Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Qupperneq 24

Fálkinn - 18.12.1937, Qupperneq 24
20 FÁLKINN lieldustígi slökkviliðsins. - Voru ekki liægfara breyt- ingar á slökkviliðinu yfirleitt, fram að stóra brunanum 1915? - Jú, það verður ekki annað sagt. En þó má segja, að stór- feld breyting hafi orðið á slökkviliðinu og allri aðstöðu þess, þegar vatnsveilan kom i bæinn. Allar endurbætur hljóta að byggjast á henni. ()g þegar vatnið var fengið var einnig farið að hugsa um endurbætur á slökkvilliðinu. Árið 1910 var fenginn liingað maður frá Kaup- mannahöfn, TJiisted að nafni, er var „Brandinspektör“ í slokkviliði Khafnar. Cíerði hann ýmsar tillögur um skipun og tilhögun slökkviliðsins. Það var samkvæmt þeim tillögum, að slökkviliðið fjekk til umráða þau þrjú luis, sem áður er getið. Þá var lagt brunasímakerfi l)æjarins, skipaðir 36 menn i aðalslökkviliðið, sem kallað var, og 24. júní 1913 var gefin út ný J)runamálareglugerð fyrir Reykjavikurkaupstað. Þá voru úlvegaðir átla slönguvagnar, 3 l)jörgunarstigar, einn sjálfheldu- stigi og fjórar handdælur lald- ist bærinn þá að eiga, ennfrem- ur slöngur og ýms önnur tæki. Tveir menn höfðu vörð á mið- bæjarslökkvistöðinni. Leið nú svo um bríð eða til 25. apríl 1915, en, þá varð hjer stærsti bruninn, sem komið hef- ii í sögu bæjarins. — — Já, fyrir alla muni segið þjer mjer eitthvað frá honúm. — Það er eiginlega hægra sagt en g'ert. Jeg var þá vara- slökkviliðsstjóri, en aðalslökkvi- liðsstjóri var Guðmundur Olsen. Það var klukkan 3,18 um nótt- ina, að slökkviliðið fjekk fyrstn lilkynninguna um brunann. Við mæltum von bráðar á staðnum og var þá komið flæðandi eld- baf i Hótel Reykjavik, sem óx með bverri mínútu og man jeg sjerstaklega eftir hvað hitinn var gífurlegur. Það varð í raun og veru ahlrei hægt, að komast nálægt hótelinu. Eldurinn breidd- ist óðfluga í næstu hús, til aust- urs og veslurs og þverl yfir Austurstræti. Á Austurstræti sem við gátum ekki náð fyrir- liila; brann það þar á götunni og munaði minstu að við mist- um sjálfbeldustiga líka. Vind- ur var hægur á suðvestan fyrst, en síðan austankul, með morgn- inuni. Var það ráð tekið að verja eldinum að breiðast út lil austurs og vesturs, en skeyta ekki um þó bruninn færðist í áttina til sjávar. Þetta tókst, en þá voru í notkun slöngur frá níu vatnshönum; þótti þá sýnt, að pósthúsið, sem þá var langt komið í byggingu, mundi brenna, því að kviknað var í þakinu. Knud Zimsen borgar- stjóri rjeð þá af, að taka liaustataki til aðstoðar, mótor- dælu, sem vátryggingarfjelagið 'I'rolle & Rothe hafði flutt til landsins — en dælu þessa keypti bærinn eftir brunann —-. Dælan var setl niður við Stein- bryggju og dældi þaðan sjó, en eftir að ])ósthúsið var úr hættu var hún notuð við Ingólfshvol. Jeg tók sjerstaklega eftir því, hvað timburhúsið, er stóð á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti (þar sem hús Jóns Þorlákssonar stendur nú), sem var þriggja hæða hús, var fljótt að brenna. Frá þvi að eld l’esti í þakinu og þangað til ])að var gjörfallið voru aðeins 20 mínútur, enda var hitinn þá orðinn svo mikill, að zinkrenn- ur, sem voru á Landsbankan- um, runnu niður í lækjum, eins og gler í öllum nærliggjandi gluggum. — Það má segja að í þessum bruna eyðilegðust níu hús al- veg, eilt stórskemdist, en nokk- ur urðu fyrir meiri eða minni skemdum. Umbætur á slökkvitækjunum. Þessi hruni skaut mönn- um skelk i bringu. Ef veður liefði verið óhagstætt hefði hann gert margfalt meira tjón en þetla, og þótti flestum þó nóg að gert. Mótordælan Jiafði sýnt yfirburði sína yfir hand- að kaupa hana. Ennfremur annan sjálfheldustiga, slöngur, hjálma, helti og axir handa fasta liðinu, o. fl. Árið 1916 var slönguturninn bygður hjer við slökkvistöðina, útvegaðir liestar til að beila fyrir tækin áður drógu slökkviliðsmenn dælu- vagnana á sjálfum sjer —, reisl heslbús á baklóð stöðvarinnar, með hevlofti yfir og þar situm við núna. Skrifstofan þessi er þar sem hevloftið var áður. Og engir liestar hjerna fvr- ir neðan okkur? Nei. Það voru ýmsir ann- markar á hestahaldinu. Það hefði orðið lítil brúkun á eldis- hestum, að nota þá aðeins, |)egar slökkviliðið þurfti að fara á kreik og þessvegna voru þeir notaðir til þess jafnframt, að aka þvotti bæjarbúa inn í Laug- ar, í þær og úr. Við lentum oft í smáæfintýrum með hestana, því að þeir vildu stundum reynast fælnir, þegar þeir voru notaðir fyrir slökkvitækin. Þeg- ar jeg tók við slökkviliðsstjóra- starfinu 1918, fór jeg undireins að athuga möguleika á ])ví að fá bifreiðar lianda slökkvilið- inu. En þá kostuðu Fordbif- reiðar, til flutninga, um 7500 krónur, en franskar bifreiðar, sem þá fengust hjer, um 14.000 krónur. Þó varð úr, að bærinn keypti eina Ford-bifreið, en á hana var sett mótordæla, sem var á fjórhjóluðum undirvagni og ætluð fyrir hesta, en dælu þessa hafði bærinn keypt órið 1917. — Þessi bifreið vár not- uð i fyrsta skifti við brunann á Laugavegi 31, þegar stórhýsi Jónatans Þorsteinssonar brann. Nokkru síðar var keypt önnur bifreið og var hún notuð fyrir slöngur, og loks var setl i stand niðurlögð fólksbifreið, til þess að flytja fólk og áhöld. — Það mátti heita að slökkviliðið væri búið að fá vsengi, samanborið við það sem áður var. Að minsta kosti fjekk það nú byr nndir báða værtgi og gat liorft bjartari augum fram í tímann. - IJefir ekki bætst mikið við áhöldin síðan? Ilve miklu ai áhöldum hafið þið á að skipa, Mikli bi'iminn: Tekið frá Austurvelli 25. april 1915. mistum við slönguvagn og stiga, dælurnar og var þegar ákveðið

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.