Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Side 25

Fálkinn - 17.12.1953, Side 25
•TOLABLAÐ FÁLKANS 1953 £lisc Uolck J)apc: Simon írá Oiyrcnc Ó, pabbi, pabbi! Getur þú ekki bjargað fall'ega manninum? Alex- ander og Rúfus komu hlaupandi yfir akurinn til föður síns, þeir höfðu skroppið til Jerúsalem til að sjá alla skrautlegu sendiher- liðana, sem voru í hópum í borg- inni um þessa mundir. — Pabbi, við sáum fallega manninn, þennan sem við vorum að tala um, manstu, daginn sem við vorum niður við vatnið með henni mömmu, — manninn, sem tók okkur á hné sér og blessaði okkur. En fólkið ætlar að dæma hann óbótamann núna í dag, og það misþyrmir honum og spott- ar hann. — Biðið þið nú hæg, börnin góð, sagði Símon frá Kybene, bið- ið þið hérna, þá skal ég fara inn í borgina og athuga hvað um er að vera, þó að ekki sé það á mínu valdi að hjálpa honum. Símon fór inn í borgina, þetta var rétt fyrir páskahátíðina. Alls- staðar var mikið að gera, það átti að skreyta alla borgina með pálmum og laufi. En þegar Símon kom lengra inn í borgina, sá hann að fólkið var að hugsa um eitthvað annað. Margir grétu hástöfum, aðrir æptu og öskruðu innan um Faríseana og æðstuprestana fyrir utan samkunduhúsin. En siðan fóru flestir upp að „Kastalanum“. Þar hafði Pílatus landshöfðingi kvatt ráðið á fund. Þegar hávað- inn og lætin voru sem mest, sá Símon Jesú, fallega manninn, sem drengirnir hans höfðu verið að segja honum frá. Hermennirnir tóku nú purpurakápu og færðu Jesú í hana, síðan settu þeir kór- ónu úr þyrnigreinum á höfuð honum og hræktu á hann og spott- uðu hann, og fóru svo með hann út á strætið og tóku þungan kross og settu á herðar honum og ráku hann síðan á undan sér um bæ- inn með þessa erfiðu byrði. Þetta var þungur kross, sem Jesús varð að bera. Símon sá hvernig hann kvaldist. Það lá við að hann ör- magnaðist undir þyngslunum. Hann varð að hvíla sig um stund. Þyrnarnir stungust í ennið á hon- um og blóðdropar blönduðust svitanum. Þá kom kona, sem Veronica hét, fram úr mann- þrönginni, gekk að Jesú og lagði sveitadúk á andlit honum. En sjá: þegar hún tók hann aftur var á- sjóna Jesú mynduð á sveitadúk- inn, og síðar reyndist ekki hægt. að þvo myndina af honum. Símon stóð og horfði á og hon- um grömdust þessar aðfarir; hann kreppti hnefana í bræði. Hermpð- ur sem stóð hjá sá þetta. Hann sagði Símoni að taka við kross- inum og hjálpa til að bera hann. Æ, en hvað hann var þungur, og þó voru þeir tveir sem báru núna. Símoni fannst krossinn sligandi þungur, honum fannst sem hann sæi inn í sál hinna fölsku Farisea, sæi inn í sál hinna níu líkþráu, sem ekki sneru við til að þakka Jesú fyrir lækning- una, hann sá Pétur, er hann brast trú til að ganga á vatninu, hann sá musterið, sem kaupmenn, víxl- arar og aðrir höfðu saurgað, hann sá þjóninn, sem ekki vildi gefa samþjóni sínum eftir skuld- irfa. Æ, já! En hvað okið — krossinn — var þungur, þetta var erfið byrði, og alltaf var Simoni að koma í hug allt hið þungbæra og erfiða. Hann sér postulana vera að rífast um hver mundi verða mestur í himnariki, hann sér Jesú við kvöldmáitíðar- borðið á Skírdag gefa Júdasi brauðið, og Júdas læðist sneypt- ur á burt. Hann sér Jesú berjast baráttu sinni einan í Getsemane- garði, og lærisveinarnir eru sofn- aðir, hann sér þegar Júdas svíkur Jesú með kossi, hann sér þegar þeir gripa Jesú höndum og fara með hann til Kaifasar, hann sér þegar Pétur afneitar meistara sínum þrisvar, hann sér Jesú ganga undir krossinum til Gol- gata, og honum finnst sem hann sé sjálfur vera á þúsund mílna dýpi og öll synd veraldar velti yfir hann eins og bjarg, honum finnst þyrnarnir stingast inn í enni hans sjálfs, — nei, nú getur hann ekki afborið þetta lengur, og hann lætur krossinn detta nið-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.