Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 18

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 18
14 ^#^#^*^^*^*^*^*^*^#^*^*^*^*^# JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 Bœnhúsið i 19csímannacyium Sigfjús Johnsen iyrrv. bœiar^ógdi mold í bæniiiisstœðinu og kom þá í ljós legsteinn mikill og veglegur, er við nánari rannsókn reyndist vera legsteinn sálmaskáldsins, séra Jóns Þorsteinssonar, píslarvotts, prests að Kirkjubæ frá 1612 eða líklega fyrr og til 1627. Hann var drepinn i Tyrkja- ráninu 1627 og hefir verið grafinn inni í bænahúsinu, fyrir framan altari og legsteinninn yfir gröfinni, undiv fjalagólfi, sem Iiefir verið í bænhúsinu er þá liefir verið mun stærra. Seinna var í því moldargólf og gólfskán þykk yfir steininum, svo að hann sást eigi. Á steininum er letraður dánardagur séra Jóns Þorsteinssonar, 17. júlí 1627, er kemur heim við Tyrkjaránssögu. Steinninn er nú geymdur í Þjóðminja- safninu. Eftir ósk hr. fornminjavarð- ar Matthíasar Þórðarsonar var farið fram á við hr. konsúl Gísla J. John- sen, að hann léti gera eftirlikingu af legsteini þessum, og var hún gerð í Reykjavík af hr. steinsmið Magnúsi Guðnasyni. Var eftirliking þessi síðan send til Vestmannaeyja sem gjöf frá Gísla J. Johnsen, og stendur steinn- inn nú á þeim stað er bænahúsið stóð. Kirkjan á Kirkjubæ átti sér langa og merka sögu. Bær hét bér áður, er nefndist Kirkjubær eftir að kirkja var sett á staðnum. Máldagi þessarar gömlu kirkju, frá 1269, er varðveittur og er elsti kirkjumáldaginn í Vest- mannaeyjum, sem geymst hefir. Máldagi Nikulásarkirkju á Kirkju- bæ. seltur 1269 af Árna biskupi Þor- lákssyni (Staða-Árna biskupi) og tek- inn upp í Vilkinsmáldaga. Þá átti kirkjan „land á Bílustöðum, kú og 6 ær. Búning sinn. Tjöld um- hverfis, klukkur tvær, glóðarker, kertastika inikil af járni og önnur af messing, glerglugga og guðvefjar- altarisklæði. Silfurkaleik og messu- föt öll nema hökul. Bóðukrossa tvo. Þar skal vera heimilisprestur og veita allar heimilistíðir, messa jafn- an er gjör er til, annan hvern dag, um jólaföstu, cn hvern dag langa- föstu, vigilía hvern aftan um langa- föstu, 3 léktiur. Þangað liggja til til prestskaups fiskatíundir hálfar, og svo annars veiðiskapar, þess, sem þar er tíundað, kirkjutíundir allar að helmingi og svo vaxtollur, en helm- ingur til Péturskirkju þeirrar, er fyr- ir ofan Leiti er (Ofanleiti) ...“ Jarð- arheitið Bilustaðir þekkist eigi nú. Þeirra er getið í seinni máldaga kirkjunnar, en munu þá hafa verið gengnir undan kirkjunni. Komið getur fyrir, að ekki liggi það allt til kirkju, sem henni er eignað i máldögum eða máldagabók og að önnur skjöl geti sýnt það rélta. Krkjubæjarkirkja hefir verið léns- kirkja, en eigi bændakirkja og eign Skálholtskirkju, er orðin var eigandi Vestmannacyja. í Vestmannaeyjum hafði Magnús Skálholtsbiskup Ein- arsson ætlað að setja upp klaustur, en hann fórst i Hítardalsbrennu 1148. Eftirmaður hans, Klængur biskup Þorsteinsson, virðist ekki hafa ihaft neinn áhuga á klausturstofnun- inni. Klængur biskup hafði jafnan mikinn tilkostnað á staðnum. Hann lét reisa nýja kirkju i Skálholti. Af- gjöldin af Yestmannaeyjum, hafa hér Vetetmannaeyjar 1890. mgarhátíðinni 1749, ásamt latneskri þýðingu. Séra Bjarnhéðinn var sonur Guðmundar bónda, kirkjusmiðs og kóngssmiðs (smíðaði konungsbáta) í Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum Eyjólfssonar og bróðir dr. Einars Guðmundssonar, sem fyrstur Islend- inga mun hafa varið doktorsritgerð, dr. phil, við háskóla (i Kaupmanna- liöfn 1793). Ritgerðin var á latínu „Vindici Diokletiani". Vörn fyrir D. keisara. Séra Einar var prestur i Noregi, síðast á fleiðmörk. Merk ætt er frá honum komin i Noregi. Séra Bjarnhéðinn eignaðist fyrir konu Önnu dóttur fyrirrennara síns á Kirkjubæ, séra Guðmundar Högna- sonar (1742—1795), er talinn var meðal allra lærðustu klerka landsins og eru mörg ritverk eftir hann. Er með þessu getið lítillega síðustu prestanna sem þjónuðu Kirkjubæ áður en prestakallið var lagt niður. Frá því kirkjan á Kirkjubæ var lögð niður sem sóknarkirkja og gjörð að bænhúsi, viðhélst skykla lilutað- eigandi prests og safnaðar að halda bænhúsinu við, svo það yrði notað til messugerðar, ef við lægi og eink- um til föstuguðsþjónustu. Þær höfðu verið haldnar þar lengi og í prest- skapartíð séra Páls Skálda voru þar sungnar föstumessur. Bæði prestaköllin í Vestmannaeyj- um voru sameinuð í eitt árið 1837, (sbr. reglugerð 7. júní s. á.), er séra Páll lét af embætti. Fyrsti presturinn í Vestmannaeyjaprestakalli var séra Jón Austmann (af Dalverjaætt) áður prestur í Ofanleitisprestakalli. Tíminn leið og fyrir löngu höfðu stiftsyfirvöldin létt af kvöðum um að halda bænhúsinu við. Var það rifið um 1900, þá með sömu stærð og að ofan getur. Höfundur þessarar greinar kom oft í bænhúsið sein barn og unglingur. Faðir hans hafði byggingu fyrir Bæn- hússjörðinni svokallaðri á Kirkjubæ og fylgdi bænbúsið með. Bjó liann niðri í kauptúninu og nytjaði jörðina, sem var mjög gagnsöm búrekstri hans á umsvifamiklu og mannmörgu út- gerðarheimili, einkum vegna góðra ínytja í úteyjum, sem henni fylgdu, fuglatekju og eggjatöku, sem og úti- göngubeit fyrir sauðfé. Bænhúsið stóð fyrir sig, við enda götunnar i Kirkjabæjarþorpi og fyrir framan það var hlaðin forn stétt. Meðan nokkuð var eftir al' bænahúsinu var sem yfir Kirkjubæ hvíldi einhver fortiðarsvipur, er þvi fylgdi. Á ferðum okkar upp að Kirkjubæ, var oft komið við á Vilborgarstöðum, hjá Guðfinnu, dóttur séra Jóns Aust- manns, og manni hennar, Árna Ein- arssyni meðhjálpara og alþingismanni og útvegsbónda. Áminningar Guðfinnu ömmu minnar um að eigi mætti hafa frammi hávaða eða læti nálægt bæn- 'húsinu, voru óþarfar, því heima hafði verið tekinn sterkur vari fyrir hinu sama. Hjá syni sínum, séra Jóni Austmann á Ofanleiti, dvaldist siðustu æviár sín, uppgjafapresturinn Jón Jónsson, frá Kálfafelli i Fljótshverfi, Runólfssonar á Höfðabrekku. Hann var kominn af Kláusi Eyjólfssyni lögsagnara á Hólm- um í Landeyjum, er ritaði Tyrkjaráns- söguna. Ivláus var bróðursonur séra Ólafs Egilssonar á Ofanleiti, er her- numinn var og ritaði Ferðasöguna, og systursonur Jóns Þorsteinssonar písl- arvotts. Hjá þeim feðgum á Ofanleiti var til handrit af Tyrkjaránssögu Kláusar forföður jieirra, skrifað sennilega af séra Jóni eldra, er var ágætur skrifari. Getur frumritið hafa verið hjá prestshjónunuin á Ofanleiti, séra Pétri Gissurarsyni og konu hans Vilborgu Kláusdóttur Eyjólfssonar. Þau hjón voru foreldrar húsfrú Guð- ríðar Pétursdóttur á Höfðabrekku. Amma mín var vel heima í Tyrkja- ránssögunni, löngu áður en hún var gefin út á prenti. Ekkert finnst þar sem kunnugt er, skráð um það, hvar séra Jón Þorsteinsson var jarðsettur. En ganga mátti að vísu út frá því að liann hefði verið grafinn í gamla kirkjugarðinum á Kirkjubæ. I Landa- kirkjugarði mátti eigi grafa þá sem drepnir voru í Tyrkjaráninu, því að kirkjugarðurinn var saurgaður af ræningjum, sem þar frömdu ofbeld- isverk og úthelltu blóði saklausra manna. Guðfinna Jónsdóttir var fróð um Vestmanna’eyjaprestana gömlu, en aldrei lieyrði ég hana né aðra minn- ast á það, að séra Jón Þorsteinsson, pislarvottur, væri grafinn inni í bæn- húsinu. Hefir það verið öllum gleymt. Að liðnum 24 árum frá þvi bæn- húsið var rifið, skeði sá merkisat- burður, af breinni tilviljun þó, að leg- steinn séra Jóns kom fram úr gleymsk- unar dái. Stungin liafði verið upp Legsteinn séra Jóns Þorsteinssonar, nú á Þjóðminjasafninu. ÍM ALDAMÓTIN síðustu var enn uppistandandi á Kirkjubæ í Vestmanna- eyjum, Iiús eitt, sem nefndist bænhúsið, og aldrei annað. Engin merki voru þó sjáanleg á því þá, hvorki hið ytra né innra, að liús- ið hefði verið notað til kirkjulegra athafna. Að ýmsu leyti var það samt frábrugðið venjulegum útihúsum, það var stærra og á framhlið var listað timburþil alveg upp úr og gluggi á stafni. Dyraumbúnaður var góður. Setti framstafninn sinn svip á húsið, sem orðið var mjög hrörlegt. Veggir og afturstafn voru hlaðnir úr grjóti og torfi. Bænlnisið stóð yst í vestanverðum kirkjugarðinum gamPa á Kirkjubæ, sem fyrir löngu var lagður niður og búið að slétta yfir og gera þar kál- garð. I úttekt frá 1822 þegar séra Páll Jónsson Skáldi (1822—1837) tók við Kirkjubæ af séra Bjarnhéðni Guð- mundssyni (1792—-1821), er bænhúsið talið vera í þrem stafgólfum, sem síð- an hélst uns það var rifið til grunna. Séra Páll Skáldi var fæddur á Gjá- bakka í Vestmannaeyjum, sonur Jóns Eyjólfssonar undirkaupmanns og konu hans Hólmfríðar Benediktsdótt- ur prests á Ofanleiti, Jónssonar af hinni gömlu Dalverja- eða Höfða- brekkuætt. Séra Benedikt var lær- dómsmaður og gott skáld. Hann var talinn höfundur að lofkvæði til Friðriks konungs V. i tilefni af minn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.