Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 12
8 FÁLKINN MARTEINN LUTHER siðaskiftin og prentlistin Það hefir oft verið sagl, að prentliðtin hafi verið hinn öfl- ugasti boðberi siðaskiftanna og komið Lúther að meira haldi en heil legíó lærisveina. Prent- listin var ný af nálinni eða svo til, þegar Lúther hóf haráttu sina gegn páfavaldinu og fólk var þessvegna fíkið í alt, sem hjet bækur, og þótti nýjabrum að því að fá keypt rit f>æir til- tölulega lágt verð í samanburði við afskriftirnar, sem voru dýr handavinna. Árið 1447 er talið afmælisár prentlistarinnar í Evrópu, þó að Gutenberg tækist að vísu fyr að prenta ýmislegt smávegis. Og 70 árum síðar er afmæli siða- skiftanna talið, þvi að 31. októ- ber 1517 auglýsti Lúther sínar 95 greinar á kirkjuliurðinni i Wittenberg. Á þessu ári eru þannig talin 490 ár frá upphafi prentlistarinnar og 420 ár frá siðaskiftunum. Það er ekki rjett, sem sumir hafa kent, að fyrir siðaskiftin Inifi biblían hvergi verið til nema á latínu. Að vísu voru latínuútgáfurnar yfirgnæfandi meðal klerkastjettarinnar, þvi áð latínan var kirkjumálið, en í Þýskalandi til dæmis var fljót- lega farið að gefa biblíuna út á þýsku, eftir að prentlistin kom til sögu. Gutenberg byrjaði þegar árið 1453 á prentun biblíunnar — löngu áður en Lúther fæddist -— og árið 1466 kom fyrsta biblían út í Strass- burg og fjöldi af útgáfum eftir það, áður en Lúthersbiblían kom til sögunnar. Bókfræðingar hafa ekki tölu á þessum biblíu- útgáfum fyrir siðaskiftin og eru þær taldar frá 18 til 72 biblíu- útgáfurnar, sem út komu á ár- unum 1466—1521 og auk þess 22 þýskar útgáfur af Saltaran- um og sjerprent af ýmsum rit- um Biblíunnar. En þessar út- gáfur náðu ekki til fjöldans. Þær voru flestar á stirðu og ó- viðfeldnu máli — einskonar „forskrúfuðum kannsellistíl“, sem ekki átti við fólkið. Á þeim 70 árum sem liðu frá upphafi prentlistarinnar til siðaskiftanna höfðu prentsmiðj- ur verið settar í flestum lönd- um og prentlistin hafði tekið miklum framförum og stóð á háu, listrænu stigi. Lúther og aðstoðarmönnum lians var fyllilega ljóst, hvilíkt gagn þeim gæti orðið að prentlistinni, enda liöfðu andstæðingar þeirra lika notað sjer þessa uppgötvun til þess að dreifa út fjölda níðrita og ádeilurita gegn Lúther. En lionum var hið mesta áhugamál að koma ritningunni út i nýrri þýðingu, skrifaðri á ljettu og alþýðlegu máli, sem fólkið skildi. Og þessvegna ljet hann það verða eitt af sínum fyrstu verkum, að byrja á nýrri bibliu- þýðingu, árið 1517 og kom brot af henni út sama ár, en síðar meira. Meðan Lúther sat „sem fangi“ í höll Friðriks kjörfursta á Wartburg, einsetti hann sjer að þýða alla biblíuna. Þá níu mánuði sem hann sat í „fang- elsinu“ vann hann það þrek- virki að þýða alt nýja testa- mentið og kom það út á prenti 1522 og á næstu 11 árum lcomu 85 stór upplög af því, en 26 upp- lög af Davíðssálmum. Á frum- útgáfu Lúthersþýðingarinnar af Nýja testamentinu sjest hvorki útgáfuárið (1522) nje nafn prentarans, sem var Melcior Lotter. Söluverð þessa Nýja teslamentis var 5—6 krónur að núverandi peningagildi. — Undir eins og Lúther hafði lokið Nýja testamentinu tók hann að þýða Gamla testament- ið á þýsku. Mósebækurnar lcomu út á prenti árið 1523 og hinar bækurnar síðan hver aftir aðra og 1532 voru Spá- mennirnir komnir á prent. Loks kom Biblíán öll út í einu lagi árði 1534, prentuð af Hans Lufft í Wittenberg. Lúther not- aði ekki vulgataþýðinguna latnesku til að þýða eftir, þvi að hann taldi, að sú þýðing liefði víða keim af kaþólskum anda, en þýddi hiblíuna úr frummálunum: Gamla testa- mentið úr hebresku og Nýja testamentið úr grísku. T ÚTHERSÞÝÐINGIN, sem kom út 1534, er hvað prent og bókalist snertir vera talin eitt hið fegurst imentaða rit, sem út kom á 16. öld. Það er sannað, að þýðandinn sjálfur leit mjög vel eftir prentuninni og hafði hönd í bagga með öll- um frágangi og valdi myndirn- ar, sem fylgdu biblíunni og rjeð sjálfur, hvar þær ættu að standa. I biblíu þessari eru 123 myndir skornar í trje af ýms- um bestu listamönnum þeirra tíma. Þessar myndir, sem senni- lega hafa verið gerðar í Lút- hersbiblíuna sjerstaklega, voru síðan notaðar í síðari útgáfur, líka utan Þýskalands. Lúthers- biblian varð þannig brautryðj- andi þess siðar, að prýða ritn- inguna myndum. Textinn var á auðveldu og Ijósu máli og auð- skilinn alþýðunni, og Lúther vílaði ekki fyrir sjer að nota orð og orðatiltæki, sem ekki voru í frumtextanum, til þess að gera meininguna ljósari. Önnur útgáfa Lúthersbiblí- unnar kom þegar árið eftir (1535) og þegar hún var komin í bókaverslanir kallaði Lúther helstu aðstoðarmenn sína, Mel- ankton, Bugenliagen og fleiri. heim til sín á fund á hverju kvöldi, og þar fóru þeir yfir þýðinguna og athuguðu hana og gerðu þær brevtingar, sem þeim þótti við j^urfa (Collegium Biblicum). Breytingarnar urðu allmargar og voru þær teknar upp í endurprentun þá á biblí- unni, sem út kom árið 1541. Lúther hjelt áfram að endur- bæta þýðinguna þau fjögur ár. sem hann lifði, eftir þetta. Danska fræðakonan dr. Lis Jacobsen hefir sannað, að fyrsta þýðingin af biblíunni á dönsku. sje þýdd eftir Lúthersútgáfunni sem út kom árið 1545, sama árið og Lúther dó. Meðan hann lifði komu alls út þrettán sjer- stæðar útgáfur af biblíuþýð- ingu hans, og voru þær allar prentaðar í Wittenberg af Hans Lufft. Hjá þessum biblíuútgef- anda komu einnig út 37 biblíu- útgáfur aðrar. Það er talið, að hann hafi selt um 100.000 ein- tök af ritningunni á árunum 1534 til 1574. Nú er Lúthersbiblían frá 1534 svo að segja ófáanleg. Hún sjest einstöku sinnum í verð- listum útlendra fornbókasala, en verðið skiftir þúsundum króna, ef eintakið er sæmilegt. Slæmt eintak, sem ekki einu sinni var nærri heilt, komst i þúsund krónur á bókauppboði í Wien fyrir mörgum árum. Fjöldi annara rita frá Lúther kom lika á prent og ber þar fyrst og fremst að nefna hús- postillu hans, ennfremtir skýr- ingar á Pálsbrjefunum, og síð- ast en ekki síst, katekismus hans, sem mun vera eitt af þeim smáritum, sem mest mun hafa verið prentað af í heim- inum. Lúther ljet sjer mjög hugarhaldið um unglingafræðsl- una, sem þá var bágborin nijög. Ilann setti á stofn nýja skóla og endurbætti gamla. Og handa skólunum samdi hann fræði sín. RIÐ 1531 kom skýring Mel- anktons á trúfræði Lúthers úl á prenti, fræg undir heitinu Agsborgarjátningin og hið frumlega játningarrit Lúthers- trúarmanna. Ágsborgarjátning- Stærðarhlutföll ýmissa biblía. Frá vinstri: Biblía Láthers 15U, Gustaf Vasabiblían 1541, Hiblía Kristjáns III. (myndin eftir Ijósprentuðu útgáfnnni 1928), Guðbrandsbiblía frá 1584 oy fgrsta norska biblían frá 1834. Lengsl til hægri venjuleg biblía frá siðustu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.