Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Qupperneq 30

Fálkinn - 18.12.1937, Qupperneq 30
w F Á L K I N N - - Gamlar íslandsmyndir. - - Eftirfarandi frásögn birtist í ameríkanska blaðinu „Harpers Weekly“ 5. nóv. 1870. Bregður hún upp mynd af því, hvernig útlendingum hafi fundist að ferðast hjer fyrir nálægt 70 árum. Sagan er þó ekki sögð með orðum ferðamannsins sjálfs — hann hjet Noel Nougaret — heldur rakin af blaðinu, eftir frásögn hans. Fjöldi mynda fylgdi greinaflokki þeim, sem „Harpers“ birti. Eru allmargar þeirra sýndar hjer. En greinin er hin fjórða í greinaflokkinum og má hún vel heita: Gistingin á Torfastöðum. Brot úr ferðasögu til Heklu. Hestarnir eltu hver annan . . . . með húsbóndánn i [ararhrortdi. Þetta á að vera Almannagjá við Þingvöll. Þeir yfirgáfu nú dásamlegu grundirnar við Geysi, sem lýst var í siðasta kafla, og Nougaret hjelt áfram til Heklu. Þetta merka eldfjall er í suðvestur- hluta eyjunnar og ekki margar milur frá ströndinni. Um dal- ina, sem ganga upp í hálendið á þessum slóðum, renna ár sem hafa nóg að flytja af regninu, sem algengt er þarna, vegna þjettingar gufunnar, sem legg- ur upp af hinu liltölulega heita vatni, er Golfstraumurinn ber upp að ströndinni. Af þessari úrkomu leiðir, að gras grær þarna allstaðar, sem nokkur jarðvegur er; þarna eru þvi bændabýli á víð og dreif og bú- skapur rekinn með sauðfje, nautpening og hross eftir því sem grasnytin leyfir, þó að mestu leyti lifi fólkið á sjávar- aflanum. Fylgdarmaðurinn hafði skilið við ferðamanninn, eftir að hafa fylgt honum til Ge'ysis, og skil- ið hann einan eftir með níu hestana, sem liann hafði til ferðalagsins. Því að á svona ferð virðist það vera nauðsyn- legt að Iiafa einn liesl undir tjaldið, tvo i viðbót fyrir nesti og annan flutning og tvo reið- hesta, annan banda fylgdar- manninum og hinn handa sjálf- um sjer. Þetta gerir firnrn besta en aðra fimm verður að hafa til skiftis, svo að hægt sje að hvíla hestana á leiðinni, þvi að ekki er liægt að leigja nýja hesta í áfangastöðum. Eftir að ferðamaðurinn þann- ig var skilinn einn eftir af fylgdarmanninum, fór liann að búa upp á liestana með þeim ásetningi að halda ferðinni á- fram einn. Hann hafði ágætan uppdrátt, því að þó að íslend- ingar sjeu óheflaðir og einfald- ir i háttum sínum, hafa þeir náð miklu hærra menningar- stigi en maður gæti búist að hitta fyrir á svo eyðilegum og óblíðum slóðum, og í samvinnu við dönsku stjórnina hafa þeir gert ágætan uppdrátt af land- inu. Á þessum uppdrætti eru sýnd nöfn ýmsra þeirra bæja, sem eru í dölunum rnilli Geysis og Heklu, og bjóst Nougaret við að geta fengið fylgdarmann á einhverjum af þessum bæj- um. Hestarnir hjeldu áfram, eins og þeir eru vanir að gera á svona ferðalögum og eltu hver annan í langri lest, með hús- bóndann í fararbroddi. Hjeldu þeir ósvikið áfram um stund þangað til þeir komu að kofa einum; þá rufu þeir fylking- una undir eins og fóru að bíta. Það virtist svo, að þeim findist sjálfsagt að nema staðar við hvern kofa. Hundar láu sof- andi uppi á mæni kofans, sem var með torfþaki og líkastur hól til að sjá, með glufu í dyra- stað í annan endann og virtist likastur greni villidýra. Hundarnir heilsuðu ferða- manninum með hvellu gelti, sem varð lil þess, að hráðlega kom kofabúinn, gömul kona, til dyra. Bóndinn mun liklega bafa verið í róðri (!). í rauninni var þetta lun nótt, þó að aldrei sje dimt allan sólarbringinn á þess- nm slóðum í júní. Konan gerði gestinum ýmsar bendingar í því skyni að bjóða honum inn og Kofinn .... var likastur hól að sjá, með gtufu i dgraslað .... ng svipaffur greni . . . .

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.