Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Side 36

Fálkinn - 14.12.1956, Side 36
32 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 HJÁ ESKIMOUM Á JOLUNUM FARARTÁLMI. VEIMUR mánuðum fyrir jól kom skeyti til mín. Ég var þá heima í bæki- stöðinni í Chesterfield, norðvestanvert við Hudsonflóa. Þetta var loftskeyti um að birgðaskipið „Neophyte" liefði orðið fast i ís cin- hvers staðar á leiðinni til Baker Lake. Læknislyf, sem ég þurfti nauðsyn- lega á að halda, var um borð í „Neop- hyte“, svo að ég afréð að gera út sleðaferð til skipsins. Ég sendi Eric Carlsen skipstjóra á „Nyopliyte“ skeyti og sagði honum nákvæmlega fyrir um hvaða varúðarráðstafanir hann yrði að hafa til þess að meðulin eyðilegðust ekki af frosti áður en þau yrðu sótt. — Hvað ætlið þér og skipsliöfnin að gera? spurði ég, og vonaði hálf- vegis að gcta talið hann á að koma með mér til baka til Chesterfield. — Við göngum til Baker Lake á þrúgum, svaraði hann. — Það eru ekki nema 120 kilómetrar. Og þegar ísana leysir með vorinu verðum við sóttir í flugvél — og svo tökum við „Neophyte“ og siglum til Chester- field. Við sjáumst aftur í vor, læknir. Einn eskimóinn okkar hét Sheenik- took, en það þýðir „Sá sem sefur“. En þvi fór fjarri að Sheeniktook væri letingi — hann hafði erft nafnið eftir forfeður sína. Mér hafði verið sagt að liann væri ratvís og ágætur veiði- maður. — Ef þér fáið Sheeniktook þá er yður óhætt, sagði fólkið við mig. — En hann vinnur ekki fyrir hvern sem vera skal. Svo kom hann einn góðan veðurdag, og sagðist „ætla að fara að vinna fyrir lækninn“. Hann var prýðilegur lnindaekill og byggði snjóhús hverjum manni betur. Besti félagi en leit of stórt á sig til þess að geta orðið náinn vinur. Að hans hyggju voru hvítu mcnnirnir eins konar undarlegar skepnur, sem áttu peninga. En frá mínu sjónarmiði var Sheeniktook siðasta afkyæmi hinna ósnortnu eskimóa. Sleðaferðin að „Neophyte“ og heim aftur, hefir liklega verið fast að þvi 500 kílómetrar. Hafði snjóað í marga daga og tíminn hentugur til að leggja upp. Ég hlakkaði til þessarar lang- ferðar, því að hún var mín fyrsta. En svo fylltist sjúkraskýlið mitt af sjúklingum, svo að ég varð að láta leiðangurinn fara án mín. Og eins og oft kemur fyrir á heim- skautahjarninu fóru allar áætlanir út í veður og vind: Daginn eftir að sleðarnir lögðu upp frá Chesterfield komu framandi eskimóar i þorpið alveg á óvart. Þeir komu fró Baker- ey og liöfðu meðferðis póst, jóla- böggla og vistir frá „Neophyte“. Hudsonsflóafélagið hafði beðið þá um að koma við í skipinu og taka með sér eins mikið af farangri og þeir gætu flult. — Mættuð þið ekki hundasleðunum héðan? spurðum við. Þeir hristu höfuðið. — Nei, við sá- um ekkert ... Það þýddi ekkert að senda mann eftir sleðunum okkar, því að á isun- um komast allir jafnfijótt áfram — Læknirinn Joseph Moody var læknir hjá Eskimóum í Norður- Kanada í mörg ár, og hafði vafalaust erfiðara læknishérað en nokkur læknir á Islandi. Frá veru sinni norður þar, hefir hann sagt í bráðskemmtilegri bók, sem heitir „Arctic Doctor“. Þessi frásaga af jólunum hjá Eskimóum er úr bókinni. eins fljótt og veðrið leyfir. En við þurftum ekki að naga okkur í handar- bökin út af þvi að mennirnir okkar færi fýluferð. Þeir höfðu rekist á slóð eskimóanna fró Bakcr Lake og snúið við undir eins. Eskimóar liafa þá merkilegu gáfu, að geta fundið á sér, hverjir eiga sporin og hvaðan þeir koma. Daginn eftir voru þeir allir komnir til okkar, brosandi. MYRKRIÐ FELLUR Á. Við vorum í besta skapi og fórum að búa okkur undir jólahátíðina. Það var dinimt lengst af deginum, dags- sem okkur syfjaði, og máltíðirnar urðu óreglulegar. Eina nóttina sá ég einliverja stóra skepnu vera að seilast burt frá ösku- baugnum. Slieeniktook skoðaði förin, og sagði að þetta liefði verið úlfur. Mér fannst skrítið að hundarnir skyldu ekki gelta. En ef til vill voru þeir of skyldir ulfunum til þess. Þessi heimsókn úlfsins og eilíft myrkrið gerði okkur enn skapþyngri en áður. Bridgekvöldin, sem við höfðum alltaf hlakkað til áður, urðu nú drepleiðinleg — og jafnvel hættu- leg. Það mátti engu muna að ekki lenti i áflogum i illu. Joseph P. Moody læknir og Viola kona hans. birtan var aðeins frá klukkan ellefu til þrjú. Einhverjir af livítu ibúunum höfðu farið að brugga eitthvað sterkt. Þó að það væri eiginlega bannað, rök- studdu þeir uppátæki sitt með því, að úr þvi að höfuðskepnurnar hlýddu engum lögum, þyrftum við ekki að gera það heldur. Liðu svo næstu vik- ur í sátt og samlyndi. En þegar dagsbirlan var ekki orðin nema 2—3 tímar — sólin skreið með- fram sjóndeildarliringnum eins og stór, gul appelsina — fór langa myrkr- ið að hrella skapið. Dægurvenjurnar fóru úr skorðum, við sváfum hvenær En sem betur fór voru jólin að nálg- ast og þá milduðust allir í skapi, áður en það varð of seint. Nú komu líka eskimóar tangar leiðir að og byggðu sér snjókofa fast við kofa eskimóanna okkar, til þess að taka þátt í jólagleðinni. Þetta hafði lika álirif á þá hvitu. Þeir urðu viðfelldnari. Konurnar bjuggu til konfekt og kökur, þeir laghentu smíðuðu ýmiss konar gripi, og svo var farið að ganga frá jólabögglunum. Starfið léttist líka talsvert við þetta. Ég slapp við að þurfa að taka á móti fleiri taugaveikluðum sjúklingum en gengur og gerist í heimskautalönd- um. Annars hafði ég orðið þannig á geðsmunum sjálfur þessar vikur, að ég gat ekki verið óvilhallur dómari. Viola, konan mín, var hin hress- asta, og litla dóttir okkar var svo athafnasöm, að ég fékk nýtt verkefni, sem varð að leysa af hendi. Violu hefir sjólfsagt verið það sama í hug, því að hún sagði: — Bara að við gætum gert jólin skemmtileg lijá Gloriu-May. Eitthvað líkt því, sem var þegar við vorum syðra ... — Já, svaraði ég. — Það verða jólagjafir í ár. — En við hefðum þurft að tiafa jólatré ... — Lólate, hermdi barnið eftir. Ég fékk kökk í hálsinn og starði út í myrkrið: Þarna voru alls engin tré. Næsta rytjulega greinikjarrið var citthvað kringum þúsund kílómetra fyrir sunnan okkur. EN ÞÓ URÐU JÓL ... Gloria-May fékk jólatré, þótt ekki væri það burðugt. Viola bjó það til úr gömlu kústskafti, sem hún bjó til greinar á úr spýtum og pípuhreins- urum, svo vafði hún renningum úr grænum hrufupappír utan á þetta. Við máluðum ljósaperur ýmislega lilar, stjörnur voru þarna líka, gerðar úr tuskum og pappa. Svo settum við tréð við gluggann og létum loga á jjví allan daginn. Fregnin um hið dásamlega jólatré Gloriu-May barst um alla Chester- field, og bráðlega hafði troðist breið- ur stígur upp að glugganum hjá okk- ur, og lítil eskimóabörn stóðu þar tímunum saman með tjómandi bros á brúnum andlitunum. Sjálft jólakvöldið var öll nýlendan saman. Hafði verið undirbúin dag- skrá í útvarpinu, í þeim tilgangi að tengja altar útvarðastöðvar Norður- Kanada saman. Við fengum að senda jólakveðjur lieim, og til vina okkar víðs vegar á norðurhjaranum. Tit- finningarnar ætluðu að yfirbuga okk- ur — sérstaklega þegar við hcyrðum raddir, sem við könnuðumst við, frá hinum norðurstöðvunum. Þær virtust vera svo nærri — en voru þó óendan- lega langt í burtu. Viola og önnur frú sungu tvísöng. Líka var einsöngur. Sumir sögðu sög- ur. Nunnurnar á sjúkraskýlinu höfðu æft söngflokk eskimóabarna. Það var heillandi að horfa á þau standa þarna og syngja jólasálmana, sem við þekkt- um svo vel, og sem þau skildu tæplega nokkurt orð i — en voru svo þýðing- armikil fyrir okkur. Siðar var fjörugra: Eskimói fór að spila á munnhörpu, annar á liarmon- iku. Og svo var grammófóntónlist og dans. Þegar við um siðir gengum heim léku norðurljósin faldafeyki með ótal titbreytingum. Ég er viss um, að aldrei hafa norðurljósin verið fal- legri en þessa jólanótt. Þau byrjuðu með því að allavega litt Ijós rauf skýjaþykknið og sameinaðist í eins konar kúlu. Grænt, rautt, purpura- litt — hrágult og rauðgult. Kúlan varð stærri og stærri meðan við horfðum á þetta. Og svo — stafaði geislum frá kúlunni í allar áttir.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.