Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 19

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 ^*^*^*^*^*^#^#^#^*^*^*^*^*^* 15 Vestmannaeyjar fyrir aldamótin. sem oftar komið í góðar þarfir, en klausturmálið dagaði uppi. Langur tími hefir eigi liðið frá því kirkja var stofnsett á Kirkjubæ þar til sá sögulegi atburður skeði, sem ein- stæður mun um kirkjur bér á landi, er Árni biskup Þorláksson, er senni- leg hefir látið reisa kirkjuna, gaf hana til fultrar eignar Mikjálsklaustri i Björgvin i Noregi. Gjafabréfið er dag- sett anno M. C. C. LXXX pridie Kal- endas Augusti (31. jiilí 1280) og er á latínu. Með kirkjunni fylgdu réttindi henn- ar og eignir, „salvo pontificali, jure in omnihus et parocihiali“. Þar með að líkindum land það cða jörð, sem kirkjan ætti, þó eigi sé þess getið sérstaklega, og afgjaldið, sem greilt hefir verið með harðfiski, runnið til klaustursins. Hafi kirkjutíundirnar, sem að mestu voru greiddar i fiski, eða hluti af þeim, einnig gengið til klaustursins, hefir biskup orðið að sjá um, að kirkjunni væri bætt það upp. Langt ihefir samt eigi liðið uns kirkjutíundirnar gengu óskiptar til Kirkjubæjarprests, sem þá sá fyrir kosti kirkjunnar að mestu. Þrátt fyrir eignaafsalið hefir kirkj- an haldið áfram að vera undir um- sjón Skálholtsbiskupa. Getið er þcss að biskupum hafi verið falið að inn- heimta tíund klaustursins af kirkj- unni. Sá misskilningur slæddist síðan inn í skrif um þessi mál hjá yfirvöld- um, sem um svo margt annað, er varðaði kirkjumál Vestmannaeyja, þar með kirkju- og prestatíundina þar, að i gjöf Árna biskups til klaustursins af Munklífi, Mikjálskiausturs i Björg- vin, hafi nær allar Vestmannaeyjar verið innifaldar. Sjá ritgerð 1793. í rentukammerbréfi frá 1799, er gert ráð fyrir að kirkjan sem eigandi Bilu- staða eigi rekaréttindi í Eyjum. Þá var jörðin fyrir ævalöngu gengin undan, en eigi belur fylgst með af hinum kirkjulegu yfirvöídum. Margt fleira sem til greina kemur í þessu sambandi, liefir verið rakið annars staðar og óþarft að taka upp hérna. Enginn veit með vissu hvar Bílu- staðir voru og um það ýmsar getgátur. Til greina gæti komið að nafnið hafi breyst og að þetta sé sama jörðin og Búastaðir (tvíbýlisjörð), sem á jarða- skránni frá 1507 kallast Bófastaðir. Jörðin er þá með 360 fiska afgjaldi og konungseign sem allar Vestmanna- eyjajarðir á þeim tímum. Eigi verður með neinni vissu sagt, hversu lengi Kirkjubæjarkirkja var eign Mikjálsklausturs i Björgvin að nafninu til. Lengur en fram undir siðabótartíma mun það eigi hafa verið. Árið 1463 telur Björgvinjarklaustrið sér af Vestmannaeyjum „j stykke Klædhe“. Hér getur verið um að ræða' afhendingu á kirkjumun. Næsti máldagi Kirkjubæjarkirkju var staðfestur einhvern tíma á árun- um 1491—1518. „Kirkjan á Kirkjubæ er helguð allsvaldanda guði, jungfrú Mariu og hinum heilaga Nicolai". Taldar eru eignir kirkjunnar, invent- aria og ornamenta. Kvikfjáreign liefir aukist og á kirkjan nú 2 kýr og 12 ær, hesl og hross. Bókakostur kirkj- unnar er allgóður. „Messubók de sanctis per annum et de tempore frá páskum og til adventu. Önnur messu- bók frá jólaföstu til páska, samsett með guðsþjöllum og pistlum og ora- torium (orationes). Óttusöngvabók samsett og með öllu alfær með messum de tempore frá páskum og til adventu. Óttusöngva- bók de sanctis per annum. De sanctisbók með guðspjöllum og pistl- um og orationes per annum. Sekvens- íubók per annum. Saltari alfær. Ivanónembók alfær og einnig process- ionall. Dextera pars í norrænu. Messu- dagakver. Efstu vikuorða. Óttu- söngvabók de tempore frá sunnudeg- inum eftir xllj. dag og til páska. Nikolas saga og önnur vond. Kiríall gamall.“ Bækur voru dýrar á þessum tímuni og gátu kirkjur oft eigi eignast al- gengustu messu- og tíðabækur, sökum fátæktar. Bækur voru oft í pörtum eins og hér má sjá, og náðu aðeins yfir nökkurn hluta ársins. Þurfti margar bækur uns komin væri heil messubók. Þeim var skipt niður i vissa árshluta, og oft eftir innihaldi í de tempore — de sanctis — og commonsbækur. De tempore-bækurn- ar náðu yfir stórhátíðar og þær mcss- ur, sem eftir þær fóru (sunnudagar). De sanctis bækurnar náðu yfir helgra manna messur. Kiriall (Kyriale). Á honum voru þeir partar messunnar, sem voru kór- sungnir. Guðspjöllin voru á tcxtum og tónuð i messu. Sekvensíubókin, liafði að geyma ljóð eða háttbundið mál, er var sungið. Kanabók innihélt hinn svokallaða lágsöng. í tíðabækur voru skráðir helgisiðirnir fyrir bænastund- ir dagsins. Processionall hafði leiðar- visir um skrúðgöngur. Dextera pars í norrænu. Mun þar átt við kirkjulög, er Clemens páfi V. safnaði. Corpus juris canonici. „Tvenn altarisklæði og tvenn messu- klæði“ eru kirkjunni eignuð. Messu- klæðin voru: höfuðlín, serkur, lindi, stóla og handlin. Stóluna báru prestar um hálsinn og krosslögðu hana á brjóstinu. Serkurinn var skósíður. Sloppar voru hafðir utan yfir. Hök- ullinn var yfirhöfn, er prestar báru, er þeir voru skreyttir messuklæðum. Gátu þeir verið í öllum litum, en oft- ast hvítir, rauðir eða svartir. Mál- daginn nefnir og slopp og kápu, er kirkjan átti. Fontklæði var utan um skírnarfont- inn, til þess að verjast þvi að óhrein- indi kæmust í vatnið, sem geymt var til ársins i fontinum, eftir að vera vígt laugardaginn fyrir páska. Tjöld áiti kirkjan umhverfis samkv. fyrri máldaganum, en þeirra er eigi getið í hinum síðari. Þykir það geta bent til þess, að áður fyrr hafi kirkjan verið torfkirkja, en timburkirkja reist síðar. Brik var yfir altari og gamall kross með undirstöðum. Mun hér átt við róðukross með kristslíkama fest- an á krossinn. Kirkjan átli einnig margar skriftir heilagra manna. Skrift merkir hið sama sem máluð dýrlingsmynd og gat einnig sýnt viðburð úr lielgisögum. Meðal skriftanna var Mariuskrift og mynd verndardýrlings kirkjunnar, heilags Nikulásar. Þorláksskrift og Pálsskrift. Skriftir gálu verið af tré og upphleyptar og liktust þá líkn- eskjum. Taldar eru 10 koparstikur, 2 glóðar- ker, bakstursjárn. Tvær kistur undir kirkjuskrúðann og hin þriðja vond. 2 klukkur, ein bjalla, einn silfur- kaleikur og annar koparkaleikur. Klukkurnar voru ýmist í stöpli, klukknahúsi eða utan á austurgafli kirlsjunnar. I pápiskri tíð máttu munir þeir, er hafðir voru til helgra athafna, eigi vera eign manna. Af veraldlegum hlut- um telur máldaginn: Keröld, skjólur (sennilega úr kopar). Vatn var mjög notað i kaþólskum sið við altaris- og skirnarsakramenti. Á helgum dög- um stökkti prestur vígðu vatni á kirkjugólfið og á fólkið.. Vatnssáirnir cða keröldin stóðu á sinum stað í kirkjunum og þangað sótti fólkið sér vigt vatn. Meðal kirkjumunanna eru einnig taldir: diskar, skálar og tinföt, tvenn sængurslitur og tunnuhróf, hálf- kanna og saltker. Sú kvöð liefir legið á Eyjaprestunum að taka á móti og hýsa yfirboðara kirkjunnar, er þeir komu að vísitera eða til kirkjuvigslu. Frá fyrri timurn er oft getið komu Skál- holtsbiskupa til Vestmannaeyja. Árið 1573 var reist á Fornu-Lönd- um sameiginleg sóknarkirkja fyrir hæði prestaköllin. Þá voru kirkjurn- ar á Ofanleiti og Kirkjubæ lagðar niður, sem sóknarkirkjur, en bænhús- um haldið við. Þessi fyrsta Landa- kirkja, með þvi nafni, mun hafa verið timburkirkja. Vel Jiefir verið að licnni búið að kirkjulegum munuin og geng- ið til hennar mest af kirkjumunum beggja hinna kirknanna, en milli þeirra hafa skipst eignir Klemensar- kirkjunnar gömlu i Vestmannaeyjum, þegar hún var lögð niður. Mest hinna Framhald á bls. 44.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.