Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 12
8 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 STEFÁN ISLANDI — fyrsti íslenski hirðsöngvarinn ÍÍANN er ekki oröinn finim- tugur ennþá. Og þó er langt síðan hann fór að sigra. Því að Stefán íslandi liefir orðið að berjast um ævina. Frá uphafi vega sinna hefir liann barist og sigrað, hann hefir gengið á bratt- ann en aldrei hvílt sig og því síður snúið aftur, uns liann vann iokasig- urinn. Fyrstur allra íslendinga hefir liann orðið konunglegur hirðsöngvari i framandi landi, og í liópi fremstu söngvara Norðurlanda. Danir eru taldir kröfuharðir uin sönglist. Konunglega óperan í Kaup- mannahöfn er fræg listastofnun og stendur- á gömluni merg, þangað velj- ast ekki nema góðir kraftar. Og í hópi þeirra eru það ekki nema frábærir menn, sem öðlast heitið „kongelig kammersanger“. Lengra verður ekki komist, en þetta heiðursheiti hefir Stefán íslandi borið i nokkur ár og ekki kiknað undir því. Við íslending- ar geruin okkur 'held ég ekki ljóst, live feikna vinsæll Stefán er í Dan- mörku — landi Wilhelms Herolds og margra fleiri ágætra söngvara. Skagfirðingurinn Stefán Guðmunds- son fæddist í Krossanesi í sjálfum Hólminum 6. október 1907, sonur hjónanna jiar, Guðmundar Jónssonar og Guðrúnar Stefánsdóttur. En frá níunda ári ólst liann upp hjá Gunnari Stefán íslandi sem Pinkerton í „Madame Butterfly“ á kgl. leikhúsinu 1955. Margar útgáfur eru til af þjóðsögunni um sveitadrenginn, sem eignaðist hálft konungsríkið og kóngsdótturina. — Hér verður sögð ein ný saga af því tagi, og hún hefir það til síns ágætis að hún er sönn og hefir verið að gerast á síðustu áratugum. Sagan um Stefán íslandi. Stefán íslandi. Myndin er tekin í fyrra. i Vallliolti og fernulist þaðan. Næstu þrjú árin var liann í Hegranesinu og nú fór röddin að láta til sin lieyra. Hann fór til Akureyrar til þess að fá tækifæri til að leggja stund á söng og ætlaði jafnframt að leggja sutnd á trésmíði. F2n lítið varð úr söng- náminu þar — séra Geir Sæmundsson vígslubiskup, sem sjálfur var lands- frægur söngmaður, lét sér fátt um finnast er hann heyrði Stefán. Nokkru siðar heyrði Eldeyjar-Hjalti Stefán syngja og þótti gott. Eggjaði hann hann á að komast til Reykjavíkur til að læra söng, og bauðst til að greiða fyrir honum. En á leiðinni suður, með „Esju“, gerðist það að Guðjón heit- inn Jónsson bryti, sem var mjög söng- elskur, fékk hann til að syngja fyrir farþegana. Það mun liafa verið fyrsta „opinbera" söngskenuntun Stefáns íslandi. Svo byrjaði Stefán söngnámið hjá Sigurði Birkis og gekk jafnframt i Karlakór Reykjavíkur, en vann jafn- framt fyrir sér. Hann rakaði og söng, vann verslunarstörf og söng, vann sveitavinnu uppi á Lágafelli — og söng. Svo bar það við að Karlakór Reykjavíkur hélt hljóinleika og þar söng Stefán einsöng. Hann var liepp- inn þá, að Richard Thors skyldi vera á þeim hljómleikum. Því að sá hinn sami opnaði fyrir honum dyrnar út í veröndina, gerði honum boð að finna sig og bauð honum að styrkja 'liann til náms erlendis. Þá var Stefán orð- inn 23 ára og búinn að reyna margt. Þarna var heppnin með. Og hepp- inn var hann í annað sinn, er hann hætti við að fara með norska fisktöku- skipinu, sem hann hafði ætlað sér með, því að það fórst á leiðinni 'héðan. Slefán fór með öðru skipi beint til Genua, og að visu var það engin skemmtiferð, því að dallurinn lenti í ofsaveðri og var sex vikur á leiðinni. Á ÍTALÍU. Eftir tveggja mánaða dvöl í Genua fór Stefán til Milano og settist þar að. Fyrsti söngkennarinn sem hann fékk var ekki við hans hæfi, „mér virtist hann væri fremur pianóleik- ari en söngkennari“ segir Stefán. En þessi kennari benti honum á að fara til óperusöngvarans Pictro Zeni og þar var hann þangað til Zeni dó, ári síðar. Varð nú Stefán á ný að leita fyrir sér um kennara og fór til frægs barytonsöngvara, Caronna að nafni, sem fyrrum hafði sungið viða vestan hafs með Caruso og á Covent Garden í London. Hjá 'honum söng Stefán í nærfellt þrjú ár. Caronna hefir verið ánægður með framfarir Stefáns, annars hefði hann 'ekki hvatt hann til að taka að sér að syngja hlutverk Cavaradossi í „Tosca“ á óperunni i Firenze vetur- inn 1933, og það meira að segja á móti einni af frægustu söngkonum ítala. Hlutverkið hafði liann lært 'hjá Caronna og fyrir sýninguna í Firenze var.aðeins ein samæfing, auk radd- æfingar. Stefán hefir sjálfur sagt skemmtilega frá þessu fyrsta kvöldi sínu á „skáhöllu fjölunum": Stefán sem Lansky í „Eugen Onegin. Kgl. leikhúsið 1951.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.