Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 16

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 16
8 JÓLABLAÐ FÁ^KANS 1943 ar, og' þar og hvergi annarsstaðar eiga þeir iieima. Undir kórgölfinu hafa verið grafnir ýms- ir merkir menn aðallega biskupar. Þessar fornminjar og gat sem er á norðurvegg liirkjunnar var ekki hægt að flytja burtu nema með mikilli fyrirhöfn og þessvegna eru þær enn á sínum stað. Gatið á veggnum var sett til þess að holdsveikir menn, sem ekki máttu koma i kirkjuna, gætu notið guðsþjónustunnar með því að standa fyrir utan. Þeir fengu meira að segja sakramenti eða voru teknir til altaris gegnum gatið. Dyr þessarar kirkju eru ekki á vesturgafli svo sem ann- ars er venja, heldur á norðurvegg vestast. Þar eru fyrir utan undirstöður að nokkuð stórri viðbyggingu, sem kallað er vopna- hús, þar lögðu kirkjugestir frá sjer vopn sín áður en þeir gengu í guðshús. Kirkjugarðurinn er umhverfis kirkjuna. Þriðja og elsta kirkjan í Kirkjubæ var nokkru austar en Magnúsarkirkjan. Það var Maríukirkja, helguð Maríu guðsmóð- ur og hefir án efa verið fyrsta kirkjan sem •hygð var i Kirkjubæ og þá einnig í Fær- eyjum. Gæsa eða Ása hjet kona sem þá hjó í Kirkjuhæ og Ijet reisa kirkjuna, það mun hafa verið um ellefu liundruð. Nú stendur ekki uppi af þessari kirkju nema lítill hluti af norðurveggnum og' má sjá að kirkjan hefir verið þrettán metra löng. Viðbygging — vopnahús liefir einnig verið við þessa kirkju og sjást enn greini- lega undirstöðurnar. Sjórinn liefir brotið svo mikið af landi jiania að norðurveggurinn er nú alveg á sjávarbakkanum, en hitt er farið í sjóinn. Eftir að munkakirkjan var bygð var Maríukirkjan notuð fyrir líkhús og svo er hún ávalt nefnd nú í daglegu tali. Gæsa húsfreyja, sem ljet reisa þessa kirkju var mikill skörungur og vel efnum búin. Hún fjekk prestlærða menn til að dvelja lijá sjer um nokkurt skeið og talið er að hún Iiafi þá látið reisa kirkjuna. Sagt er að fyrstu prestarnir, sem sungu messu í fyrstu kirkjunni hafi verið á leið til Is- lands en dvalið um tima í Iíirkjubæ hjá Gæsu. Fyrir vestan þessa kirkju sjer enn inóta fyrir kirkjugarði og stíg frá húsunum til kirkjunnar. Um grafir í þessum garði er ókunnugt annað en menn vita með vissu að Erlendur biskup sem bygði Magnúsar- kirkjuna, var grafinn þar. Kirkjugarðurinn sem nú er notaður er umhverfis Ólafskirkjuna. Fyrir utan Kirkjubæ liggur lítill hólmi, sem áður var landfastur, rifið milli lands og hóhnans stóð up úr sjó um flóð. Landið hefir sigið þarna nokkuð mikið svo nú fljóta bátar yfir rifið um fjöru. Sagt er að elsta túnið í Kirkjubæ hafi verið landmeg- in við hólmann, sem þá var lítið eitt hærra nes. í liólmanum voru mörg liús, aðallega hjallar fyrir kjöt og fisk, nú standa að- eins eftir undirstöðurnar, sem eru úr hlöðnu grjóti. Veggirnir eru mjög þykkir, suinir fjórlaga, það er að segja fjórir stein- ar í veggbreidd, en slíkir veggir eru um eða yfir tveir metrar á þykt. Það er dálítið einkennilegt að þessir hjallar í hólmanum og auk þeirra þrír á landi liafa verið bygð- ir með sama lagi og tíðkaðist á Grænlandi áður fyr, meðan þar var biskupssetur að Görðum. Eins og jeg sagði áðan, vita menn ekki með vissu hvenær bygð var reist í Kirkju- bæ, eða hverjir bjuggu þar fram lil ársins % Tveir bekkjagaflar úr kirkjunni í Kirkjubæ. Til vinstri: í hringnum mgnd af skjaldarmerki Eiríks konungs af Pommern og Filippu drotningar, en að neðan Elísabct hin helga, sem kgssir krgnda Maríu guðsmóður. — Til hœgri í hringnum skjald- aimerki og á þvi tveir baglar í skákross, mítur og hjartarhorn á pgramída úr kúlum, en að neðan Maria meg mcð Jesúbarnið. eitt þúsund og tuttugu, en frá þeim tíma vita menn um alla búendur þar. Þórhallur riki var fyrstur óðalsbóndi, sem menn vita nafn á. Eftir hans dag tók við Sigurður, árið eitt þúsund og þrjátíu, en eftir liann Birna, sem gift var Sjúrða Þorlákssyni af ætt Götuskeggja, liann var frændi Þrándar í Götu, sem allir Islendingar kannast við þó ekki væri nema vegna orðatiltækisins. Þau Birna, sem venjulega var kölluð Straumeyjar-Birna, voru vel í álnum. Þeg- ar Birna fjell frá fengu dæturnar, sem voru þrjár, væna arfahluti: sú elsta fjekk Aust- urey, næst stærstú eyna í Færeyjum, sú næsta fjekk Vogey, en sú yngsta, sem var Gæsa og jeg hefi áður minst á, fjekk Kirkjubæ, sem var heimabólið, en það var þá hálf Straumey. Gæsa bjó lengi ekkja og hjelt sig rík- mannlega. Hún hjelt fyrstu þrjá biskupana eins og jeg vjek að áðan og um tíma þann fjórða. Sá hjet Matthías og honum tókst, ef til vill með elcki alveg stranglieiðarleg- um hætti, að ná jörðinni undir stólinn árið ellefu hundruð og fimtíu. Eftir daga Matthíasar sátu þar svo þrjá- tíu biskupar fram að siðskiftum eða alls þrjátiu og fjórir biskupar í kaþólskum sið en sá þrítugasti og fimti eftir siðaskiftin, en hann flutti síðar til Þórshafnar vegna þess að sjóræningjar sóttu liann heim hvað eftir annað, og þar með var lokið veru. biskupana í Kirkjubæ. Þetta var árið 1557. Þá tóku við jörðinni kóngsbændur og hefir sama ættin setið þar síðan, mann fram af manni og er jeg sá fjórtándi i röð- inni. Margt stórmenni hefir að sjálfsögðu ver- ið í Kirkjubæ á þessum árum, en frægastur þeirra sem koma við sögu Kirkjubæjar mun vera Sverrir konungur Sigurðsson. Skal jeg nú lofa ykkur að lieyra í fáum orðum hvernig sagan um fæðingu hans og uppvöxt er sögð í Færeyjum. Móðir Sverris hjet Gunnhildur og var við hirð Sigurðar konungs munns. Hann átti svo sem kunnugt er mesta fjölda barna með ýmsum konum, en börn lians urðu yf- irleitt ekki langlíf. Þegar Gunnhildur kendi sín, flýði hún þessvegna frá hirðinni alla leið til Færeyja og gekk í þjónustu Róa biskups í Kirkjubæ sem fjósakona. Fjósið var nokkuð frá bænum, en hjá því var lítið hús og bjuggu þar gömul hjón. Hjá þeim fæddi Gunnhildur barnið með leynd og önnuðust þau það síðan, en Gunnhiídur gat skotist kvölds og morgna til að gefa barninu brjóst. Þegar voraði varð þetta erfiðara viðfangs og tók liún því það ráð að fela barnið í holu riokkuð liátt upp í fjallslilíðinni fyrir ofan bæinn. Holan, sem kölluð er Sverrishola, er svo stór að þar geta staðið 24 kindur inni á vetrum. Þarna geymdi liún barnið, hlóð garð fyrir munn- ann til varnar og vitjaði barnsins eins og áður kvölds og morgna. Uni hjet maður og var bróðir Róa bisk- ups. Hann var í Noregi hjá Sigurði kon- ungi, var vopnasmiður hans. Hafði hann felt liug til Gunnhildar, en hún vildi ekki eiga hann. Þegar Gunnhiidur hvarf frá hirðinni, fór Uni að leita að henni en fann liana hvergi. Hann festi þá ekki lengur yndi í Noregi og fór heim til hróður síns i Kirkjubæ, og þar hittir liann aftur Gunn- hildi. Hann hefir þá aftur upp hónorð sitl en Gunnhildur færðist enn undan. Uni veitti því eftirtekt að Gunnhildur fór á hverju kveldi upp í fjallshlíðina og laum- aðisl eilt sinn á eftir henni til þess að grenslast eftir erindi hennar. Svo var það einn morgun þegar Gunnhildur kom að vilja harnsins, þá var Uni þar fyrir og ljelc sjer við drenginn, en leikfangið var kylfa úr gulli segir sagan. Gunnhildi varð svo hverft við þegar hún sá Una, að liún var nærri dottin fram af sillunni, sem er fyrir framan holuna. Uni bað hana að vera eklci lirædda, sagðist vita liver væi'i faðir barns hennar, og ef liún vildi eiga sig skyldi hann segja biskupinum bróður sínum að liann væri faðir drengsins. Þessu játaði Gunnhildur og fóru þau síðan með dreng- inn lil Róa hiskups, og voru litlu síðar gef- in saman. Þau fóru síðan til Noregs og höfðu drenginn með sjer, en komu aftur til Færeyja þegar drengurinn var fimm ára gamall og þurfti að fara að hugsa um að lcenna Iionum, en það starf var ætlað Róa biskupi. Sverrir óx upp hjá Róa bisk- upi, lærði til prests hjá honum og átti síð- an Ástríði dóttur hans. Með henni átti hann fjögur börn tvo drengi og tvær stúlkur. Drengirnir hjetu Sigurður og Hákon en dæturnar Sesselja og Ingibjörg. Öll börnin fæddust í Kirkjubæ og voru alin þar upp hjá afa sínum Róa biskupi. Þegai- Sverrir hafði tekið prestvígslu gekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.