Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 45

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 45
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1943 37 ► Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? SErhard Haupímann ÁRIÐ 1889 koma þrjú leikrita- skákl, sem siðar ur'ðu heims fræg, fram á sjónarsviðið. Einn þeirra var Hermann Sudermann, annar Augusl Slrindberg og sá þriSji Gerhart Hauptmann, sem þá liafði samið fyrsta leikrit sitt, Fyrir dögun. Það var sýnt á IJeutsche Freie Theater árið 1889, og var tal- ið, að það hefð liaft samskonar á- hrif i Þýskalandi og Máster Olaf eftir August Strindherg hafði í Sví- þjóð. Það er óvjefengjanlegt að Gerhart Hauptmann var snillingur sem leik- ritaskáld, en aldrei virðist hann hafa fundið neitt ákveðið form, 'sem honum hafi þótt rjett að gera að sinu, til þess að ná sem best til- gangi sínum. Til dæmis eru Vefar- arnir, leikur, sem sýndur var í fyrsta sinn 1892, einstæðir i sinni röð fyrir það, að þar eru engar að- alpersónur heldur sýnir leikurinn flokk manna, en ekki einstaklinga. Hinsvegar snýsl Sokkna klukkan um aðeins einn mann og baráttu hans.. í Michael Kramer eru þao tveir menn, sem draga að sjer alla athyglina. Faðir Gerharts Hauptmann var gestgjafi og i fyrstu var svo til ætl- ast að Gerhart yrði bóndi. En hann liafði bersýnilega miklu meiri á- huga fyrir listum en landbúnaði. Eftir tveggja úra nám á listskóla og eins árs háskólagöngu í Jena, svo og ferðalög um ýms lönd, settisl liann að í Róm, sem myndhöggvari. Heilsu sinnar vegna fluttist hann þó til Þýskalands, því að þar var sval- ara loftslag, og eftir nokkra baráttn við sinn innra mann lagði hann höggmyndalistina á hilluna en fór að skrifa bækur. Um það leyti sem Fyrir dögun kom úl virtust Þjóðverjar hafa gleymt frægð hinna gömlu andans jötna sinna, Goethes og Schillers og Lessings. Þeir lásu aðeins rit franskra, rússneskra og skandina- vislcra höfunda. Og ekki var liægt að segja, að hið fyrsta leikrit hans fengi almenna hylli. En liann lijelt ótrauður áfram, eigi að síður og samdi fleiri raunsæisleikrit, svo sem Ilenschel ökumaður, Einmana fóll; og svo Vefarana, sem varð frægasl þessara leikrita hans. Árið 1910 hafði stefna hans sigrað i Þýska- landi. Realisminn einn fullnægði ekki listkröfum Hauptmanns. Árið 1893 hvarf liann að liinni rómantisku stefnu og samdi draumleikinn Himnaför Hönnu litlu, sem sýiulur hefir verið hjer í Reykjavik, og 1897 kom Sokkna klukkan, sem höfund- urinn kallar „könnun á listrænu hugarfari.“ Þetta er tvímælalaust frægasla leikrit Hauptmanns. En þó að leikrit Hauptmanns hafi orðið víðfræg telja ýmsir gagnrýn- endur, að einmitt leikritið sje það káldskaparform, sem honum hafi látið eina síst. Margir telja hann besta ljóðskáld síðari tima. Einnig hefir han nskrifað margar frægar skáldsögur; mun Atlantis, sem kom út 1912 vera víðfrægust þeirra. En einmitt það sama ár fjekk Haupt- mann bókmentaverðlaun Nobels. Sokkna klukkan Frumsýning 2. des. á Deul- sches Teater i Berlín. Leikurinn gerist i fjöllnnum yfir dalnum, hieysi Heinrichs, klukkusteypa- arans í dalnum. TjEINRICÍi, sem er frægur klukku- ■“■steypari, á aðeins eitt áhugamál, að gera klukkur með hreinni og fegurri ldjóm en áður hafi þekst, klukku, sem sje verð þess að hringt sje með henni í litlu kirkjunni á fjallstindinum, þannig að allur lieim- urinn geti heyrt hringingarnar. Þeg- ar loksins kemur að því að honuin finst sjer hafa tekist þetta, leggur hann af stað með klukkuna á sterk- um vagni, sem átta hestum er beitl fyrir. Presturinn, bakarinn og kenn- arinn, ásamt fjölda fólks úr þorp- inu, fara með lionuih gangandi, til þess að lijálpa til að hengja klukk- una upp. Þegar komið er hálfa leið upp á fjallið brotnar eitt hjólið und- an vagninum, hann veltur um og Heinrich og klukkan hrapa fram al' bergbrún ofan í hyldýpisgjá með vatni og klukkan veltur ofan í botn. En Heinrich lendir í trjágreinum á leiðirini og þær taka af honuin fall- ið, svo að hann kemst lífs af, en er •þó hálfmeðvitundarlaus þegar hann kemur í kofa töframannsins Wit- tikins. Hin fagra álfamær Rautendelein fósturdóttir lians ætlar að taka lleinrich að sjer og hjúkra honum, en þá koma þeir presturinn, bakar- inn og kennarinn, sem taka hann og bera hann með varkárni heim í hreysi lians i dalnum. Hin ástrika kona Heinrichs tekur sjer ekkert nærri hvernig farið hefir með klukkuna, ef „aðeins hann, meistar- inn, bjargast lifs af“. En Heinricli skilur þetta óhapp svo, að það sje bending af himni um það, að þetta kapp hans í klukkugerðarlistinni sje Guði vanþóknanlegt. Og hann langar ekkert til að ná bata aftur eftir á- l'allið. Meðan hann liggur milli heims og helju kemur Rautendelein til hans, dulbúin sem þerria af veit- ingakrá. Ilún fær hann til að l'esta trúnað á að ef hann taki sjer ból- festu upp í fjallaloftinu, geti lioniim lekist að búa til fullkomna klukku. Og nú skilur liann við liús og lieim- ili og fer með Rautendelein upp i fjöll. Fjallabúarnir hjálpa honum með tregðu og semingi, en þarna tekst honum samt að smíða undur- samlega hljómfagra klukku. En nú er hann orðinn fjallabúi. Hann neit- ar að hverfa heim aftur, hvernig sem hinir gömlu grannar hans i dalnum biðja hann, og þegar þeir reyna að neyða liann til þess að yfir- gefa fjöllin og komast undan áhrifa- valdi Rautendelein, þá rekur hann þá á burt. En það sem grönnunum mistekst tekst sýninni, sem Heinrich sjer: Börn hans tvö birtast lionum og' bera þau á milli sín leirker, fult af tárum móður sinnar. Og þegar þau fara að tala heyrir liann hljóm sokknu klukkunnar, sem börnin hringja með dauðum höndum, og tónarnir verða svo sterkir að þeir hrífa Heinrich frá hinum fulkomna sigri, er hann hefir unnið í fjöll- unum, til þeirra ófullkomnu verka, er hann hefir unnið í dalnum. En Rautendelein, nornin, samþykkti að giftast Nickelmann, sem er „andi allra vatna.“ Iín köllun sú, sem Heinrich fær frá hinu ófullkomnaða listáverki sinu, sokknu klukkunni, reynist honum þó þyngri en liann fái af- borið liana. Hann reynir að komast upp i fjöllin aftur, og sclur líf sitt fyrir það, að fá að sjá Rautendelein í síðasta sinn — kvenveruna, sem ein hafði getað gert honum mögu- legt að búa til alfullkomna klukku. Athugið það að svona líta þau út íslenzku jólaspilin Fást í næstu búð Heildsölubirgðir: Magnús Kjaran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.