Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 51

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 51
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 47 ÓLÍKAIt SYSTUR. Frh. af bls. 45. þcr að þú sért í þann veginn að missa sjálfstæðið. Og ]>að er ekki hentugt fyrir mann með þínu skapi. Fernando rauf kveikjusambandið snöggt. — Ef ég fengi stúlku á heil- ann, eins og þú kallar það, mundi ég vcra glaður en ekki raunamæddur. Þér skjátlast núna, Neville. Hann opnaði hurðina á bílnum. — Ég læt bílinn standa úti í nótt. Ég býst ekki við að rigni. Þeir fóru inn í stofuna til að fá sér glas áður en þeir færi að liátta. Nevilie teygði úr sér i hægindastól og horfði á frænda sinn hálflokuðum augum. Hann var slappur og þreyttur, eins og jafnan þegar leyfin hans voru að cnda. Og í þetta skipti var bann cf til vill enn máttfarnari en ella, vegna veikindanna. Fernando var af annarri gcrð. Hann var vandvirkur i öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, og þegar einu verkefninu lauk byrjaði liann á öðru, eins og óþreyttur væri. Ef það færi svo að hann yrði ástfangin mundi sama vandvirknin verða á þvi, en engin hálfvelgja. En Neville átti bágt með að gera sér í hugarlund að Fern- ondo gæti orðið kvennatöfrum að bráð, þó að glóð væri falin undin hinni köidu grímu, sem hann bar að jafnaði, og Virginia væri ieikin í iþeirr list að vekja ástríður karlmanna. Munnur hans geiflaðist er hann hugsaði til Virginiu. Hefði hún verið úr gulli allt í gegn, i stað yfirborðs- gyllngarinnar, mundi hann hafa fall- iö i duftið fyrir lvenni sjálfur. En þau \oru ailtof ólík hvort öðru til þess að geta átt saman, og Virginia hefði orðið að litillækka sig verulega, ef hún hefði viljað líta við Neviile Madi- son, ungum strákgepli af venjulega taginu, sem var eignalaus i þokkabót. Hann andvarpaði og sctti glasið frá sér. Fernando hafði staðið við glugg- ann sem vissi út að aflstöðinni, en nú leit hann við og spurði: — Langar þig að fá bók til að líta í? — Nei, iþakka þér fyrir. Neville stóð. upp. — Á ég að liggja þar sem ég er vanur. Á ELLEFTU STUNDU. Áður en Fernando hafði svarað var barið ákaft á útihurðina. Hann rétti úr sér, gekk fram i anddyrið, dró slagbrandinn frá og opnaði. Ncvilie hafði elt hann og báðir horfðu for- viða á svarta þjóninn, sem stóð fyrir útan. Pilturinn var ofboðshræddur. Hann ranghvoldi augunum og glamraði i tönnunum á honum. — Bwana, sagði hann og hneigði sig auðmjúklega. — Eitthvað að við ána. Rödd æpir. Sé ekki neitt en rödd hrópar. Hann rétti fram ljóskerið silt til að sýna það. — Bróðir minn og ég fórum og ætluðum að veiða í myrkri. Við kojnum að ánni „en þá æpir röddin ... — Hvers konar rödd? spurði Fern- ando þolinmóður. — Ég veit ekki, bwana. Það er eins og barn eða kona. — Reyndirðu ekki að lýsa meðljós- kerinu? — Ljósið komst ekki nógu langt og bróðir minn var hræddur. Við vinn- um báðir lijá bwana. — Já, ég þekki þig. Þessi rödd ... var einhver að gráta? — Nei, bwana. Það var eins og ... Hann gerði trekt úr lófunum, kring- um munninn og rak upp gól. Þeir Neville borfðusl á, tortyggnir. — Þetta hefir verið særingamaður, sagði Nevilie, en pilturinn hristi höf- uðið i ákafa. — Ekki svartur maður. Hvítur maður! Fernando tók upp iykilinn að bíln- um. — Ég fer með piltinum og rann- saka iþetta. Farðu að hátta, Neville. — Ég er ekki þreyttur. Eg kem með þér ■— það getur hugsast að þú þurfir á hjálp að halda. — Þá það. En það er best að þú gætir að bílnum. Svarti pilturinn settist i aftursætið og á ieiðinni niður að ánni lýsti hann ýtarlega því, sem fyrir hafði borið. Fernando stöðvaði bílinn við stiginn niður að ánni og elti piltinn, sem gekk á undan og sagði til vegar. Þeg- ar þeir komu niður á árbakkann sagði hann: — Hérna var það, bwana. Við verð- um að reyna að bregða upp ljósi. Hann gerði það og bjarma lagði út á svart vatnið. Undir eins heyrðist dauft kall: — Hallo! Halló! Hljóðið var veikt í svörtu inyrkrinu. Fern- ando stóð grafkyrr nokkrar sekúnd- ur. Svo sveigði hann lófana um munn- inn og kaliaði: —H ver er þar? — Halló! lieyrðist lágt á móti. Á næsta augnabliki hafði Fernando farið úr jakkanum og skónum. Pilt- urinn varð hissa, en Fernando sagði stutt: — Segðu bwana i bilnum að hann verði að ná í ullarvoðir og viskí. Hann óð út í ána. Hann var naut- sterkur en varð að taka á þvi sem hann átti ti 1, svo að hann bærist ekki með straumnum. Loks botnaði hann á grynningunum við liitt landið og rétti úr sér og kallaði: — Hvar ertu? — Hérna ... til vinstri við þig. Nú sá hann liana þar sem hún hélt dauðahaldi í trjárótina rétt fyrir ofan vatnsborðið og reyndi að veifa til hans liendinni. Hann óð til hennar og var langstigur. — Dios! hrópaði liann og tók hana í fang sér. Lesley lá grafkyr og þrýsti andlitinu að votri skyrtunni hans. Alit í einu engdist iíkami hennar eins og hún hefði fengið krampa, og liún skalf eins og hrísla. Hann þrýsti henni fast a§ sér. — Vertu róleg! sagði hann lágt. — Við Framhald á bls. 48. Trúlofunarhringir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Damas, Tissot, Certina. Laugavegi 50. — Rey'kjavík. ««r««««««««««- «<« «-««< <<<<<<<<<< ««< «««-«■««« < <«■««-« \r >r >* >r >r >f >r >f > r > r >' > r S r N' N' > r >r TWINK nýtt heima-permanent! Skaðlaust fyrir hárið — en sparar peninga. Strax og þér hafið notað Twink þá kynnist þér kostum þess. Þér þurfið ekki að biða þess að hárið jafni sig. — Þegar þér rennið greiðunni í gegnum það koma bylgjurnar strax i ljós — silki- mjúkar og varanlegar. Ástæðan fyrir þeim snögglegu breyt- ingum, sem verða á hári yðar, eru sér- stakar olíutegundir sem framkalla hár- bylgjur þær sem yður eru eðlilegar. Twink er einfaldasta og þægilegasta heimapremanentið. — Þér berið það einu sinin í hárið og biðið svo aðeins 15 mínútur, svo eru bylgjurnar komnar. Fyrirhafnarminna getur það ekki verið — en þrátt fyrir það er árangurinn glæsilegur. Fl jótvi rkasta heima-permanentið <-TW 14-1225-55 i »■>.».».> > >t>->--^y>>>>>->>->->->->->>-^>->>->>->>>>>->->->>>>>>>>>>>->>>->->>>>->> >>->>>->->>->>->->>->->->>->->>->->->>->>->>->>->> Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.