Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Page 45

Fálkinn - 18.12.1937, Page 45
F Á L K 1 N N 41 SOKKARNIR Eftir Aage Bech Pedersen TJANA sveið i sár augun,svo að A Ahún varð i sífellu að strjúka þau meS horninu á bláu svunt- unni sinni, til þess aS geta prjónaS áfram. Hun klemdi þreytta og magra fingurna aS prjónunum og rendi augunum yfir gleraugun og verkurinn svíaSi á meSan, þvi aS gleraugun voru nokkrum númerum of sterk. Svona sat hún á hverju kvöldi á fátækrahælinu, eftir aS hún hafSi borSað kvöldverðinn sinn og þangað til hún fór að hátla Það bætti ekki fyrir augna- verknum, að gasloginn var alt- af á sífeldu flökti til og frá. Og svo var hún líka með vagl á hægra auganu. Hún hjelt sífelt áfram að prjóna, náði í lykkjurnar, þeg- ar þær ætluSu að falla niður og prjónaði umferS eftir umferS með skjálfandi höndum þangað lil klukkan hringdi til merkis um, að nú ættu allir að fara að hátta. Þá lagði Stína gamla prjónadótið i pokann sinn og fór hljóðlega í rúmið. Það var erfitt hjá henni meS bandið, því að það var orðið svo dýrt, en þá hafði hún tekið það til hragðs að sleppa miðdegis- kaffinu og á þann hátt sparaði hún tólf aura á dag. Verst var hvað hún var slæm af gigtinni. Það var henni að kenna að Stína gamla gat ekki farið út A fimtudögum og unnið sjer inn nokkra aura, eins og liinar kerl- ingarnar. Nú varð hún að vera heima og láta sier nægja að ganga á milli herbergjanna og þurka af. Svona leið hver dagurinn öðr- um likur. En á liverju kvöldi prjónaði hún sokkana hans Hol- geirs, því að það var Holgeir sem átti að fá þá, og hann mundi verða býsna glaður, þeg- ar hann fengi hlýja, heima- prjónaða sokka. Það var eitt- hvað annað en þetta næfur- þunna dól, sem þeir seldu í búðunum. Já, hún vissi að Hol- Það navð gleði yfir þykku, heima- yrjónuðu sokkunum, því að betlar- irm var berfættur i skónum. geir mundi verða glaður. Hún þekti drenginn sinn og þess- vegna átti hann að fá þessa jólagjöf. Innan í annan sokk- bolinn ætlaði hún að stinga of- urlitlum miða með kveðju á og i hinn tveimur vindlum, af allra ódýrustu tegund. Hann varð að láta sjer nægja þá og hún vissi, að það var altaf gott að fá kveðju frá mömmu! Loksins voru sokkarnir bún- ir og hún hló af gleði. Hvað hann Holgeir mundi verða hissa. Eín af hinum kerlingunum fór út og keypti vindlana, en þeir voru keyptir fyrir síðasta 25- eyring Stinu gömlu. Og nú var böggullinn tilbúinn. Nú vant- aði hana bara 20 aura fyrir frí- merki. Nú voru góð ráð dýr! „Jeg skal hjálpa þjer um þá, Stína, ef þú vilt hafa rúmaskifti við mig, sagði eán af kerling- unum í stofunni. „Guði sje lof“, sagði Stína gamla og viknaði. „Hvort jeg vil hafa rúmaskifti við þig, það er nú annaðhvort. Þakka þjer hjartanlega fyrir“. Rúmið hennar Stínu gömlu stóð næst ofninum, svo að hit- inn gæti hamlað móti gigtinni. En rúmið sem hún fjekk nú stóð næsl dyrunum. Og vöku- konan gekk um dyrnar á hverj- um klukkutíma, svo að þarna var dragsúgur. En það gerði ekkert til, fanst Stínu. Hún ætl- aði að sofa með þríhyrnuna sina um herðarnar. Það færi alt vel, ef aðeins böggullinn kæm- ist leiðar sinnar. Hann komst af stað og lendi í höndum viðtakanda eftir að hafa farið venjulega póstleið. Það voru ýmsir kunningjar staddir hjá Holgeiri, fjörugur karlmannahópur, sem hafði komið saman til að halda upp á jólin. Þeir höfðu matast og sátu nú yfir whiskyglösunum, þegar komið var með lítinn og óásjá- legan böggul inn í stofuna. „Til herra fulltrúans!“ „Fleiri gjafir?“ „Frá hverjum getur þetta ver- ið?“ Hann reif seglgarnið utan af bögglinum. Tók ekki eftir stóru og stirðlegu stöfunum i utaná- skriftinni. Hann reif umbúðirn- ar af. Og út úr brjefínu ultu þykkir heimaprjónaðir ullarsokkar og út úr öðrum þeirra skjöldóttir vindlarnir. Hann tók þá í sund- ur og af tilviljun fann hann lít- inn miða í öðrum sokknum. Nú hlógu allir viðstaddir og svo rak hver spurningin aðra. „Frá hverjum er þetta?“ „Fjt má nú vera sendingin!“ Fulltrúinn gat vel lesið mið- ann. Hann gat vel komist fram úr stöfunum þó að þeir væri ekki sem fallegastir. „Elsku Holgeir minnl — Gleðilegra jáia óskar þjer hún mamma þín gamla“. Endurminningarnar vöknuðu. Minningar um fátæka konu. sem þrælaði við gólfþvott alla daga, til þess að geta látið son sinn ganga í skóla. Minningar um gamla konu, sem sat uppi fram á nótt, þegar drengurinn iiennar eltist, og saumaði fvrir fólk. „Nú, frá hverjum er þetta?“ Holgeir leit kringum sig. Svo harkaði hann af sjer, saup á glasinu og svaraði: „Það er frá henni fóstru minni“. Og svo hlógu allir á ný Ein- hver náði í vindlana. Þeim var fleygt út um gluggann. „Jeg vil heldur þessa tegund“, sagði annar og tók sjer havanna vindil úr kassanum á borðinu. Það var glatt á hjalla þarna. Þegar leið fram á nóttina köll- uðu þeir i betlara, sem var á vakki á götunni, og fóru að glettast við hann. „Honum er vorkunn. Munið þið að nú eru jól“. „Já, það er alveg satt“. „Við skulum gefa honum eitt- hvað“. „Já, en hvað ætti það að vera ?“ „Sokkarnir!“ hrópaði einn. Og svo var sokkunum þeytt út um gluggann. Það varð gleði yfir þykku lieimaprjónuðu sokkunum, því að það var kalt, og betlarinn var berfættur i skónum. JEANNE d’ARC. Frh. af bls. 37. erum glötuð, við hÖfum brent helga manneskju!“ greip tryll- ingurinn fólkið og þeir sem áð- ur höfðu hlegið og hrópað á- ókvæðisorð til fómarlambsins liófu nú eymdaróp og rifu sig til blóðs af örvæntingu. Þeir sem lesa sögu Jeanne d’Arc munu flestir spyrja að loknum lestrinum: Hvaðan komu raddirnar? Tæmandi svar við þeirri spurningu verð- ur aldrei hægt að gefa, af því að svarið mótast af skoðun hvers einstaks manns, hvort hann nú heldur er trúhneigður eða vísindarýninn. En hvort sem vjer álítum, að sýnir Jeanne d’Arce og raddirnar sem liún heyrði, sjeu sönnun fyrir bein- um afskiftum guðs af rás við- burðanna hjer á jörðu, eða við köllum þetta skynvillur sprottn- ar úr undirmeðvitund hennai' sjálfrar, þá er skeríur sá, sem hún hefir lagt til sögunnar jafn merkilegur fyrir því, örlög hennar jafn grípandi og aðdáun vor fyrir hugrekki hennar, og skyldurækni liennar fram i dauðann, jafn takmarkalaus. hún klemdi magra og þreytta fingurna að prjónunum . . . .

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.