri varð starfsmaður á lægsta þrep- inu. Hann hafði aldfei orðið merkur tengill eða hjól þarna í stórbankanum. Hann hjó um póstinn, hókstafina P til Y. Braut saman hrjef eftir brjef. I-agði þau í rjetta umslagið, síð- an í ákveðna hillu, alt eins og vjel, tima eftir tíma, dag eftir dag. Árið út og árið inn hafði hann ekki vanist öðru af til- verunni. Halda sjer fast í neðsta þrepið, til þess að bjarga lífinu. Starfsbræðurnir voru ungir menn. Efni i væntanlega ritara og bankastjóra, æfihraut þeirra mundi hækka. En hans gekk beint fram, þangað til að hún stöðvaðist. Lífið hafði gengið frá honum til fullnustu. Þeir nngu sögðu „þú“ og voru fje- lagslegir. Þeir voru svo miklu fljótari en hann, að þeir urðu oft að hjálpa honum. En hon- um sveið þetta sárt, fyrverandi útgerðarmanninum, forstjóran- um frá góðu dögunum. Ilann vantaði fingrafimina — æfing- una. Jafnvel hjerna var hann „sleginn út“. Einu sinni hafði það verið hann, sem las fyrir hrjef, meðan aðrir bjuggu um þau. Nú var það öfugt. Og liann mátti þakka fyrir. Lifið verður að liafa sinn gang — Iika hjá gjaldþrotamönnunum. Just Peters reyndi að láta hugarflugið hjálpa sjer til þess að setja lit á tilveruna og gera starfið þýðingarmikið. Starf hans var alls ekki eins litilsvert og margur kynni að halda. í hans eigin augum. Því ef hann Ijeti P í L-umslag, U i V eða öfugt. Eða V í S og þannig fram og aftur. — Ætli það gæti ekki hlotist ýmislegt af þvi? Ifann hafði það í hendi sjer að koma á byltingu i öllum hrjefasendingunum. Þegar öllu var á botninn hvolft þá var það hann, sem alt. valt á. Á þessu neðsta þrepi einu gat hann tekið í taumana livenær sem hann vildi. Þessi tillmgsun gat stundum gripið liann trölla- lökum. Hann gat klæjað í fing- urnar af löngun í að gera þetta, sýna þéim háu heærum, að hann væri mikilsvert hjól í allri bankavjelinni. Það var aðfangadagur. Jusl Peters liafði setið við hillurnar sinar frá því um morguninn, lagði í umslögin og hlakkaði til þess að losna fyr en vant væri. Hann var órórri en hann átti vanda til, því að þessa hættu- legu hugsun hafði livað eftir annað sett að honum. Það voru ástæður til þess. Hann hafði hú- ist við jólagjöf, en hún hafði ekki komið. Bankinn hafði ekki sjeð sjer fært að gefa þeim jólagjöf, sem voru jafn lágt settir og hann. Ef liann hefndi sín? Hann vissi að hann gat það. Hann liafði gert ráð fyrir þessari jólagjöf vikum saman. Hún licfði getað gert konu lians cg börnum jólin glaðleg. Þau hefðu getað orðið nærri því eins og í gamla daga. meðan hann hafði auraráð. I tóm- stundum sínum við hillurnar hafði hann sett saman óskalista. Strikað út og bætt við, breytt honum dag l'rá degi. Nú var list- í smátætlum í brjefakörfunni. Hann þreif brjef eftir hrjef, lagði þau í umslögin, en hugs- unin nagaði hann. Hann sá sig í huganum læðast sneyptan upp stigann og inn til sín. Hann las vonbrigðin í andlitunum sem hiðu hans heima. En var þetta honum að kenna? Nei og aftur Nei! Það var bankanum að kenna, sem ekki liafði lalið hann með. Gerði hann að núHi. Nú náði þessi vitfirta liugsun yfirráðunum. Hann skyldi sýna, að i stað þess að vera ekki neítt, var hann alt! Hann liafði völdin og nú ætlaði hann að neyta ]»eirra, svo að honum vrði ekki gleymt í annað skifti. Ósjálfrátt komst hugsunin í framkvæmd. Brjefin fóru öll í öfugum umslögum. Það var eins og liann væri ekki með sjálfum sjer framar. Eða rjettara hann var tvöfaldur. Þvi að um leið var annar Just Peter við og leit eftir. Það var þessi hluti hans, sem ritaði villurnar hvað eftir annað á lista. Hann var eins- konar eftir maður, fulltrúi bank ans, sem gætti hagsmuna hans. Og sem gat tekið í taumana þeg- ar liann vildi. En sá híuti hans, sem gerði allar vitlevsurnar gladdist í hjarta sínu. Það var eins og nautn, að geta stokkað öll hrjef- in eftir vild. Það var eins og sambland hefnigirni og sjálfs- hefðar fylti hann. Og svo var hann ekki annað en ,,búinn“ maður, sem hafði örlög sín að leiksoppi. Just Peters hafði gert hreint horð. Allur pósturinn var kom- inn í hillurnar, tilbúinn að send- ast. Ennþá var ein stund til lok- unarlíma. Ilann sat og liorfði eins og dáleiddur á öll umslög- in, ljet hugann reika og' fann til sin af veldi sínu. Hann fylgdi leið hrjefanna i huganum. Reiknaði út afleiðing- arnar fyrir hankann og skifta- vini hans. Mótmæli, hrun, vand- ræði! Bankinn mundi leika á reiðiskjálfi af afleiðingunum. LJtkoman varð ægileg í huga hans. Hann var drotnandi ein- valdsherra, sem gat leyst og hundið. Honum varð litið á listann, sem hann hafði gert. Og í sama bili skaul hinn helmingur hans upp kollinum og tók völdin. Hjer varð eftirlitsmaðurinn að taka í taumana. Það var skylda lians að bjarga bankanum á síðustu stundu. Það var ekki liann sjálfur, sem hafði gert vitleysurnar. Nei, syndaselurinn var annar maður. Og hann hafði staðið hann að verknað- inum. Því að þessi listi var heinlínis játning. Nákvæmlega eins og endur- skoðandi rannsakaði Just Peters allan póstinn. Raðaði, bar sam- an við listann, leiðrjetti. Hann t'ann ljóst til ábyrgðar sinnar meðan liann var að þessu. Og um leið fanst honum að hann hefði vaxið. Hvernig hefði far- ið ef hann hefði ekki verið þarna viðstaddur? Hann gerði hinni miklu peningastofnun ó- mctanlegan greiða á þessari stundu. Og hann mundi hækka og verða upphafinn fyrir það, Hann dreymdi um háa og á- byrgðarmikla stöðu. Hvernig gat hann haft sig að slikum lciksoppi. Nú var hann búinn í annað sinn. Aftur mókti hann fyrir framan hillurnar. Enn var lok- unartíminn ekki kominn. Og nú kom endurkastið. Það var eins og hann kæmi inn í veru- leikann úr löngu ferðalagi. Aft- ur var hann fátæka, vesæla und irtyllan, sem ekki gat vænst neins frekar af lífinu. Aftur horfði hann inn i steingráa framtíðina. Aftur sal hann á neðsta þrepinu. Einn af fjelögum hans kom til hans og rjetti honum höggul. „Vinningur í jólahappdrætti hankastarfsmanna! Vín á jóla- borðið“. „Jeg skil yður ekki! Jeg er ekki talinn með hjérna! .Tust Peters stóð upp og reigði sig. „En hjerna sjáið þjer manninn, sem hjargaði bankanum. Þarna sjáið þjer verðlaunin!" Hann strauk böggulinn og hló hæðnis- hlátri. „Frá hverju, má jeg spyrja?" Maðurinn brosti spyrjandi. „Veit 'það ekki sjálfur! Nei, hefi bara setið og verið að skemta mjer hjerna á neðsta þrepinu". Hinn fór. En Just Peters hneig niður á stólinn, eins og hann legðist saman af þreytu. Þarna sat hann og sneri og sneri bögglinum fyrir sjer. Jóla- gjöfin hans! Vín á jólaborðið! Jú, hann liafði fengið launin goldin undir eins. Nú kom hann ekki tómlienlur heim. Hann kom með vin á sjálft aðfanga- dagskvöldið. Einsdæmi af fyr- verandi útgerðarmanni og gjald- þrotamanni! Alt í einu tók hugurinn aðra rás. Aftur í timann. Hvernig hann yfirgaf skrifstofurnar sín- ar, þegar hann var í almætti sinu. Drakk vín með starfs- fólkinu. Gleðileg Jól! Og um- slag með seðlum í til hvers ein- staks. Engum var gleymt. Starfsbræður hans tóku sam- an á borðunum. Það var komr inn lokunartími. Just Peters sat grafkyr með vínflöskurnar tvær, sem hann hafði tekið ut- an af. Þá datt honum það í hug. Hann flutti sig um sel í tíman- um. Honum fanst tilhugsunin fráleit, en hún sigraði samt. Hann stóð upp og rjetti úl hendina: „Herrar mínir! Við drekkum jólaskál áður en við förum! Þessu var vitanlega vcl

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.