Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Side 40

Fálkinn - 18.12.1937, Side 40
30 F Á L K I N N Jeanne d’ArC - Mærin frá Orleans ]>ó að 525 ár sjeu liðin frá fæðingu Jeanne d’Arc lifir minningin um hana meðal allra menningarþjóða. Hún var brend lifandi aðeins 19 ára gömul, en tekin í dýrl- Á tímuni Jeanne d’Arc var Frakkland mjög Ivistrað ríki. Ljensherrarnir voru háðir kon- unginum aðeins að nafninu til og Englendingar áttu miklar eignir í landinu og höfðu þar víðtæk erfðarjettindi, svo að siðustu hundrað árin höfðu þeir reynt, bæði með illu og góðu, að Ieggja Frakkland und- ir Englandskonung og hafði þetta kostað ófrið við Frakka i nær hundrað ár. Og ekki hætti það úr skák, að sumir ljens- herrarnir sáu sjer hag í því að stvðja málstað Englendinga. Þannig var ástatt í Frakk- landi, þegar bóndadóttirin frá Lothringen kom fram á sjónar- sviðið og skrifaði nafn sitt svo glæstum stöfum í sögu Frakk- lands, að hún var tekin í dýrl- ingatölu nær 500 áruni síðar. Jeanne d’Arc var barn að aldri, þegar sögurnar um of- ríki og ójöfnuð Englendinga hljómuðu í eyrum hennar og jafnaldra hennar, en áf því að hún var djúphyggnari og trú- lineigðari en börn á hennar aldri höfðu þessi tiðindi meiri áhrif á hana. Jafnan þegar hún sá sjer færi á hljóp hún í bæna- húsið i Bermontskóginum til þess að flytja fram bænir sin- ar hjá Maríu mey. Leiksystkin liennar voru svo vön því að liún liyrfi úr leik, að þau hugs- uðu jafn lítið um það eins og Iiitt, að hún signdi sig jafnan, er hún heyrði klukknahring- ingar. En hklega hefðu þau orðið forviða, ef þau hefðu vit- að að þessi leiksystir þeirra var ekki nema þrettán ára, þegar hún fór að sjá sýnir og fá vitr- anir frá öðrum heimi. í fyrstu hafði hún orðið Iirædd sjálf, er hún fjekk vitr- anirnar, en smámsaman varð henni ljóst, að það var heilög Katrín af Siena og Mikael erki- engill, sem birtust henni og Ijetu hana til sín heyra. Og fljótlega fanst henni þetta jafn eðlilegt og að maður væri að tala við mann. Hún var sextán ára, þegar raddirnar sögðu henni að hún væri kjörin til þess af konungi himnanua að vernda hinn rjett- borná konung Frakka, Karl VII. og Iáta krýna hann í Rheims og reka Englendinga úr landi. „Þú skalt klæðast karlmanns- klæðum og bera vopn og taka forustu fyrir her. Við munum hjálpa þjer, svo að allir munu hlýða skipunum þínum“. Þann- ig ldjóðuðu orðin og þau voru endurtekin þrásinnis. Flestum mun skiljanlegt, hvernig ungri sveitastúlku muni hafa orðið við svona orðsending frá öðrum heimi: skipun um ingatölu árið 1920. Jeanne d’Arc. að taka að sjer slíka fram- kvæmd. Hún kunni ekki einu sinni að sitja á hesti, og þvi siður að stjórna her. En radd- irnar knúðu hana fram, og þeg- ar foreldrar hennar fóru að tala utan að því að hún gifti sig, þá svaraði lnm, að hún mundi aldrei giflast, .því að sjer væri háleitara verk fyrirhugað. Foreldrar hennar ljetu undan henni, þó að þau ekki skildu hana; þau höfðu að vísu heyrt, að ungar stúlkur gengi í klaust- ur, en að þær færu í karlmanns- föt og legðu í strið til þess að þjóna drotni sínum, það höfðu þau aldrei vitað. Þó að hvorki væru til frjetta- hlöð eða útvarp i þá daga, voru frjettir samt furðu fljótar að berast út. Fiskisagan um Jeanne d’Arc og hlutverk hennar flaug eins og eldur i sinu um alt Frakkland og barst m. a. til Touraine, en þar sat konungur- inn í kastalanum við Chinon. Hann var á heljarþröminni. Englendingar nálguðust Loire, og hann skorti bæði fje og her- foringja til þess að veita þeim viðnám. Hirðmenn hans vissu ekki sitt rjúkandi ráð en rjeðu honum lil að færa sig um set lengra suður á bóginn, svo að lengi'a yrði milli lians og Englendinga. Sjálfur vissi hann ekkert hvað gera skyldi, hann var fremur úrræðalitill og framkvæmda- laus að upplagi og átti erfilt með að taka ákvörðun. Og hýsna ókonunglegur var hann þarna í kastalanum, þar sem liann ráfaði um í stagbættum fötum og á skóm, sem hann hafði fengið npp á krít; auk þess var hann herfilega Ijótur í sjón. Hann mundi hafa orðið til almenns athlægis, ef ekki hefðu verið raunálegu augun i honum; þau vöktu meðaumkun með honum. Þannig var ástatl hjá honum,, er fyrirspurn kom frá .Teanne d’Arc, hvort hún mætti koma á konungs fnnd. Hann hefði nú, helst kosið að fá að vera í friði. Því að latir menn og sljógir eru svo gerðir, að þeim finst atorkufólkið aðeins vera til ama og leiðinda. Honum var illa við þá tilhugsun, að luinn yrði máske að neyðast lil að ráðast í fyrirtæki, sem liann hvorki þorði að ráðast í nje hafði fje til að framkvæma. Ráðunautar hans voru ekki lieldur fíknir í, að einhver frið- arspillir færi að skifta sjer al' sinnuleysisstefnu þeirra og rjeðu konungi eindregið frá að veita stúlknnni viðtal. „Hver veit nema þessi slúlka, sem þykist vera send af guði“, sögðu Jjeir, „sje annaðhvort send af sjálfum djöflinum eða það sem verra er: hver veit nema hún sje njósnari fyrir Englendinga". Konungurinn hlustaði þegjandi á þessar bollaleggingar, sem urðu sífelt háværari. En þá kcun hraðboði með þær frjettir, að Englendingar hefðu sest um Orleans, borgina sem hafði öll- uin stöðum meiri hernaðarþýð- ingu. Nú var mikið í veði og aldrei þessu vant tók konungurinn sjálfur ákvörðun. Hann vildi tala við jómfrúna, kraftaverk höfðu gerst fyr og þau gátu gerst oftar. En hann ætlaði að cíyljast meðal hirðmannanna og reyna hvort hún væri jafn skygn og orð var á gert. Hinn 8. mars 1121, einmitt þegar sólin var að ganga til viðar bak við hæðirnar hjá Chinon, kom ofurlítil herdeild bogskyttumanna með Jeanne d’Arc í fararbroddi upp brekk- una, sem er á milli bæjarins og kastalans. Á leiðinni mætlu þau druknum hrotta, sem kom auga á Jeanne d’Arc í hermannabún- ingi og breytti í hana ókvæðis- G-rðúm og hölvaði gróflega. Hún horfði fast í augu lians, svo sem sekúndu og sagði svo: „Blygðast þú þín, sem hrátt átt að standa fyrir angliti Drottins, að leggja nafn hans við hje- góma“. Hrottinn slagaði áfram niður veginn og áður en jóm- frúin og förunautar hennar voru komin inn í kastalann, var hann druknaður í ánrii. Við inngöngudyrnar tók kast- alaforinginn á móti henni og fór með hana inn í liátsætissalinn og loguðu þar um fimtiu kerti. Þarna voru yfir 800 manns samankomnir og allra augu

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.