Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Side 49

Fálkinn - 14.12.1956, Side 49
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 ^*^*^*^*^^^*^*^*^*^*^*^*^*^* 45 1H. J/ OLIKAR SVSTUR /J Spennandi franthaldssaga Edward Norton bauð gestunum í staupinu og svaraði spurningu Fernandos: — Lesley var dálitið þreytt og ætlaði að hvíla sig. En hún hlýtur að koma bráðum. Frönsku gluggarnir voru upp á gátt og gestirnir voru á einlægu iði milli stofunnar og svalanna. Einn af yngri verkfræðingunum hafði sett plötu á grammófóninn, og hlátur og mas barst út í hljóða næturkyrrðina. Kvenrödd heyrðist spyrja: — Hvað er orðið af henni systur yðar, Virginia? Ég hefi ekki séð henni bregða fyrir í kvöld. — Ætli hún sé ekki einhvers staðar nærri? sagði Virginia kæruleysislega. En undir niðri var hún fjúkandi reið. Hún hafði gægst inn í herbergi Lesley á ný, og enn var það tómt. Það var illa gert af henni að hverfa, einmitt þegar Virginia þurfti mest á henni að halda. Það var ekki Lesley líkt. Mjó rödd hvíslaði að henni, að kannske hefði hún farið feti of langt — það gátu verið tak- mörk fyrir því, sem Lesley þoldi. En hún huggaði sig við að Lesley mundi eflaust hafa skilið, að hún yrði að láta undan eldri systur sinni, og venjulega fór svo að hún lét undan með hægð. Það var slæmt að Martin skyldi velja einmitt þennan dag til að koma í heim- sókn. Stundvíslega klukkan átta var borin fram hressing. Það voru salöt og posteikur, steikt bjúgu, fisksnúðar, eggjahræra og fleiri smá- réttir — allt það sem Lesley hafði matreitt. Gestirnir tóku vel til matar síns, ýmist stand- andi eða sitjandi við smáborðin, og undir eins og fat tæmdist kom annað á borðið. Fernando var alltaf að rétta Virginiu eitt- hvað og bar kaffibollana út í garðinn. Þau settust á bekk skammt frá bananastóðinu við grasflötina. — Þetta er skemmtilegt samkvæmi, Virgi- nia, sagði hann brosandi. — Þér og Lesley hafið haft mikið fyrir að undirbúa allt. Hún tók við vindlingnum, sem hann bauð henni. — Skemmtið þér yður? — Já, það geri ég. Ég hefi aldrei séð svona mörgu fólki líða betur, í ekki stærri húsa- kynnum. Hann kveikti í vindlingi hennar með kveikjaranum, sem var alsettur rúbínum. Svo sagði hann léttur í bragði: — Ég hefi alltaf haldið að systir yðar væri svo hraust. En faðir yðar sagði mér, að hún hefði svo slæman höfuðverk, að hún yrði að halda sig í herberginu sínu. Er það rétt? Virginia kinkaði kolli. Henni þótti vænt um að faðir hennar hafði látið þetta berast, eins og hún hafði beðið hann um. Það leit betur út að láta gestina halda þetta. — Það er leiðinlegt, en við því er ekkert að gera. i— Hefir hún fengið aspirin? — Það er ekki alltaf sem það hrífur, svar- aði Virginia varfærin. — Hún verður bara að hvíla sig og bíða þangað til það líður hjá. Hún vill ekki eyðileggja kvöldið fyrir gest- unum. En kvöldið er gereyðilagt fyrir Lesley! Hann andaði að sér reyk úr vindlingnum. — Læknirinn okkar er hérna í kvöld. Hann gæti litið á hana. Hann hefir vafalaust eitthvað við höfuðverk. — Nei, nei, það er ekki vert! Hún brosti til þess að draga úr því, að ákefðin hafði verið óeðlilega mikil í rómnum. — Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af henni, Fernando. Hún vill helst að við gleymum að hún sé til. — Já, það er henni líkt, sagði hann. — En það kemur í sama stað niður. Það er leiðinlegt að hún skuli fara á mis við svona skemmtilegt kvöld, og ef töflur læknisins geta gert gagn þá skal ég sjá um að hún fái þær. Því að hún fær ekkert næði hvort sem er, fyrir hávaðanum sem er í húsinu. Við skulum fara og tala við Ranome lækni. Hann stóð upp og hún líka. Hún studdi hendinni á handlegginn á honum. — Fern- ando, góði — við skulum lofa henni að vera ein. Hún mundi sleppa sér ef læknirinn kæmi til hennar. Eins og þér segið þá er það slæmt að hún skuli fara á mis við samkvæmið, en hitt mundi hún taka sér þúsund sinnum nær ef gestirnir kæmust að því að þér hefðuð sent lækninn til hennar. Þér verðið að reyna að líta á þetta frá hennar sjónarmiði. — Það er einmitt það sem ég geri, sagði hann vingjarnlega. — Við skulum ekki minn- ast á þetta við neinn nema lækninn, og hon- um getum við treyst. NEYÐARLYGI. Hann stefndi upp að húsinu og skelfingin greip Virginiu, er hún hugsaði til hvernig fara mundi, er hann kæmist að því, að Virginia væri ekki í herberginu sínu. Allt mundi kom- ast í uppnám, samkvæmið fara í hundana og hún sjálf lenda í gapastokknum fyrir lyg- ina. Það var hræðilegt að Lesley skyldi koma henni í þessa klípu! — Bíðið þér! hvíslaði hún í örvæntingu. Ég hefi ekki sagt yður allt! Hann nam staðar og horfði á hana. — Hvað er að, Virginia? Hefir eitthvað komið fyrir systur yðar? Er höfuðverkurinn aðeins fyrirsláttur? — Lesley er ekki veik. Hún tók í höndina á honum. — Setjist þér, þá skal ég segja yður frá öllu. Hann settist. á bekk hjá henni. — Hvað er um að vera? spurði hann óþolinn. — Hvað hefir komið fyrir Lesley. Hvers vegna vill hún ekki vera með kunningjum sínum? Ég hélt að hún.væri svo sterk og djörf. — Það eru til hlutir, sem gera fólk varn- arlaust, sagði Virginia lágt. — Til dæmis ástin. — Ástin? endurtók hann hvasst. — Út- skýrið þetta fyrir mér! Virgininu tókst það vel. Röddin var róleg og æðrulaus, þangað til hún kom að niður- laginu — þá skalf hún af geðshræringu. — Lesley fékk heimsókn í dag. Þér hafið séð manninn — Martin Roland. Hann kom til að segja henni, að hann færi suður í kvöld og að hann mundi fara til Englands undir eins og hann fengi tækifæri til þess. Ég veit ekki hve lengi þau töluðu saman, eða hvað fór á milli þeirra, en henni tókst auðsjáanlega ekki að fá hann til að breyta ákvörðun. Hún sagði mér frá þessu þegar ég kom heim frá Buenda, og hún var ekki mönnum sinnandi, veslingurinn. — Ég skil. Röddin var kuldaleg. — Þér haldið þá að hún sé ástfangin af þessum unga manni? — Það er svo að sjá. Nú varð þögn. Virginia góndi á rauðmál- aðar neglurnar á sér og beið. Kliður og hlát- ur heyrðist ofan úr húsinu. Loks sagði Fern- ando kuldalega: — Hún hefði átt að fara með honum, ef hún elskar hann. — Ég skildi hana svo, sem hann hefði ekki óskað að hún færi með honum, sagði Virginia skærri röddu. Aftur varð þögn. Svo stóð Fernando upp og sagði: — Svo að hún þjáist af hjartasorg — ekki höfuðverk. Röddin varð spottandi. — Ég held að læknirinn okkar eigi ekkert meðal við ástarraunum. Hún verður að reyna að lækna þetta sjálf. Hann brosti glottandi. — Við skulum koma inn og dansa. Þér eruð svo lagleg að ég er viss um að þér dansið eins og engill. Virginia tók undir útréttan handlegginn. Þegar þau komu inn á uppljómaðar svalirn- ar var sigurbrosið horfið af henni. Augun voru mild og raunaleg. Nú varð hún að hafa gátt á Lesley þegar hún kæmi aftur. Samkvæminu var slitið um tólfleytið, og Neville og Fernando óku heim saman. Þeir töluðu ekki orð saman fyrr en þeir nálguð- ust húsið. Þá sneri Fernando sér að frænda sínum. — Þú ert þreytulegur. Það er best að þú verðir hjá mér í nótt. Neville yppti öxlum. — Ráddu því. Annars finnst mér þú ekki vera neitt bísperrtur held- ur. Hefirðu unnið lengi frameftir á kvöldin, undanfarið? — Nei. En ég hefi fengið mig fullsaddan á Kalindi. — Þú? Neville varð hissa. — Ég hélt að þú gætir ekki um annað hugsað en aflstöð- ina. Hvað finnst þér að Kalindi? Fernando sveigði upp að húsinu. Hann yppti öxlum, eins og óþol væri í honum. — Það hefði verið öllum betra að ég hefði ekki fengið þig til að koma hingað og ganga úr skugga um að beryllium væri til á Amanzi. Neville blístraði hægt. — Nú hlýtur eitt- hvað alvarlegt að vera að, úr því að þú held- ur að þér hafi skjátlast, Fernando. Og það hefði tvímælalaust ekki verið betra fyrir mig, ef þú hefðir ekki fundið beryllium á Amanzi. Á ég að segja þér hvað ég held? Hann brosti íbygginn. — Ég held að þú hafir fengið ungfrú Norton á heilann, og finnir á Framhald á bls. 47.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.