Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 16

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 16
12 ^*^*^*^*^*^*^#^*^*^*^*^*^*^* JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 GUÐNI ÞÓRÐARSON, blaðamaður: DAGUR I BETLEHEM Sagt frá borginni helgu, þar sem fæðingarstjarnan lýsir enn yfir vellina og Betlehemsklulclcur kalla jól um veröld alla. r dalverpi neðan við Getsemane- garðinn rauk undan hóffari ara- bisks hermanns, sem flýtti sér til varðstöðvanna upp á olíufjallinu, þar sem vakað er dag og nótt og fylgst með hverri hreyfingu gyðingaher- manna liandan hæðanna, sunnan og norðan Jerúsalemsborgar. Það er enn umsátur og hernaðarástand í landinu helga, eins og verið hefir lengst af um áraþúsundir. Hermenn Pílatusar eru horfnir, en kristnir menn eru enn gestir í landinu helga. Gestir Múliam- eðstrúarmanna, sem þrátt fyrir ólíkar tíúarskoðanir sýna kristnu fólki þá tillitsemi og vinsemd, að leyfa kirkju- deildum þess að annast um staði þá, sem helgastir eru og beinlínis eru tengdir atburðum úr lífi og dauða frelsarans. — Þið verðið að vera komnir aftur fyrir myrkur, því að þá verður hliðinu lokað, sagði arabiski varðmaðurinn í borgarhliði Jerúsalemsborgar og dró gildan staur úr hliðinu um leið og hann hleypti okkur út fyrir borgar- múra hinnar umgirtu og liersetnu borgar. Hliðið er rammgerður stein- kastali frá fyrri öldum. Hvítur höfuð- klútur hermannsins tyftist undan hiýrri eyðimerkurgolunni, sem leitaði uieðfram virkismúrunum, neðan frá Hinnomsdalnum. Jerúsalem er umsetin borg og í hernaðarástandi. Borginni er skipt milli araba og gyðinga og tvöföld gaddavírsgirðing skilur svæðin. Þeg- ar skiptingin fór fram við vopnahlés- samninginn var fólk það, sem bjó í húsum þeim, sem á hlutlausa svæðinu eru, flutt burt og standa því húsin auð, eða hálf húsin, ef þannig hittist á að hin nýju landskiptatakmörk voru yfir húsin. Að vísu eru húsin, á hinu mjóa hlutlausa svæði í sjálfri borg- inni, mörg sundurskotin og ekki íbúðarhæf lengur. En hver sá sem hættir sér inn á svæðið milli gadda- virsgirðinganna á það á hættu að verða skotinn af hermönnum gyðinga, eða araba. Þessi skipting torveldar að sjálf- sögðu alla umferð um borgina. Mest- ur ‘hluti borgarinnar er á yfirráða- svæði gyðinga, einkum nýrri borgar- hlutarnir, en nær allir þeir staðir er tcngdir eru kristninni eru í gamla borgarhlutanum á svæði araba. Um- ferð um borgina, að henni og frá, er mjög tálmunum háð og viða algjörlega bönnuð eftir myrkur. Halda flestir milli gyðinga og araba, Tsraelsríkis og Jordaníu. Enda þótt arabar, sem eru Múham- eðstrúar, ráði ríkjum, sýna þeir kristnu fólki mikla tillitsemi í land- inu 'helga. Þeir teyfa kristnum prest- um og munkum að búa í landinu og annast um helga staði og kirkjur, sem byggðar hafa verið guði til lofs og dýrðar á biblíustöðunum. Þetta Júlaklukkan mikla í turni fæðingarkirkjunnar. sig þá innan dyra, enda aldrei að vita hvar skot kann að hlauiia úr byssu og óeirðir að blossa upp. Þannig er þá ástandið í landinu helga. Þúsund ára friðurinn ókominn enn. Flestir sögustaðir biblíunnar eru í landi Jordaníu og á yfirráðasvæði araba, Palestína, er ekki lengur til, sem land, þar sem henni var skipt gera þeir, enda þótt þeirra guð sé Allah og spámaður hans Múhameð. í faiðingarborg frelsarans býr fólk, sem þekkir Jesú, aðeins iítillega að af- spurn ferðamanna og munka og i Jerúsalem býr fjöldi Múhameðstrúar- manna, sem ekki veit, að frclsarinn var krossfestur við bæjarvegg þeirra og bar kross sinn eftir götunni sem það fólk daglega gengur og kaupir sitt daglega brauð úr óhreinum hönd- um arabans á götuhorni. Þetta er ekki gata þeirra spámanns. Hans gata er sandauðnin suður í Arabíu. En við eruni á leið til Betlehem. Við fréttum ung af lestri jólaguð- spjallsins í kirkjunni okkar heima, að frelsari vor Jesús kristur væri fæddur þar. Frásögn jólaguðspjallsins kemur ósjálfrátt fram í hugann og bergmálar þar. — En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágúst- us keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina ... og fóru þá allir að láta skrásctja sig, liver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borginni Nazaret upp til Judeu, til borgar Daviðs, sem heitir Betle- hem, ])ví liann var af húsi og kyn- þætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldu þar kom að því að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu. Á leiðinni til Betlehem varð jóla- gnðspjallið lifandi. Leiðin liggur í suður frá Jerúsalem. Um 18 kílómetra löng leið er þaðan til Betleliem. Bein- asta leiðin er mun styttri, en krækja verður nú framhjá landsvæði, sem gyðingar ráða yfir og er hluti af ísraelsriki ])eirra afgirt gaddavír og varið vopnuðum hermönnum. Leiðin iiggur utan i hæðardrögum og eftir dalverpum. Gróðurlendi er víðast hvar lítið, jörðin grýtt, en fal- legir akurblettir á stöku stað. Þar hefir mannshöndin rutt grjótinu burt og hlaðið því upp í varnargarða, sem likjast gömlum túngörðum, hlöðnum úr lausagrjóti, sem sums staðar má sjá í íslenskum sveitum. í austri ris Júdeueyðimörkin gróð- urlaus og lág fjöll og hálsar. Sums staðar sést Dauðahafið handan fjalla og hæða. En hinu megin við það er áframhaldandi gróðurleysi, eyðimerk- Betlehem. Séð yfir Betlehcm úr turni fæðingarkirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.