Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 11
48 - 50 Reykjavík, föstudagur lJf. desember 1956. XXIX. Svar aff hínrni Jólahugleiðing eftir Ásmund Guðmundsson, biskup. Þetta er aö þakka hjartagróinni miskunn GuÖs vors: Fyrir liana mun Ijós af hæöum vitja vor, til aö lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauöans. (Luk. 2, 78—79J. ESSI sálmsvers lýsa gildi jólanna fyrir oss. — Jólin eru að koma. Nýr blær fer um jörðina eins og af engla- vængjum, og ósýnilegar klukkur liringja hátíðina inn. Vér verð- um öll börn í anda. Vér þráum Ijós, sem stökkvir skammdegismyrkrunum á flótta, dimmu sorgar og dauða, þján- inga, ofbeldis, kúgunar. Vér þrá- um svar af himni við dýpstu syurningum mannsandans. Hvað- an erum vér komin? Hvert stefn- ir lífi vort? Og hver er tilgang- ur þess? ~Og vér sjáum Ijós renna uyy af hæðum, eilíft, ódauðlegt. Vér sjáum Betlehemsstjörn- una — bjartan geislastaf Ijóma í lágum griyahelli undir litlu húsi i fjallshlíð. Þar hvilir á gólf- inu ung móðir, bros er yfir and- litinu, og hún réttir aðra magn- litlu höndina tíl litla drengsins síns nýfædda, sem hvilir vært við hlið henni, vafinn fátœkleg- um reifum, í fóðurtrogi. Heilag- vr friður og yndi er yfir. Horfum á sveininn unga. Hann mun lýsa hjartagróinni miskunn Guðs, föð- urkœrleik hans til mannanna, sem hann hefir velþóknun á. Hann er Immanúel, Guð með oss. Hann er sönnun anda og kraftar um það, er mestu varðar, að Guð elskar oss. Hann er svar- ið, sem hjarta vort þyrstir eftir: Frá kærleik, fyrir hann og til lians eru allir hlutir. Líf kær- leikans heldur velli. 1 skaparans hendi er dauðinn ekki til. „Ég lifi og þér munuð lifa‘c, mælti Jesús Kristur. Þetta er jólaboðskapurinn til vor. Jólagjöfin mikla, sem öll- um stendur til boða. Svarið af hæðum. Þegar vér gefumst þessum jóla- boðskap á vald og þiggjum svar- ið guðlega, verður bjart umhverf- is oss og i sálum vorum. Þá getum vér tekið undir af öllu hjarta: / niðamyrkrum nætur svörtum upp náðar rennur sól. Þá verða jóláljósin í húsum vorum ímynd lífsins og gleðinnar. Þá líkjumst vér barninu, sem kveikir við logann á kertinu sinu á fleiri og fleiri kertum. Þá flytj- um vér einnig öðrum jólafögnuð- inn, sem eyðist ekki, liversu mörgum sem miðlað er af hon- um, lieldur vex því meir. Jólagjöfin mikla, svarið af hæðum, leggur oss einnig þá skyldu á herðar að gefa öðrum jólagjafir. En munum, að þær eru einskis virði nema kœrleiks- gjöfin ein. Ef svarið: Guð elskar þig, nær að gagntaka sál þína, þá megnar þú einnig að boða öðrum með kærleika þínum: Guð elskar þig. Hversu margir sitja jafnvel á jólum i myrkri og skugga dauðans. Lát svarið, sem þú hefir fengið af lúmni, lýsa þeim. Funi kveikist af funa, líf af lífi, kœrleiki af kærleika. Ég minnist kristinnar hetju, sem sat í fangelsi sökum trúar sinnar. Vinir hans komu að vitja um hann, en þeir fengu ekki inngöngu. Þá lögðust þeir í myrkrinu á klefagluggann hans og reyndu að sjá liann. Hann varð þeirra var. Og liann kveikti á dálitlu kerti, sem var inni hjá honum, gekk út að glugganum með það í hendinni og teygði sig eins hátt og hann gat upp til þeirra. Þeir skildu liann. Hann átti Ijósið frá Guði, og nú var það einnig skylda þeirra að hálda þvi svo hátt á lofti sem þeir máttu. Þetta er það, sem hátíð Ijóss- ms boðar. Ljós lieimsins skín. Það ber sál þinni birtu til þess, að þú getir einnig látið hana berast öðrum. Guð er kœrleikur. Jesús Kristur er Ijómi hans, sem fellur á þessa jörð. Já, frá þínum ástareldi fá allir heimar Ijós. Gleðileg jól í Jesú nafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.