Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 21

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1943 Jólasaga eítir Sophus Banditz: Eókín sem Manl hrós Það var kvöld eitt að haus- lagi á prestssetrinu i Týslundi yfir á Jótlandi. Sjera Borup hafði nýlokið við að lesa „Ber- lingsku tíðindin“ og fengið að- stoðarprestinum blaðið. Frá að- stoðarprestinum gekk það til prestsdætranna og þaðan barst það til frúarinnar — það fór alveg eftir sömu virðingarröð eins og jafnan var fylgt, þegar síðdegiskaffinu var rent í boll- ana. „Almáttugur, bvað þetta hlýt- ur að vera merkileg bóli!“ hróp- aði ungfrú María u]>j) yfir sig, og leit sem snöggvast upp úr blaðinu. „Hvaða bók?“ spurði ungfrú Lovisa, systir hennar. „Bókin, sem getið er um hjer í „Tíðindunum", ný skáldsaga, er nefnist „Klara“. Hugsa sjer, það er sagt, að langt sje síðan að jafngóð og skemtileg bólc hafi verið samin hjer.“ „Já, jeg tók lika eftir ritfregn- inni,“ sagði aðstoðarpresturinn, og presturinn ljet þess getið, að það væri illa farið, hve dýr bókin væri; ella mvndi liann hafa keypt bana; „það lilýtur eittlivað að vera varið í liana eftir umsögn blaðana að dæma.“ Úti í sveitum bera menn að jafnaði virðingu, sem óþekt er í kaupstöðum og bæjum, fyrir hverju orði i blöðunum, þ. e. í því blaði, sem þeir kaupa sjálf- ir, en ekki öðru. „Berlingsku tíðindin“ hæklu „Klöru“ — þar af leiðandi lilaut „Klara“ að vera ágæt bók, að minsta kosti á prestssetrinu í Týslundi. Þrátt fyrir alt og alt reyndist það nú svo, að fleiri blöð hrósuðu bók- inni. Menn keyptu hana og lásu, vitnuðu í hana, útskýrðu hana og töluðu um hana. Á aðeins hálfum mánuði var prestsfjöl- skyldan í Týslundi i 2 sam- kvæmum, þar sem „Klara“ var aðalumræðuefnið. „Það er gremjulegt, að verða að haga sjer eins og heimsk gæs, þegar maður kemur út á meðal manna,“ sagði María, sem mest- an áhugann hafði fyrir bók- mentum þeirra systra. „Allir aðrir en við hafa lesið „Klöru“ og gela tekið þátt í umræðum um liana; — það er mjer næst skapi að kaupa bókina sjálf.“ „Guð komi til, María! Ætl- arðu að henda fimm krónum út fyrir bók?“ varð ungfrú Lovísu að orði. „Það verður þá elcki mikið um jólagjafir frá þjer.“ „Ef til vill fáum við bókina úr lestrarfjelaginu, þegar það sendir okkur bækur í næsta skiftið,“ mælti frúin eins og til að gera dætur sínar vongóð- ar og rólegar. „Nei, svo vill nú ekki vel til,“ andmælti María. „Prófasturinn, sem er formaður fjelagsins, tekur altaf nýju bækurnar, sem nokkuð er varið i, lianda sjálf- um sjer, og lieldur þeim þangað til allir heima lijá honum hafa lesið þær, en svo sendir hann Friðriksen malara þær, eins og við vitum.“ „Nokkuð er hæft í þessu,“ svaraði gamli presturinn sam- sinnandi. — Það fór líka svo sem María hafði sagt, þvi að ekki barst þeim skáldsagan „Klara“ í næstu bókasendingu, heldur liðlega samin grein um „Kirkjusögulega þýðingu liinna Psendo-Isidorsku Decretala“ — og svo nokkru siðar hefti af „Græna riddaranum“. —- Það var lítið upplyftandi. — — „Jeg held, að jeg fari yfir að Eikilæk til sjera Lassens,“ sagði aðstoðarpresturinn einu sinni síðla dags. „Jeg hefi hevrt, að liann hafi fengið „Klöru“ lánaða í bænum, og ef til vill myndi hann lofa okkur lílca að lesa bana.“ „Já, gjörðu það, kæri Jensen,4 varð prestinum að orði. „Mig langar líka sjálfan svo mikið til að lesa hana.“ Og svo labbaði vor „kæri Jen- sen“ af stað og svo og svo kom Jensen til sjera Lassens og bar upp erindið. ----- Marteinn Lúther var stór- menni, en mikið tjón var það, að liann skvldi ekki reynast svo framsýnn, að hann gæti reikn- að þróun tímanna út að fullu. Þegar liann samdi skýringar sínar við 10. boðorðið, þá lagði bann mannanna börnum ríkt á hjarta, að eigi mættu þau „girn- ast uxa nje asna, þjón eða þernu náungans", og þessi skýr- ing hans hefir baft áhrif, þvi að það verður að viðurkennast, að sjaldgæft muni vera að nokk- ur komi og biðji um kú eða vinnukonu að láni. Öðru máli skiftir um bækurnar; um þær biðja menn, án þess að láta sjer bregða, og svo „lyktnæmt“ fólk er til, að það befir uppi á því, jafnvel á löngu færi, el' einhver kunningi kunningja þess hefir keypt sjer bók, sem gám- an kynni að vera að lesa og reynandi væri að ná i. Það hefði því sannarlega komið sjer vel, ef Luther gamli liefði látið skýringar sínar við 10. boðorðið ná berum orðum til bókanna. Nú jæja, þetta gerði hann nú ekki, og þar af leiðandi má varla lá aðstoðarprestinum, þótl liann í þennan fyrrgreinda mund notað sjer „hesta postul- anna“ og hjeldi til Eikilækjar, og þá var hann svo lieppinn að liitta fjölskylduna heima. Ferðin bar binsvegar engan árangur. Sjera Lassen bafði að sönnu fengið bókina lánaða bjá vini sínum, en var nú fyrir löngu búinn að lána hana einum vina sinna og lofa öðrum þrem að fá hana að láni á eftir, svo að fjölskyldan í Týslundi var engu nær. „Jæja, komi tímar, koma ráð,“ sagði sjera Borup; „við náum áreiðanlega ein- hverntíma í bókina.“ — Jólin nálguðust óðfluga. Það var aðeins vilca til jóla. „Á morgun verðum við endi- lega að fara sleðaferð í kaup- staðinn," sagði frúin við mann sinn. „IJugsaðu þjer, við erum enn ekki farin að kaupa neitt til jólanna.“ „0—o, þú með jólagjafirnai þínar, — jeg kæri mig ekki um neina,“ svaraði presturinn. Þau ummæli hans studdust við góð rök og munu teljast bæði eðli- leg og x-jettmæt, þar senx lians góða kona gaf manni síiium jafnan eitthvað, sem liana lang- aði sjálfa til að eignast, svo sem borðstofugluggatjöld, borð- dúka o. fl. þ. b. Nú, annað mál er það. Auð- vitað fór það eins og æfinlega, þar seixi gotl skiplag er á bús- stjórninni — frúin rjeði og næsta morgun beið sleði úti fyrir dyrum pi'estssetursins. Að- stoðai'prestui'inn og imgfrú María, sem bæði ætluðu i kaup- staðinn, voru dúðuð i feldi og sjöl, meðan Niels ökunxaður veitti viðtöku leyndai’málum bemilismanna, skrifuðunx á smámiða, „svo að ekkert gleymdist.“ Og svo var lialdið af stað. „Muna nú eftir að kaupa 2 lóð af •kardemommum, Níels minji, —r jeg gleymdi því áðan,“ kallaði fi'úin á eftir þeinx. En innan stundar lxeyrð- ist ómur sleðabjallana ekki lengur. Inni í kaupstaðnum skildust leiðir aðstoðarpx'estsins og ung- frú Mai'íu, eftir að þau liöfðu dx’ukkið saman súkkulaði, sem hann boi'gaði. Maria leit inn i tiskuverslun, vefnaðarvöruversl un, lyfjabúð og á „50 aura út- sölu“, og loks síðdegis leit hún inn til bóksalans. Jeg ætla að fá skáldsöguna „Klöru“, sagði hún. Hin bókmenta-elska ungfrú Max'ía bjó nfl. yfir þeiri'i kæn- legu fyrirætlun, að gefa Lovísu systur sinrii bókina í jólagjöf, þó ekki aðallega vegna þess, að hún lijeldi að Lovísu mundi þykja sú gjöf svo góð, lieldur engu síður sakir sjálfi'a sín, þar sem hana langaði svo sárt til að lesa bókina, en kunni hins- vegar ekki við. að kaupa liana handa sjálfri sjer. „Því miðui',“ sagði bóksalinn; bún er uppseld.“ „Guð, — það er ómögulegt! — En get jeg ekki fengið lxana senda heim til nxín fyrir jól?“ spui'ði María, rnjög niðurdi'egin. „Nei, alls ekki fyrir jól,“ hljóðaði hið huggunarsnauða svar bóksalans. „Upplagið er alveg þx'otið hjá útgefandanum og ný útgáfa kemur ekki á mai'kaðinn fyr en eftir jól.“ „Þetta var agalega grexriju- legt,“ varð Maríu að oi’ði í kvörtunarrómi. ,,„En skyldi hún nú ekki vera til bjá Truelsen?" „Nei,“ var svai'ið; „hann seldi seinasta eintakið í gær. Jeg átti 4 eintök eftii’, en þau fóru öll i dag — það er mikið sóst eftir þessari bók.“ Svo ók þá Mai'ía heim unx kvöldið, án „Klöru“, en með aðstoðai'pi'estinunx. Og um kvöldið, er Niels ökumaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.