Fálkinn - 17.12.1953, Side 23
1
i
Giftingarhringir Lúthers og Kathar-
inu, sundurlausir og samansettir.
NOKKRUM 1 dögum eftir gifting-
una liélt Martin Lúther vinnm
Og vandamönnum vcislu. Þar eru for-
eldrar hans, hœði göniul, og Hans
ganili, sem hafði tekið sér nærri er
Martin fór i klaustur. leikur nú á als
oddi og cr hinn ánægðasti með tengda-
dótturina. Þetta er dýrðleg veisla, ])ví
að kjörfurstinn hefir sent Lúíher
bæði mat og vín í hrúðkaupsgjöf.
En einn gestinn vantar, rneira að
segja besta vin Lúthcrs, Philip Mel-
ankton. Hann er deigur að eðlisfari
og hcfir nú heyrt sögur, sem valda
honum alvarlegúm kvíða.
Torgau er. iítiil bær og gróusögurn-
ar berast fijótt. Bæjarbúar liafa óspart
hneykslast á Rvi að munkar og nunn-
ur gifti sig. En að Lúther geri sig
sekan um slikt atliæfi — maður sem
þó var eitthvað ineira en algengur
munkur — tók út yfir allan jíjófabálk.
Fólkið réð sér ekki fyrir gremju. Og
var skelkað um leið.
Því hafði verið spáð að þegar Anti-
Kristur fæddist mundu foreldrar hans
verða munkur og nunna. Og nú vænti
fóik komu Anti-Krists á næstunni.
Það var æpt að nýju hjónunum,
skömmunum rigndi yfir þau og þau
voru ckki óhult um líf sitt. En Lúther
var hvergi hræddur. Þegar Katliarina
grét og hjúfraði sig að honum sagði
hann rólega: „Þú ert kona mín fyrir
guði og mönnum, og við skiljum ekki,
hvað sem á dynur. Mundu það!“
En ólgan í fólkinu hjaðnaði von
bráðar. Um næstu jól sendu borgar-
arnir i bænum fallegan dúk að gjöf
„til frú Katharinu Lútlier, konu
doktor Martins".
Nokkrum mánuðum eftir brúðkaup-
ið gaf kjörfurstinn Lúther klaustur
er stóð autt í Wittenberg. Þetta idaust-
ur var í raun réttri gömul höll og
stór og fagur garður í kring. Þangað
fluttust þau hjónin og bjuggu þar í
21 ár, þangað til Lúther dó.
Katharina var góð húsmóðir, ráð-
deildarsöm og liafði góðan smekk.
Hún kunni lika vel til matargerðar
og það kunni Lúther að meta. Klaust-
urlífið hafði sorfið að honum, liann
var fölur og horaður.
Hann hafði livorki neytt svefns né
matar til liálfs meðan hann var að
semja smárit sín og bækur og þýða
Nýja-testanientið. Segist honum sjálf-
um svo frá að þá hafi hann aldrei
búið um rúmið sitt, og dýnan verið
orðin svo hnúskótt að varla var hægt
að liggj:. á henni.
En nú var annað lagið á og hann
var fljótur að ná sér eftir að lia'nn
komst i hjónabandið. Nú réðst hann
í mikið stórvirki: að þýða Gamla-
testamentið. Og nú var öldin önnur.
Nú gat hann etið malinn sinn við dúk-
að borð og frú Katharina sá um að
hann fengi þá livild sem hann þarfn-
aðist. Og í frístundunum gat hann
spjaliað við vini sína og ungu stúdent-
ana sem hann kenndi. Melankton,
Justus Jonas og Bugenhagen áttu allir
heima i Wittenberg og skammt frá
beimili Lúthers var stórhýsi Cranachs
málara. IJann var nú orðinn horgar-
stjóri í Wittenberg.
Lúther og Katharina voru bæði
tónelsk og var mikið sungið og spilað
á beimilinu. Yfir borðum voru jafnan
fjörugar samræður. En stundum brá
til alvöru, svo sem hinar frægu borð-
ræður Lúthers bera vott um.
A þeim ólgutimum sem þá voru,
hafði þeim hjónum tekist að koma sér
upp heimili, sem var svo friðsælt
og skemmtilegt að shks voru fá dæmi.
Hvernig var Katharina Luther gerð,
og hvernig leit hún út?
Frið var hún ekki, þó að hinn frægi
guðfræðingur Erasmus frá Rotterdam
kallaði hana „fegurstu konu Evrópu".
En hún hefir eflaust verið fríðari en
Cranacli málari sýnir liana að jafn-
aði. Honum liætti til að gera andlitin
hörð og beinamikil. Katharina hafði
að minnsta kosti falleg augu, fallegt
liros og fingert hörund. Hún var bein
i baki og virðuleg Qg hefir sómt sér
vel sem húsfreyja.
En menntunin var af skornum
skammti. Hún var ekki greindari en
fólk er flest, og samkvæmt þeirra
tíma hætti hafði hún litla menntun
hlotið.
Nú mætti spyrja: Ilvernig gat kona,
sem var Lúther svo miklu síðri and-
lega, orðið lionum svona mikils virði?
Sumir sagnfræðingar halda því
frám að hún hafi verið mesta skass
— valdagjörn og ágjörn. Einn höf-
undur hefir meira að segja skrifað um
Klaustrið sem Lúther bjó í 21 ár. Það var gömul höll, og velunnari Lút-
hers, Friðrik kjörfursti, gaf honum h ana. Þar réð Katharina húsum og hélt
uppi mikilli rausn.
Katharina von Bora er fædd 1499. Þessi mynd er máluð 1526, ári eftir að
hún giftist Lúther. Katharina varð 53 ára.
hana bók, sem heitir „Djöfullinn í
Wittcnberg“.
En Lútlier segir annað sjálfur. 1
bréfum til vina sinna talar liann oft
um hve dugleg Katharina sé og hve
ómissandi liún sé honum. Hann kallar
hana „ástkæra rifið sitt“ — „Mín
lilýðna og trygga þjónusta" og þvi um
iíkt. Og á’einum stað segir hann: „Eg
vildi ekki hafa skipti á henni og keis-
aradæmi".
Það er auðséð að góð sambúð hefir
verið rnilli hjónanna. Og þó að liún
tæki ekki virkan þátt í starfi lians
l)á liughreysti hún hann og hvatti.
Um Lúther stóðú mikil veður og hon-
Om var ómetanleg stoð að þvl að eiga
gott heimili.
Hann var oft huggunar þurfi. Þessi
andans jötunn, sem oft var hrókur alfs
fagnaðar var stundum svo dapur að
Iionum íá við sturlun. Og þá kom lil
kasta Katharinu.
Einn daginn var hún komin i sorg-
arbúning. , Hvað á lae11a að ])ýða?“
spurði Lúther skelkaður. „Eg er i
sorg af því að guð er dáinn,“ svaraði
hún. Hann starði á hana og spurði
hvert lnin væri að fara. „Guð hlýtur
að vera dáinn úr þvi að svipurinn á
þér er svona,“ svaraði luin.
Og ])á var isinn brotinn. Liitlier
fór að skellihlæja.
Það var ekki vandalaust að vera
húsmóðir í þessu stóra hiisi. Kathar-
ina var önnum hlaðin frá morgni til
kvölds. Hún hafði að vísu margt
vinnufólk en þóttist þurfa að líta cftir
ölln sjálf. Stofurnar urðu að vera
hreinar og þrifalegar, lierbergin allt-
af með uppbúnum rúmum, og til taks
ef gesti bæri að garði, og það var oft.
Þarna komu bæði háttsettir klerkar
og furstar með frúr sínar. Og liún
hafði veg' og vanda af fjármálunum.
Því að Lútiier var óviti á peninga.
Hann liafði að visu prófessorslaun og
gera má ráð fyrir að oft liafi heimil-
inu ltorist gjafir, en þó var oft þröngt
i búi.
Því að Lúther jós út peningum á
báða bóga og lét engan synjandi frá
sér fara. Svo að Katliarina var oft
mædd. Og stundum kom hann heim
með fjölmenni án þess að hugsa um
hvort nokkur matarbiti væri til á
lieimilinu. Katharina varð að sjá fyr-
ir því.
Hún eignaðist sex börn og umönn-
unin fyrir þeim bættist ofan á allt
annað. Og hún varð að sjá fyrir pen-
ingunum lil að kosta börnin til náms.
ög svo langaði hana til að þau hjónin
létu eitthvað eftir sig. Hún fór að
rækta grænmeti til að afla sér auka-
tekna og rak að lokum stóra garð-
yrkjustöð. Henni tókst að eignast
tvær jarðir í nánd við Wittenberg
og rak þar fyrirmyndarbú.
Lútlicr dáðist að þessu og kallaði
liana oft „óðalsfrúna á Lulsdorf", en
svo hél önnur jörðin.
Annað barn þeirra hjóna, telpa, dó
fárra mánaða gamalt, og aðra dóttur,
Magdalenu, misstu þau 13 árum síðar.
Tóku þau sér þann missi mjög nærri.
Lúther (ló 1546 og var þá staddur
í Eisleben, fæðingarbæ sinum. Yngstu
börnin voru svo lilit að Katharina gat
ekki farið að heiman lil að stunda
hann í banalegunni. Eftir að hann
hafði verið jarðaður í Wittenberg
skrifaði hún vinkonu sinni: „Þó að ég
Framh. á næstu bls.
\