Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Side 14

Fálkinn - 14.12.1956, Side 14
10 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 Stef.án sem Faust í samnefndri óperu. Kgl. leikhúsiö 1950. þeirra á Café Momus var þess vert aS það væri skoðað í kiki.“ — „Tvá várldstenorer sjunga" notaði Stock- liolms-Tidningen sem greinarfyrir- sögn í þetta sinn — Jussi Björling söng í útvarpinu sama kvöldið, sem Stefan Islandi söng í Kungliga Operan. Skömmu siðar var íslandi ráðinn að kgl. leikhúsinu og þar liefir hann verið síðan, fyrst sem „kgl. opera- sanger“ og síðan sem „kgl. kammer- sanger". Það er talsvert gaman að því fyrir okkur íslendinga, að við þessa merkilegu listastofnun skuli starfa fjórir íslendingar og allir í fremstu röð, hver i sinni grein: Anna Borg Reumert sem leikari og leik- stjóri, Stefán íslandi og Einar Krist- jánsson við óperuna og loks hefir íslendingur náð frama við hinn fræga danska ballett. » HEIMA Á ÍSLANDI. Það er um tíu ára skeið úr söngævi Stefáns íslandi, sem hann hefir ver- ið algerum fjarvistum við ísland. Fyrst Italíuárin fimm og síðan stríðs- árin. Þó að liann hafi verið búsettur í Danmörku síðan stríðinu lauk, hefir þar ekki verið um að ræða nema vík milli vina, og oft hefir Stefán komið og lyft okkur í „sólu fegri draurna" með söng sinum. Og alltaf þegar hans gamli tryggi vinur „Karlakór Reykja- vikur“ hyggur á stórræði, er kallað á Stefán íslandi og liann kemur. Hann liefir tekið þátt í öllum utanförum kórsins — þar á meðal Ameríkuför- inni miklu, er haldnir voru yfir 60 hljómleikar, ef ég man rétt, og nú Stefán sem Don Carlos í samnefndri óperu á kgl. leikhúsinu 1948. síðast var hann í Norðurlandaför kórsins í vor sem leið, og býst ég ekki við að margir Norðurlandakór- ar geti boðið einsöngvara, sem eru jafningjar þeirra Stefáns og Guð- mundar Jónssonar. Stefán íslandi á glæsilegan listferil að haki sér og mörg eru þau orðin hlutverkin, sem hann hefir sungið. Þau skulu ekki talin 'hér, en af mynd- unum sem hér fylgja geta menn séð tiu þeirra. En auk þeirra má nefna aðal-tenórhlutverkin í „Lucia di Lammcrmoor", „La Traviata“, „Don Pascquale“ og „La Favorita“. Þá hef- ir hann sungið í mörgum frægum ora- toríum, meðal þeirra „Requiem" Mozarts, og „Stabat Mater“ Rossinis og Dvoraks. Og eigi hefir hann lieldur vanrækt íslensk tónskáld á hljómleikum sem hann heldur. Því að hann á þá gáfu, óperu og einmitt óperu, Stefán íslandi, var í gærkvöldi sólóisti í Tivolis Koncertsal og vann, eins og við mátti húast „dundrandi“ sigur. íslandi söng eins og norrænn Gigli, og svo sýndi ’hann að hann ekur ekki hringakstur með sömu gamalkunnu viðfangsefnin, nei, söngskrá lians var skipuð arium, sem allur nninn hafa verið nýjar: Thomas, Massenet, Donizetti, og á- heyrendur lians, sem höfðu fyllt sal- inn, létu ekkert tækifæri ónotað til að hylla hann.““ Það væri freistandi að vitna í fleiri ummæli frá þessum árum, sem Islend- ingar vissu yfirleitt litið um hvað Stefáni íslandi leið, og hve geypimikl- um vinsældum hann átti að fagna í Danmörku. En hér verður að láta staðar numið. Þegar hann gisti Stokk- Edith Oldrup Pedersen og Stefán Islandi sem Mimi og Rodolphe í „La Bohéme“ á kgl. leikhúsinu 1939. komnunarinnar í „ítölskum" óperu- söng.“ Á þessa leið skrifuðu blöðin um Stefán íslandi á stríðsárunum. Mest af þvi fór fram hjá okkur íslending- um, því að þá var samgöngubann við Danmörku og dönsk blöð sáust ekki hér á landi. Listdómendur hikuðu ckki við að likja honum við Gigli og sumir töldu hann jafnoka hans. Danir meta liann mest allra þeirra söngvara sem þeir hafa á að skipa, öll þjóðin dáir hann og það er ’hátíð þegar þeir Har- aklur Sigurðsson lieimsækja bæina út á landsbyggðinni og halda hljómleika. „Fegurri söngur hefir máske aldrei heyrst í hljómleikasalnum i Vejle,“ skrifar eitt blaðið þar árið 1941. Á árunum fyrir stríð söng Stefán inn á grammófónplötur, m. a. aríur úr „Rigoletto“, „Ástadrykknum" og „Bohéme“. „Fegur hefir ekki verið sungið á plötur í Danmörku siðan á dögum Herolds“, var sagt um þessar plötur. Og um Tivolikonsert hans 1942 segir Hugo Seligmann, einn vand- fýsnasti gagnrýnandi Danmerkur: „I tindrandi birtu er risatenór Stefáns íslandi, jökull og Vesuvius runnið sam- an i eitt — guð má vita hvernig það hefir orðið, en svona er það nú.“ Um annan Tivolikonsert segir „Vik“ í „Social-Demokraten“: „Okkar að heita má einasti lyriski tenór, sá eini, sem í öllu falli er fæddur til að syngja Stefán sem Turridu í „Cavalleria Rusticana“ á kgl. leikhúsinu 1945. ihóím 1942 og söng Rodolphe í „Bohénte" á móti Hjördísi Schymberg, skrifaði Curt Berg um hann í Dagens Nylieter eftir að hafa lofað rödd hans mjög: Þessi ágæti söngvari gat leikið líka, en maður á ekki að venjast því að það fari saman hjá þeim sem íklæð- ast skáldajakka hins lyriska Rodolplie, venjan er sú að velsyngjandi trékubb- ar fari með hlutverkið. Meðferð Is- landis var þrungin alls konar vel höguðum smáatriðum, bæði i leiknum móti félögum sínum og í atriðunum með hinni töfrandi Mimi, samspil sem ekki er öllum gefin, að vera jafnvigur sem ljóðsöngvari og ariu- söngvari. Röddin er lyrisk, skapgerð- in mikil og fjölhæf og kunnáttan svo víðtæk, að allt getur liann túlkað á þann veg, að það snertir tilfinning- arnar og heillar hugann. Það hefir líka áhrif á hlustandann, sem sér Stefán íslandi á söngpallin- um, hve vel hann kemur fyrir sjónir. Hann er fríður sýnum, hógvær „og af lijarta lítillátur", þýður og mild- ur — sól og heiðríkja er kringum hann. Hann er i fyllsta máta spegill sinnar eigin raddar. Þegar forsetahjónin okkar voru í heimsókn i Danmörku fyrir hálfu þriðja ári, hafði danska útvarpið sér- stakan tónlistarþátt í tilefni af komu jjeirra og sendi út „Sagadröm" tón- skáldsins Carl Nielsens og íslensk lög, sem Stefán íslandi söng. Kunnur danskur „söngpædagog", Ruth 0ster- gaard, skrifaði um þessa útvarpstón- leika og benti á hve mikils virði það væri að fá að heyra í útvarpi bestu söngvara, með óbundinni söngskrá og óháða leiksviðinu eða reglum þeim, sem venjulega er fylgt um fyrirkomu- lag hljómleika. Þeir væru ekki nema fáir í Danmörku. Og svo segir hún: „Stefán Islandi er einn af þessum fáu, sem þyrstandi söngvinir heyra of sjaldan. Látið ekki staðar numið við þessa einu útvarpssendingu — þetta eina skipti, sem hann er látinn taka þátt i prógrammi, sem er orð i tíma talað. Hugur Islandis er sögu- draumurinn sjálfur. Það sem hann snertir við af söngvum ættjarðar sinnar verður að skáldskap og streng- leik í munni lians. Og það er margt annað, sem Islandi getur sagt okkur frá í þeim boðskap listarinnar, sem hann flytur, og við höfum þörf á að heyra ...“ Skammt frá bernskustöðvum Stef- áns íslandi er fjall, sem ber fallegra nafn en flest önnur fjöll á íslandi. Það heitir Glóðafeykir. Glóð listar- innar og söngsins hefir brunnið í hug Stefáns liklega frá því að hann man fyrst eftir sér, og bjarnrann af þeirri glóð hefir lagt víða. Það var sú glóð, sem knúði hann til þess seytján ára gamlan að leggja land undir fót og fara til Akureyrar til að afla sér söngmenntunar, og þessi hjartans glóð hefir knúið hann áfram allt til Framhald á bls. 44. Stefán sem hertoginn af Mantova í Rigoletto í Þjóðleikhúsinu 1951,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.