Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 26

Fálkinn - 18.12.1937, Blaðsíða 26
22 F Á L K I N N GfUTTÍiGHTtt VI. /7 a^.ít Xr. 46. Grettisgötu. SlökkvilifiiS nýkomið. okki lítið starl', sem slökkvilðs- mennirnir inna af hendi við sjúkraflutningana, eins og best má sjá af því, að síðan sjúkra- bifreiðarnar komu bafa alls verið fluttir við áramót 1936— 37, 13,923 sjúklingar, og eru þó ekki þar í taldir þeir, sem hafa slasasl. Þarna er heldur ekki talið, að margir af sjúklingun- um iiafa verið fluttir tvisvar; svo er t. d. um alla þá, sem fluttir eru í ljóslækningar og úr, þó ekki sje það talin nema cin ferð. Öll neðsta hæð slökkvistöðv- arinnar í Tjarnargötu er með tvíhreiðum dyrum eða marg- breiðum. Innan þeirra dyra standa vopnin gegn Loga, eld- rauð á litinn eins og hann, með gljáfægðum málmi og olíuborn- um viði. Þar eru dælurnar þrjár, sem gela spúð þremur smálestum af vatni hærra en liæstu hús, á hverri mínútu, þar eru stigarnir, sem ekki þurfa neitt nema loftið til að styðj- ast við, í turninum hanga slöng- urnar, sem ná neðan úr mið- hæ og inn í Sogamýri. Þegar rauði haninn galar opnast breiðu dyrnar i einu vetfangi, lireyflarnir í vögnunum fara að su.ða og innan skamms eru þeir þotnir af stað í austur eða vest- ur, uorður eða suður. Kliðurinn frá vögnunum heyrist ekki langt, enda er honum ekki ætl- að að ná til annara en þeirra, sem um veginn ganga. Þeir eru aðvörun en ekki kall. Slökkviliðið vill helst vinna i kyrþei, og er ekkert gefið fyr- ir mannsöfnuð. Þar hefir hver maður sitt ákveðna verk, hann kann handtökin og kann að hlýða skipunum. Allir eru ró- legir, hver við sitt starf, og svo er barist þangað til yfir lýkur. Það hafa orðið stórfeldar breytingar á slökkviliði Reykja- víkur síðustu tuttugu árin. Það hefir tiltrú almennings og það hefir tiltrú vátryggingaf jelag- anna, sem fá að borga brúsann, ef rauði haninn er látinn leika lausum kili. Rekstur slökkvi- liðsins er dýr, en arðurinn er meiri. Það þarf ekki nema litla tugabrotslækkun á vátrygging- ariðgjaldinu til þess að vinna upp kostnaðinn við slökkviliðið, sem jafnframt veitir aukið ör- Hrópið gegn gleðiboðskap jólanna: Friður á jörðu. — Spánskur hermaður við leifarnar af flugvjel, sem skotin hefir verið niður. yggi fyrir því tjóni, sem ekki verður metið til peninga. Það er núverandi slökkviliðs- stjóri, sem á heiðurinn skilið fvrir þá gjörbreytingu, sem orðin er á slökkviliði Reykja- víkur, og sem gerir það jafn- oka slökkviliða erlendra bæja á líku reki, eða jafnvel fremra. En Pjetur Ingimundarson eyð- ir því, að honum sje eignaður lieiðurinn og segir: — Þjer minnist ekki einu orði á það. En eitt vil jeg taka fram að endingu og það megið þjer gjarnan skrifa með feitu letri: Öll þessi ár, sem jeg hefi haft á hendi slökkviliðsstjóra- starfið, hefi jeg ávalt mætt á- gætum skilningi og samvinnu borgarstjóra, brunamálanefnd- ar og bæjarstjórnar Reykjavík- ur, sem á hverjum tíma hafa verið áhugasöm og ötul í fram- kvæmdum þessara mála, en jeg minnist þó sjerstaklega K. Zimsen horgarstjóra í þessu sambandi, enda hafði hann af- skifti af þessum málum um langt skeið. Og livað meðstarfs- menn mina við slökkvistarfið snertir, þá hafa þeir alla tið reynst mjer ágætir fjelagar. Fimmburarnir eru miljónamæringar. Það er enginn efi á því, að fimm- burarnir verða eftirsóttir þegar þær eru komnar á giftingaraldur. Bæði vegna þess að það þyki eftirsóknar- vert að eignast fimmbura — fyrir konu, því að fæstir eignast þá hin- segin og svo ekki síður vegnri þess, að þær draga ekki smáræði með sjer í búið. Á síðasta ári einu hafa þær grætt eina miljón króna, aðeins á því að vera til. Þá upphæð hafa nefnilega forvitnir ferðamenn greitt i aðgangseyri til að fá að sjá þá. En fimmburasjóðurinn er miklu stærri en þetta, því að ýms Ijelög hafa borgað stórfje fyrir a'ð fá að nota nöfn þeirra og myndir af þeim í auglýsingar. Og hjer við bætast stórar fjárupphæðir frá kvik- myndafjelögunum. Faðir þeirra gelur heldur ekki kvartað, þó að ekki sjeu tekjur hans neitt i líkingu við fimmburanna. En hann fær til dæmis þúsund krónur á mánuði í hreinan arð af póst- kortunum af sjer. Ljósmæðurnar sem tóku á móti börnunum hafa stofnað safn, út af fimmburafæðingunni. Það er ;,ð vísu ekki stórt, þvi að þar er ekkert riema karfan, sem ]tær tíndu fimm- burana upp i jafnóðum og þeir komu í heiminn. Þær selja aðgang að safninu og ennfremur ritling sem þær hafa skrifað, þar sein fæðing- ur.ni er lýst. Jafnvel fjarskyldur ætt- ingi fimmburanna hefir auðgast á þeim. Hann selur bensín en fær tídsvert meira í drykkjupeninga en bénsínsölunni nemur. Eftir bruiiaim i nr. 46 vii) Grettisgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.