Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1943 KDÍDEd-íiansen: OEYGÐAFEKÐ ÞAÐ HEFIR LÖNGUM VERIÐ ÆFINTÝRALJÓMI YFIR LEIÐINNI AF JÖKULDAL EYSTRA, UM HVANNALINDIR, VESTUR YFIR SPRENGI- SAND OG ÞAÐAN TIL BYGGÐA í ÁRNESSÝSLU, ENDA VAR LEIÐIN MJÖG SJALDFARIN FYRR EN Á SÍÐUSTU ÁRUM. — EN í ÁGUST FYRIR 31 ÁRI FÓR KOFOED-HANSEN, ÞÁVERANDI SKÓGRÆKTAR- STJÓRI, ÞESSA LEIÐ EINN SÍNS LIÐS MEÐ ÞRJÁ HESTA, OG ÞÓTTI MÖRGUM ÁFORMIÐ GLÆFRALEGT, ÞVÍ AÐ ÝMSIR HÖFÐU ORÐ- IÐ FYRIR HRAKNINGUM Á ÞESSARI LEIÐ. EN SKÓGRÆKTAR STJÓRINN HAFÐI SÝNT ÞAÐ ÁÐUR, AÐ HANN VAR HARÐDUG- LEGUR FERÐAMAÐUR. ER ÞAÐ EKKI ÖRKVISUM HENT, AÐ SUND- RÍÐA KREPPU í MYRKRI, EINS OG HANN GERÐI í ÞESSARI FERÐ. EN VEÐUR FJEKK HANN HIÐ BESTA. — FER HJER Á EFTIR FERÐASAGA HANS ÚR ÞESSARI FÖR. ÁRIÐ 1936 FÓR UNGFRÚ MARÍA MAACK FORSTÖÐUKONA ÞESSA SÖMU LEIÐ, AÐ MESTU LEYTI, MEÐ HÓP FERÐAFÓLKS. ÚR ÞEIRRI FERÐ ERU ALLAR MYNDIRNAR, SEM BIRTAST MEÐ ÞESS- ARI GREIN. ÞVÍ AÐ MYNDIR ÞÆR, SEM HR. KOFOED-HANSEN TÓK í FERÐ SINNI, ERU EIGI HJER Á LANDI. Haustið 1911 kyntist jeg Sviss- lendingi, sem þá hafði dvali'ð hjer tvö undanfarin sumur, og farið margar æfintýralegar ferðir um ó- bygðirnar. Hann ferðaðist því sem næst altaf einn sins liðs og komst svo að orði, að það væri vandalaust að ferðast hjer á landi í samanburði við það að ferðast i Sviss. Ef til vill hefir leynst dálitið stærilæli í þessum orðum, en livort sem svo vár eða eklci, þá urðu það örlög hans að reyna að erfiðleikarnir gátu verið mildir, einnig hjer. Vorið 1912 kom hann hingað aftur. Við borðuðum á Hótel íslaud og töluðum oft sam- an um ferðalög, sem var aðaláhuga- efni skemtiferðamanna þeirra daga. Jeg sagði honum, að jeg gerði ráð fyrir að hafa lokið eftirlitsstarfi minu á Hallormsstað i byrjun ágúst- mánaðar, en þaðan ætlaði jeg að fara heim þá leið, sem frá fornu fari hefir verið kölluð Vatnajök- ulsvegur. Hann hafði ekki verið á þeim slóðum, og stakk upp á því, að við yrðum samferða. Jeg fjelst á það og varð það að samkomulagi, að við skyldum hittast á Eiriks- stöðum í Jökuldal 7. eða 8. ágúst. Sumarið 1912 var yfirleitt gott, en að vissu leyti einkennilegt. Svo mikið ryk var í háloftunum, að það var ekki óþægilegra fyrir augun að liorfa á sólina en að liorfa á tunglið. Að áliðnu sumri var nóttin þess- vegna talsvert dimmri, en venjulega. Fullyrt var', að rykið stafaði frá miklum eldsumbrotum í Mexíko. 1. ágúst kom snögglega afskaplegt óveður af norðvestri með frosti og fannfergju og geysaði um alt liá- lendið í tvo sólahringa. 7. ágúst lagði jeg af stað frá Hallormsstað og fór að Klaustri, en daginn eftir Til vinstri: Morgunn i Hvannalindum. — Aö neöan: Útsýn til Kistu- fells, yfir Urðarháls. — Að neðan til hægri: Gæsavötn, lijelt jeg áfram yfir Fljótsdalsheiði. Á heiðinni, sem er þó aðeins 1800 fet yfir sjávarmál voru enn þá svo slórir snjóskaflar á víð og dreif, að það varð að krækja fyrir þá. Jeg varð dálítið smeykur er jeg sá þessa skafla, því jeg vissi, að land það sem jeg átti að fara yfir, lá langt- um hærra, á hæsta staðnum var jafnvel lielmingi hærra. Þegar jeg kom til Eirksstaða síðdegis frjetti jeg að Svisslendingurinn væri ekki kominn. Mjer fanst saint rjett a'ð fara ekki lengra, ef svo skildi vilja lil að liann kæmi seint um kvöldið. En liann kom ekki, og jiað urðu ítijer ekki mikil vonbrigði, þar eð jeg áður hafði ákveðið að fara einn míns liðs. Næsta dag hjelt jeg áfrair að Brú og fjekk gistingu þar. Jeg mundi eftir snjónum á FJjótsdals- heiði, svo mig langaði til að skygn- ast um hvernig landið liti út i suð- urátt, þar sem jeg átti að leggja leið mína. Jeg fór þessvegna upp á Neplu, nokkuð liátt fjall, er liggur nærri bænum. Frá tindi Neplu, 3000 fet yfir sjó, var ágætt útsýni til suðurs og suðvesturs all að Kistu- felli. Mjer til mikillar undrunar sá jeg, að landið var alveg snjólaust suður að jöklinum og svo Iangt sem jeg gat sjeð í suð-vesturált. Ekkert benti á, að þar hefði geisað neitt óveður. Næsta dag, laugardag 10. ágúst kl. 8%, lag'ði jeg af stað frá Brú með 3 hesta. Farangurinn var Jiverbakstaska og hnakktaska, enn- fremur 2 pokar með 20 kg. af höfr- um, og svo hvílupoka úr tveim ullarábreiðum i vatnsheldum segl- dúkspoka, alt bundið á klyfsöðul. Unglingspiltur frá Brú fylgdi mjer að Laugarvalladalsmynni. Þar kvaddi jeg hann-og hjelt áfram inn í dalinn. Veðrið var lieiðskírt, logn og mátulega hlýtt. Um liádegi kom jeg að eyðibænum Laugarvöllum og lijelt kyrru fyrir þar 2 tíma. Bær- inn liggur á frjálsum, fallegum stað, á hól í breiðum grösugum dal, og bæði lieitt og kalt vatn streymir fram hjá liólnum, svo þar hefir verið góður bústaður. En einmana- legt liefir þar verið einkum á vetr- um, og þetta hefir líklega valdið því að bærinn var yfirgefinn. Frá Laug- arvöllum liggur leiðin vestur yfir hálsinn, þar sem liann er lægstur niður í Vestridal, sem er nokkuð nær samhliða Laugarvallardal. Eftir fjögra tíma liæga reið í Vestridal, sjest i hlíðinni vestanmegin lítill hatlmyndaður klettur. Þar er farið yfir hálsinn niður i Fagradal, djúp- ur grösugur dalur, sem á þeim stað liggur í vesturátt út að ánni Ivreppu. Stórir hópar gæsa hófu sig garg- andi til flugs, við komu mína. Hjer hafði jeg aðeins stutta viðdvöl, þvi nú var farið að skyggja og jeg vildi reyna að komast að ánni áður en dimt væri orðið, en það tókst nú ekki. Nú er farið upp eftir dalnum í suðvestur þangað til hann endar, um 2 kílómetra, siðan i vestur yfir mjög lágan liáls og þá blasir við nokkuð stórt stöðuvatn, sem er lón, myndað af Kreppu. Jeg fór nor'ðan- megin við vatnið að ánni, en þá var orðið dimt. Svo mikið var þó hægt að sjá, að áin var i tveim heldur mjóum kvíslum og vatns- magnið þvi líklega með minna móti, en að leita að straumbrotum í myrkr inu áleit jeg til einskis gagns og þar að auki var krókaleið að komast á leirurnar þaðan sem jeg var stadd- ur. Jeg stóð nokkuð lengi og hugs- aði um hvað væri hægt til bragðs að taka, en mig langaði til að hafa fyrsta þröskuldinn að baki mjer og loksins rak jeg hestana út í kvislina,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.