Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 24
20 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956
leki iiafði alls enginn komið að
skipinu.
Þegar byssur og skotfæri skyldu
tekin um borS aftur tókst svo illa
til, að kassinn liafði verið lagður
nokkuð framarlega á jakabrúnina,
rann út af henni og í sjóinn, áður
en til hans varð gripið. Þetta var
okkur hið mesta tjón, þvi að í kass-
anum var skotfæraforði skipsins, 1).
e. a. s. kúluskot. En skotfæralausir
vorum við þó ekki. Þegar bjarndýrið
sást um morguninn höfðu flestir tekið
upp pakka, og var litlu eytt af þeim.
Einstakir menn áttu allmikið af skot-
fteruin sjálfir, samtals nokkur hundr-
uð. Og um 1000 haglaskot áttum við,
sem gátu komið að gagni við ýmis
smærri dýr, t. d. seli. Svo að örvænta
þurftum við ekki. Aðeins varð nú að
leggja ríkt á viS menn að fara var-
lega með skotfærin.
Um ferðina norður er það að segja,
að hún tók okkur réttan mánuð. Við
leituðum inn í ísinn hvarvetna þar,
sem okkur virtist vera nokkur geil
inn i hann. Og svo var þá að leita
norðarlega í hann og láta sig bera
með straumnum suður eftir og nota
liverja vök, sem opnaöist, til þess að
mjakast inn á við, í áttina til lands.
Þá var það einhverju sinni að skip
kom til okkar, þar sem við lágum
inni i vök. Það var norskt selveiði-
skip, Heimland I, sem var á leið til
Grænlands með enska vísindamenn,
sem hugðust rannsaka sérstaklega
fjall eitt upp af Franz Jósefsfirði,
Petermanns Peak. Þessu skipi urðum
við samferða það, sem eftir var gegn-
um ísinn að landi.
Leiðangursstjóri ensku vísinda-
mannanna, Mr. Wordie, var nokkuð
kunnugur þarna frá fyrri leiðangrum
og benti hann okkur á að leggja inn
i Dusensfjörð á Ymeseyju, sem liggur
að Franz Jósefsfirði að sunnanverðu,
en við höfðum tekið land rétt fyrir
norðan hann, i Mývik svonefndri (n.
Myggbukta). Þó að ísbreiðan nái um
00 mílur út til liafs, er tiltölulega auð-
velt að sigla með löndum fram. Vegna
sjávarfallanna er ísinn þar jafnan á
lireyfingu og myndast þvi „landvök-
in“, sem þó vitanlega getur lokast,
ef hvass vindur stendur á land. Við
komumst þvi greiðlega þangað, sem
Mr. Wordie benti okkur að fara og
þar skyldu nú hefjast sauðnautaveið-
arnar.
SAUÐNAUTAVEIÐAR.
f firði þessum veiddum við alla
kálfana 7, sem við komum með lieim.
Fjörðurinn var hinn fallegasti, minnti
mjög á Eyjafjörð, bæði að svip og
stærð.
Við urðum fljótlega varir við sauð-
naut, þegar inn í fjörðinn var komið,
og gladdi okkur það mikið. Og gaman
var að sjá þessi glæsilegu dýr þarna
i sínum eðlilegu heimkynnum, með
sinn niikla, dökka feld og einkenni-
legu hornin. Því að þó telja megi þau
„ófríð í andlitsfalli", þá skáka þau
flestum öðrum dýrum að 'heildar-
svipnum. Það yrði of langt mál að
fara að lýsa þeim hér rækilega, en
þess má geta að þau sameina í sér
bestu kosti sauða og nauta, standa þó
liklega heldur nær sauðkindinni en
nautgripum. Kjötið af þeim er svo
gott, að eftir að við felldum fyrsta
dýrið, litum við ekki við kjöti af
öðrum dýrum — nema af hérum, en
um þá mætti lala sérstaklega. — Kjöt
af bjarndýrum og selum er þó sæmi-
lega gott, enda var það ágætlega mat-
reitt af matsveini okkar, Edvard
P’rederiksen.
Fyrsta tilraunin við veiðarnar gekk
hörmulega. Við náðum að vísu einum
kálfi, en liann drapst í höndum okk-
ar á leiðinni til skips. Það var, að
minnsta kosti fyrir mig, hörmuleg-
asta stund ferðarinnar.
Annars veiddum við, eins og áður
er getið, 7 kálfa, er við gátum flutt
heilu og höldnu heim. Veiðiaðferðin
var í rauninni ógeðsleg, sérstaklega
af því að ekki var hægt að notfæra
sér allt, jafnt dautt sem lifandi. Við
urðum að skjóta fullorðnu dýrin og
stóðu þá káifarnir eftir hjá mæðrun-
um. Við höfðum gert net úr vörpu-
garni, umkringdum kálfana með þvi
og tókum þá þannig. Svo heftum við
þá vel, bæði á fram- og afturfótum,
ti! þess að vera vissir um að missa
þá ekki, en hurfum svo frá um hríð,
svo að þeir fengju að jafna sig. Þá
höfðum við útbúið börur, til þess að
bera þá í, tvær stengur með segldúk
á milli og áttu tveir menn að bera.
En svo voru kálfarnir baldnir, að þeir
þekktust þetta ekki, heldur hoppuðu
á undan okkur, svona illa heftir. Það
var þvi ekki um annað að ræða en
að reka þá til strandar, en svo var
einn þeirra kræfur, að þegar til
strandar kom, þá lagði hann lieldur
til sunds, 'heldur en að láta taka sig.
Auðvitað náðum við honum strax, en
fyrir bragðið fékk hann nafnið
Erlingur.
Um hætti sauðnauta er það að
segja, að þau eru í smáhópum, venju-
lega 5—10 í hóp og er þar einn for-
ingi (tarfur). Verði þau ófriðar vör,
mynda þau varnarstöðu, bíða þess aö
á þau sé ráðist, en ráðast ekki á sjálf.
Þau mynda nokkurs konar skjaldborg
unrhverfis ungu dýrin, ota liausnum,
meö liinum miklu og bitru hornum
sínum að óvininum og eru þá ekki
árennileg. Þau kváðu þó stundum gera
útrás, eitt og eitt dýr, ef komið er
of nálægt þeim, og er þá hvert það
dýr dauðadæmt, sem fyrir liinum
miklu og beittu hornum þeirra verð-
ur. En maðurinn, með sín bitru skot-
vopn í höndum, getur úr nokkurri
fjarlægð skotið niður allan hópinn,
án þess að nokkuð dýranna hreyíi sig.
Á veiðiferðum okkar lókum við þó
stundum eftir þvi, að þau tóku heldur
til flóttans en að þjappast saman, en
þau voru liá nokkuð á dreif og líklega
hefir iþá foringinn verið fjarri.
En þennan illa leik lékum við, að
skjóta fullorðnu dýrin, til þess að
geta náð kálfunum. Ég var að hugsa
mér ýmsar aðrar aðferðir, sem þó,
eins og á stóð fyrir okkur, var ekki
hægt að nota. Fyrir hvern mun hefði
ég viljaÖ ná kúnum með kálfunum.
Fallgryfjum, eins og í Afriku, verður
þarna ekki komið við, því að jarð-
vegur er of grunnur. Við „lasso“
(kastsnöru) þyrfti hesta og þá líka
þaulæfða menn. Að reka þau í sjóinn
og taka þau á sundi hefði verið hugs-
anleg leið, þvi að þar væru þau varn-
arlaus, en hvernig var hugsanlegt að
reka þau? Auk þess var þetta eina
alþekkta leiðin til þess að ná i kálfa
og selja dýragörðum.
HEIMFERÐIN.
Á heimleiðinni fórum við suður
Óskarsfjörð, sem er þó í rauninni
sund, en ekki fjörður, þrjár stórar
eyjar að austan, en meginlandið að
vestan. Að vestanverðu við Óskars-
fjörð, nokkuð innarlega, er Meistara-
vik, sem nú er mjög á dagskrá, en þá
var ekki komin í „móð“.
Svo einkennilega vildi til, að er við
komum út úr mynni Óskarsfjaröar,
varð fyrir okkur opin vök, svo langt
sem augað eygði. Var liiklaust lagt í
hana. Hún reyridist opin alla leið út
í rúmsjó, Eftir rúmt dægur erum við
komnir út úr allri ísbreiðunni, en það
tók okkur fullar þrjár vikur að kom-
ast inn úr henni til lands.
Það má með sanni segja að ísinn
er duttlungafullur.
Fram að þessu hafði yfirleitt verið
gott veður, en nú tók að hvessa, og
það svo um munaði. Vindurinn var
af norðri eða norðaustri og bar okkur
því i áttina heim. Er við höfðum siglt
nokkra hríð auðan sjó, varð að leggja
til drifs, sem kallað er, og stóð svo
upp undir tvo sólarliringa. Þetta var
afspyrnuveður. Nokkru eftir heim-
komuna hitti ég að máli togaraskip-
stjóra, sem hafði verið á Halamiðum
um jietta leyti. Sagði hann að veðriö
hefði verið mjög líkt og þegar Leifur
heppni og enskur togari fórust á Hal-
anum, ekki eins harðhvasst, en öllu
verri sjór. Þarna áttum við illa ævi,
i fyrsta sinni á ferðinni, jivi að allt
blotnaði, m. a. sængurföt okkar. Loks
siotaði veðrinu, gerði logn og besta
veður, en alda var mikil fyrst á eftir.
Þess má geta, að kálfunum leið vel
allan tímann, sem á þessu gekk, átu
og drukku eins og ekkert væri.
Ferðin gekk að óskum, það sem
eftir var, og eins og áðúr er getið
komum við inn á Reykjavíkurhöfn
hinn 2(5. ágúst kl. tæplega þrjú um
nóttina. *
Kálfur heftur hjá móðurinni dauðri.
'S,'?í,t,'S,','SS,',',',',',',',',',',',',','s
Oícrialiósin eru $ögur, en þau gda 1
dnnig vcrið hœiiuleg. — Joreldrar |
leiðbeinið börnum yðar um meðferð |
á óbyrgðu Ifósu Xlm leið og vér bein- !
um þessum lilmœlum lil yðar ósk- |
um vér yður óllum |
glcðilegra fóla 1
Brunabótafélag Islands |