Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Side 54

Fálkinn - 18.12.1937, Side 54
IV l< A L K 1 N N GAMLA BÍÓ 4 skÍF^WfP^Wr*1' w&m Jólamynd 1937. Uppskera. Hríl'andi og efnisrík austurisk taimynd. Aðalhlutverkið leikur: PAULA WESSELEY, sem allir muna eftir, sem sáu filmurnar „Maskerade“ og „Epi- sode“, er sýndar voru hjer fyrir nokkru. Fáar mijnilir, ef nokkrar eru, hafa hlotið jafn mikla viður- kenningu og lof erlendra blaða og myndin UPPSKERAN, sem kallað er hreinasta listaverk, og ekki síst sökum hinnar töfr- andi leiklistar PAULU WESSELEY. Myndin verður sýnd á annan í jólum kl. 5, 7 og 9. GLEÐILEG JÓL! iSSkdHiS&LaSÍSsæí: NÝJA BÍÓ BURGTHEATER Austurrísk stórmynd, samin og gerð undir stjórn kvikhiynda- meistarans WILLY FORST, sem nú er talinn einhver frumleg- asti kvikmyndahöfundur og leikstjóri. — Aðalhlutverkin leika: WERNER KRAUSS, Willy Eichberger, Hortense Raky og Olga Tschechowa. Sýnd annan jóladag kl. 7 og 9. DIMPLES. Gullfalleg og skemtileg amerísk mynd, leikin af undrabarninu SHIRLEY TEMPLE, verður sýnd á barnasýningum annan jóladag kl. 3 og 5. gleðileg jou. Gamla Bíó sýnir itm jólin merka jjýska mynd, sem teljast verður við- burður frá leikrænu sjónarmiði, vegna hins frábæra leiks Paulu Wesselys, hinnar ungu og fögru leik- konu. Hún hefir þegar sýnt það, að hún er verulega mikil leikkona og 'hefir . einstaklega hæfileika lil þess að lifa sig inn í hlutverk sin. Hún skaþar persónúr sínar með ótrú legum dugnaði og einbeitni, svo ao þær verða fullkomlega lifandi fyrir áhorföndum. Hún leggur jafnan fyllstú rækt við að gefa persónum þeim, er hún vill sýna, listrænan heildarsvip og hún gleymir jafnvel ekki hinum ininstu smámunum til þess að fylla út mynd þeirra. Hún leggur ekkert kapp á að sýnast fög- ur. Hið eina, sem hún lætur sig skipta i því efni, er að persónur hennar fái mannlegan, náttúrlegan blæ i meðferð hennar. Hinar ströngu listarkröfur, sem Paula Wessely hef- ir jafnan gert til siálfrar sín, gera það að verkum, að sjerliver mynd, sem hún leikur i, má teljast merkur viðburður* í kvikmyndaheiminum. Minnisstæður mun mörgum leikur hennar í „Maskerade“ og „Episode", sem sýndar voru hjer fyrir nokkuru, en öllum ber þó saman um, að „Uppskeran“ taki þeim fram að þvi er leik Paulu Wesselys snertir, þar sem hún leikur vinnu- stúlku á ungverskum herragarði af mikilli snilld og smekkvísi. Myndin „Uppskera“ fer fram í Vínarborg og úti í sveit í Ungverja- landi um 1910. Efnið er í stuttu máli þannig: Karl von Tamassy riddarahöfuðsmaður er mjög afhald- inn i samkvæmislífi heldra fólksins í Vínarborg, er svo vi 11 til að faðir hans deyr af slysförum og erfir nú Karl hina gömlu óðalseign feðra sinna, en því miður ekkerl rekstrar- fé til þess að halda búskapnum í horfi. Þegar alt er gerl upp, er hinn ungi riddaraliðshöfuðsmaður ein- ungis fátækur óðalseigandi, og liann neyðist til að selja meira hlutann af jörðum sínum og láta þjónalið og vinnufólk fara. Peningshiisin standa tóin, og úr aðalbyggingunni verður liann að flyljast og sest hann að í húsi því, er ráðsmaðurinn hafði haft. Hið eina af vinnufólkinu, sem hann heldur eftir, er kornung stúlka, Julika að nafni, dfrttir öku- ínánnsins gamla á herragarðinum, en hann hafði farist í sama slysi sem faðir höfuðsmannsins. Smám saman tekst með þeim kunnings- skapur og vinátta. Þau vinna saman að ýmsum störfum, þau |)lægja, sá og sýsla um annað, er að sveitavinnu lýtiir. í næsta þorpi taka menn að skrafa margt um höfuðsmanninn og hina ungu vinnustúlku hans, — og auð- vitað fordæma menn þau bæði, og þegar Julika kemur til guðsþjónustu i tilefni af uppskerunni, búin sínu besta skarti, snúa vinkonur hennar baki við henni. Presturinn reynir að telja henni liughvarf, fá hana til þess að flytjast burtu, en hún af- tokur það með öllu. Af tilviljun hitt- ir nú höfuðsmaðurinn unga og glæsi- lega yínardömu, sem er gestur á herragarði í grendinni. Og hann verður hrifinn af fegurð hennar -— .luliku til sárrar sorgar. Þegar þau kveðjast, binda jiaú það fastmælum, að hiiii skuli koma aftur áður en uppskeran hefst, og þá skuli þau gifta sig. í augnablikshrifningu lof- ar hann því að byrja ekki á upp- skerunni, fyrr en luin sje komin. Líður nú til þess tírna, og höfuðs- maðuninn undirbýr hátíðlegar mól- tökur heitmeyjar sinnar. Hann fer á brautarstöðina til þess að taka á mói henni með blóm í hendi, en Vínardaman kemur ekki. Svo líður hver dagurinn af öðrum og ekki kemur hún. Alstaðar hamast menn við uppskeruvinnuna, neina á herragarði höfuðsmannsins. Julika reynir að fá húsbónda sinn til að byrja, en hann kveðst vilja halda loforð sitt. Loksins tekur hann sig til og skrifar Vínardömunni brjef og biður Juliku að fara með það i pósthúsið En í stað þess fer hún alla leið til Vínar og afhendir brjef- ið þersónúlega. Vínarmærin gerir ekki annað en hlæja að henni og rífur brjefið í sundur ólesið og fleygir því. Julika tekur rifrildið af brjefinu og heldur heim hrygg í huga, því að hún heldur, að hún cigi sök á framferði Vínarmeyjar- innar. Og nú ætlar hún að fara úr vistinni. En þá sýnir höfuðsmaður- inn henni, hvað hann hafði skrifað i brjefinu, og Julika sjer, að hann sagði skiþð við ástmey sína í Vin. En framhaldið skal ekki rakið hjer frekara. -----x---- Nýja Bíó sýnir sem jólamynd „Burgtheater“ með hinn fræga þýska leikara, Werner Krauss, í aðalhlutverkinu. Þeim, sem þekkja Ii-ik Krauss, er nafn hans nóg trygg- ing fyrir því, að hjer sje óvénjulega góður leikur á ferðinni. Frægasti leikstjóri, sem uppi hefir verið, Max Reinhardt, hefir sagt, að að hans ilómi sje Werner Krauss mesti leikari, sem nú er uppi. En auk hans leika ýmsir ágætir leikarar í r.iyndinni, -svo sem Iláns Moser, Olga Tschechova, Willy Eichberger. Carl Giinthér og Iíortense Raky. Leikurinn fer fram í Vínarborg, að- allega í sambandi við Burgleikhúsið þar í borginni, og aðalpersónan (leikin af Werner Krauss) er Fried- ericli Mitterer, einn al' mestu og vin- sælustu-leikurum við Burgleikhúsið. Efni myndarinnar er fjölþætt og á- hrifamikið og meðferð leikanda snilhlarleg, í stað þess að rekja efni leiksins, skal hjer í fám orðum sagt nokkuð frá aðalleikaranum, hinum fræga Werner Ivrauss. Werner Krauss er prestssonur frá Westerwald. Ætlun föður hans var, að hann skyldi verða skólakennari, og var hann því sendur í menla- skóla í Breslau. En þar undi hann skamma stund og tók að ferðast með litlum leikflokki, sem ferðaðist bæ frá bæ. í þeim leikflokki kom hann fram í fyrsta sinn opinberlega í aukahlutverki einu. Það var í óþekt- um smábæ að nafni Guben. En nú hóf hann ákafa baráttu fram á við í list sinni. Hann varð oft að búa við skort og hungur, en stálvilji hans og kjarkur hjelt honum uppi. Og smáni saman vann hann sig áfram og fjekk fastar stöður við leikhús, fyrst í Bromberg, þá í Aach- en, Niirnberg; Dresden og síðast i Berlín, og bendir röðin á borgun- um á það, hverníg hann vann sig fram stig af stigi. Til höfuðborgar- innar, Berlínar, kom hann rjett áð- ur en heimsstyrjöldin skall á. Rjeðst hann þar til Þýska leiklnissins (Deutsches Theater), þar sem Max Reinhardt með sinni alkunnu glögg- skygni á unga hæfileikamenn út- vegaði honum stöðu. Nafnið Wernei Krauss fór nú áð sjást við og við i leikhússauglýsingunum, í fyrstu i forföllum annarra leikara og síðan tók liann við nokkurum stærri ann- ars og þriðja flokks hlutverkum - þar til loks, að Reinhardt, sem hafði tekið eftir hæfileikum hans til þess að skapa sterkar og skýrt markaðar persónur, yeitti honum sitl fyrsta stóra tækifæri árið 1915 ineð því að fela honúm nokkur að- alhlutverk í Franlc Wedekind-leik- rituin. Werner Krauss vann hjer sinn fyrsta stóra sigur á sviði leiklistar- innar, og eftir þetta var honum fal- ið hvert stórhlutverkið eftir annað í Þýskalandi í ýmsum „klassiskum" leikritum. Fyrst stórrannsóknardóm- arinn og því næst Filippus annar í Don Carlos, Vilhjálmur Tell, keisar- inn af Ameriku eftir Shaw, Falstaff i Henriki 4. effir Shakespeare, Pjet- ur Gautur, Lear konungur, Julius Cæsar, Polonius, Wallenstein, bæði Faust og Mefistofeles. í nútíðarleik- ritum voru honum einnig falin ýms hlutverk, svo sem i „Sólarlagi" eftir Hauptmarin, prófessor Angermann, Cyrano iie Bergerac. Fjölhæfni lians lýsir sjer meðal annars í því, að hann hefir með jafngóðum árangri leikið hin þyngstu „dramatisku" hiutverk“ sem hin gáskafyllstu gam- aiihlutverk, t. d. í „Frænka Char- leys“. f kvikmyndum hefir hann sjaldan leikið og ekki nema hann hafi þótst öruggur um listrænan árangur. Kunnar eru einkum þöglú myndirnar „Prófessor Caligari" og „Christian Walinschaffe", er hann ljek í. íAf talmyndum hans eru fræg- astar „Hundrað dagarnir“ (mynd sú, er Mússolini ljel gera; þar leikur Werner Ivrauss Napoleon), „Bux- urnar“ og „York“. Leikstjóri er Willy Forst, sem er viðurkendur seni einn af snjöllustu og frumlegustu leikstjórum, sem nú eru uppi. Af .myndum hans, sem hlotið hafa heimsfrægð, má nefna „Ófullgerðu hljómkviðuna“, „Masker- ade“ og „Mazurka", sem allar hafa verið sýndar hjer, auk myndarinnar „Burgtheater“. Á annan í jólum sýnir Nýja Bió inynd handa börnunum og aðalleik- andinn er engirin annar en sjálf Shirley Temple, uppáhald barnanna iim allan heim. Myndin er bráð- skemtileg og leikur undrabarnsins er að vanda óviðjafnanlegur.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.