Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 49

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 49
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1943 41 Það snjóaði án afláts. Göl- urnar voru livítar og hreinar. bað sásl varla spor í snjónum. Ari Ástvaldur gekk greitt upp i hæinn. Hann hlakkaði lil að hátta ofan í rúni. Það var nolik- uð langt síðan liann liafði hafl ráð á því að sofa í rúmi með hvítum lökum, undir hlýrri sæng. ■ Ilann hjeil fimmkrónaseðl- inum í luktum lófanum niðri í vasarium, og fanst með sjálfum sjer, að nú væru honum allir vegir færir. Hann öslaði snjóinn eftir þröngri og skuggalegri götu. Enn allt í einu stansaði hann og klóraði sjer í höfðinu. •— Hann stóð stundarkorn, eins og liann væri að lnigsa. Svo smelti hann með króklopnum fingrunum og sneri í aðra átt. Þetta var alveg satt. Hann var með fimm-kall í vasanum, og herhergið hjá lienni Möggu gömlu kostaði þó fjandann ekki nema þrjár krónur. Fyrir tú- kallinu, sem af gekk, gat hann fengið sprittblöndu á pela hjá honiím Láfa í kjallaranum. Þá er það slco fullkomnað, sagði hann við sjálfan sig og herti enn meira á göngunni í áttina til kjallarans, þar sem Láfi hjó. Það var annarleg k}rrð yfir hænum. Ekkert fólatak. Snjór- inn hvítur og sporlaus í allar áttir. — 1 nálægu húsi lieyrðust ómar syngjandi barnsradda. - Skjrndilega staðnæmdist hann og' leit um öxl. Hann hafði heyrt eitthvert hljóð að haki sjer. Hann skimaði í allar áttir, en sá ekkert. Svo kom liann all í einu auga á eittlivað, sem hreyfðist í skugga undir einum húsveggnum. Hann ypti öxlum og ætlaði að halda áfram ferð sinni, því að hann var að flýta sjer. — En þá heyrðist hljóðið aftur. Og enda þótt Ari Ástvaldur væri ekki forvitinn að eðlisfari, eða gjarn á að blanda sjer í hagi annara, þá sneri hann samt við og gekk inn í skuggann undir húsveggn- um, til þess að vita hvað það væri, sem heyrðist þar og' gæfi frá sjer hljóð á s'jálfri jólanótt- inni. Það munaði engu hvort sem var, þótt hann legði þá lvkkju á leið sína. Undir húsveggnum stóð lítil telpá hálfhogin og krafsaði í snjónum með berum höndun- um. Hún leit upp þegar Ari Astvaldur kom, og stór tár runnu niður efth- kinnum lienn- ar. Og nú vissi Ari Ástvaldur hvaða ldjóð hann hafði heyrt. Telpan grjet. „Af hverju grætur þú?“ sagði hann, til að segja eitthvað. Telpan beygði sig aftur niðui og hjelt áfram að krafsa í snjón- um með heruni höndunum: Lík- ami liennar slcalf af þungum ekka. Fyrst í stað svaraði hún engu. Grjet hara og rólaði i snjónum. Eins og henni find- ist tilgangslaust að gera aðra þátttakandi í sorg sinni. „Ertu að leita að einhverju?" spurði Ari Ástvaldur, —- þótt hann sæi að hún var að leita í snjónum. „•Tá jeg — jeg — týndi peningum,“ sagði hún á milli grátsoganna. „Peningum,“ ál Ari Ástvaldur eftir og fór að skima í kring- um sig. — „Viltu hjálpa mjer að leita,“ sagði hún og' leit upp til lians tárvotum augum. Umsvifalaust lagðist Ari Ast- valdur á hnjen í snjóinn og tók að róta lionuin á háða bóga. — Eftir drykklanga stund stóð liann á fætur og sagði: „Það þýðir ekkert að leita að pen- ingum i þessum snjó!“ Hann hristi snjóinn af buxnaskálm- impm. Svo hætti harin við: „Var það stór peningur?“ „Fimm króna seðill,“ snölcti telpan og hjelt áfram að leiía. „Nú, —- fimm krónur — var það svo mikið?“ „Já. Afi minn gaf mjer liann í jólagjöf. Jeg er að koma frá að heimsækja hann og .. . .“ Hún komst ekki lengra fyrir grálekkanum. „Ertu viss um að þú hafir týnt lionum hjer?“ „Jeg held það. Jeg var með hann í kápuvasanum. Og svo þegar jeg staklc hendinni i vas- arin, þá — þá var hann farinn.“ „Það var skítt,“ sagði Ari Ástvaldur og klóraði sjer í höfð- inu. „Það var svei mjer skítt!“ Stundarkorn gekk hann hálf- hoginn fram og aftur um göt- una og leitaði að týnda seðl- inum. En hann var hvergi að finna. Ari Ástvaldur var óvanur slikri áreynslu og hann verkj- aði í hakið. Hann settist á næstu húströppur og bljes mæð- inni. Tók bjórflöskuna sem Lúlla amrna hafði gefið honum, opnaði hana á steinkantinum á tröppunum og fjekk sjer væn- an sopa. Svo hallaði liann sjer upp að húsinu og hjelt áfram að hlása mæðinni. Hinu megin götunnar lá litla telpan á fjór- um fótum í snjónum og leitaði að peningnum sínum. Alt í einu hljómuðu barns- raddirnar, sem liann hafði áð- ur heyrt, ofar í götunni. Þær sungu hátt og skært og ómur þeirra barst langt úl í kvöld- kyrðina „Heims um hól . . . .“ Ari Ástvaldur sat á tröppun- um og hlustaði. Og alt í einu hlandaðist söngur harnanna sárri, kvalafullri stunu grátandi barns hinu megin við götuna. Hann leit þangað og sá að telpan litla hafði gefið upp alla von. Hún gekk hægt niður eftir götunni og skalf af innibyrð- um grátekka. „Heimi í hátíð er ný .......“ sungu harnsraddirnar, — og öll hin barnslega jólahamingja hljómaði í söng' þeirra. — Ari Astvaldur sat og hlustaði. — Svo var eins og liann væri skyndilega vakirin upp af vær- um svefni. Hann spratt á fæt- ur. Bjórflaskan, sem stóð við hlið hans, valt niður af tröpp- unum og livarf í snjóinn. Hann veitti því ekki athygli. Hann hljóp niður eftir götunni, á eft- ir telpunni og náði henni við götuhornið. „Jeg fann seðilinn þinn.“ sagði hann. „Fanstu seðilinn!“ kallaði litla stúlkan. Andlit hennar ljómaði og tárvotu augun tindruðu af hjartanlegri gleði. „Hjerna,“ sagði Ari Ástvaldur. Upp úr vasa sínum dró hann samanhrolinn fimm krónu se'ðil og rjetti henni. — Ilún greip seðilinn báðum höndum og horfði á liann drykklanga stund, — eins og hún tryði varla sín- um eigin augum. — Svo tók hún viðbragð, stökk á Ara Ast- vald vafði handleggjunum um hálsinn á honum, þrýsti tárvot- um vanga sínum að kinn hans og kysti hann. „Þakka þjer fyrir,“ sagði liún. „Þakka þjer fyrir . Og gleði- leg jól!“ — svo var hún horfin fvrir hornið. Ari Ástvaldur ypti öxlum. Svo gekk hann aftur að tröppunum, sem hann hafði setið á. Hann ætlaði að taka hjórflöskuna sína. En hún var horfin af tröpp- unum. „Ojæja,“ sagði hann og brosti. „Það týnist alt í þessari götu,“ hætti hann við og hjelt leiðar sinnar. Hann gekk ekki lengur í áttina til Láfa í kjallaranum. Hann mundi eftir skúr niðri við sjóinn, þar sem róðrarbát- arnir geyma lóðirnar sínar. Skúr- garmi, sem allstaðar var hægt að skríða lit um og inn um. Hann hafði áður legið þar með lóðarflækju undir höfðinu og strigapoka ofan á sjer. Finnur Th. Jónsson. an þess að rispa ViM hreinsar best eld- húsgogn heldur timbri blettalausu ViM eyðir ohrein- índum íljótt og vel * & V V; >&<*c o'n' VIM er orugt íljot- Wirkthremsiduft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.