Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Side 30

Fálkinn - 14.12.1956, Side 30
26 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 KUNNIÐ ÞIÐ „að fara yfir ána“? Þetta er eins konar innanhúss- kapphlaup. í 'hverri umferð keppa tveir og tveir sanian. Hvort par á að hafa tvö pappirsblöð, 15x20 cm. stór. Þau sýna stíflurnar i ánni. Sjálf áin er gólfið, um þriggja metra breidd er hœfileg. Þeir tveir, sem eiga að keppast yfir ána standa við þilið, með oi'urlitlu millibili, en kcppinautar þeirra leggja „stíflu“ fyrir framan tærnar á þeim. Þegar merki er gefið stiga þeir á stifluna og flýta sér að setja nýja stíflu handa félaga sínum, sem stigur á hana' og um leið er stifl- an tekin, sem stígið var af og lögð næst. ASKJA FYRIR JÓLASÆLGÆTI OG GJAFIR. Taktu ferhyrnda glanspappirsörk, 22x22 cm. Brjóttu liana milli horn anna, eins og sýnt er á b. Beygðu svo hornin inn að miðjunni, sjá c. Gerðu brotin skörp. Beygðu svo efsta og neðsta brotið inn að miðju, sjá d, og síðan báða endana, sjá e. Brjóttu svo örkina sundur aftur, þá eiga brotin i henni að vera eins og sýnt er á f. Klipptu pappírinn þar sem feitu strikin eru. Brjóttu svo hin hornin inn að miðju aftur. Réttu hliðarnar í öskjunni upp, sjá g. Beygðu oddana y og x inn i miðjan botn, yfir hliðarnar á öskj- unni og límdu hornin saman í botn- inn. Til þess að gera öskjuna sterk- ari er gott að setja pappaspjald í botn- inn og með hliðunum. — í lokið er notaðlir pappír, sem er 1 cm. stærri en sá fyrri. Til þess að skreyta öskj- una má líma á tiana litlar glans- HÚSIÐ JÓLASYEINANNA. Þið getið ennþá búið ykkur til jóla- almanak til að sjá hve margir dagar eru til jólanna. Við búum það til sem Jólasveinahús, og þið sjáið það á mynd I. Efnið í húsið er askja utan af karl- mannaskóm og ein gul og önnur rauð örk af gljápappir, rauð örk af þunn- um pappa, tómt tvinnakefli, dálítið af vatti, lím eða klístur og límpappír og dálítið af hvítum pappír til að fóðra öskjuna með, svo að númers- miðinn á endunum sjáist ekki. Þú skerð 12 glugga, 4 cm. háa og 2 cm. breiða á hotninn og lokið af öskjunni, þeir eiga að vera 4 sentimetra frá neðri brún og 4 millimetrar á milli SKRAUT Á HITT JÓLATRÉÐ. Mynd 5 sýnir „lugt“, sem búin er til úr gljápappírsræmum og lítilli pappaskál. Líka má nota part af eggja- skurni (6). Klipptu fjórar ræmur, t. d. tvær rauðar og tvær bláar. Þær eiga að vera % cm. breiðar og 12 cm. langar. Rænnirnar eru límdar neðan á botn- inn, þannig að hanki verði úr þeim. Festu svo tvinnalykkju í hankana, til þess að hengja körfuna á greinina. Mynd 7 sýnir litla klukku úr silf- urpappír. Pappadós, eins og á 5, er fóðruð með silfurpappír. Svo tekurðu rautt silkiband eða bómuliargarn, 28 cm. langt, setur 'hnút á endana og dregur það tvöfalt gegnum rauða tré- perlu og setur svo annan hnút á tvö- falt bandið, 2 cm. fyrir ofan hinn. Svo stingur þú gat á klukkuna með stoppunál og þræðir bandið í gegn. SJÁ MYND TIL VINSTRI. þeirra. Og svo skrifarðu tölurnar 1 til 24 undir gluggana. Iílipptu svo tvær ræmur af gula gljápappírnum, 5 cm. breiðar og jafn langar öskjunni, berðu lím á báða endana, gula megin, og limdu ræm- urnar fyrir gluggaröðina, að innan, þannig að gula hliðin viti út og papp- írinn byrgi fyrir gluggana. Svo skerið þið eftir kantinum á öskju og loki, yfir gluggunum, eins og sýnt er á mynd 2. Iílippið 24 ræm- ur úr gula pappírnum (2 cm. breiðar og 3 cm. lengri en breiddin á öskju- botninum er), sjá mynd 3. Á gulu bliðina, % cm. frá endan- um, límið þið rauðan jólasvein, sem þið bafið klippt úr rauða gljápappírn- um, eftir mynd 4. Þegar allar þessar ræmur með jólasveinunum eru tilbún- ar, stingið þið þeim niður gegnum rifuna á öskjubrúnunum og fyrir gluggann, og svo langt niður að jóla- sveinninn komist niður fyrir glugg- ann og sjáist ekki. Svo er lokið fest á öskjuna með limpappír og endarnir á jólasveinaræmunum festir að ofan, svo að þeir detti ekki niður úr rifunni. Tvinnakeflið, sem á að halda uppi þakinu á búsinu, er fest ofan á lilið- ina á öskjunni. Þakið er búið úr þunna pappanum rauða. Reykbáfur- inn er gerður eftir teikningunni á mynd 5. Og svo er þunn slikja úr vatti sett á þakið. Á hverjum morgni er þakinu lyft upp og ein gula ræman dregin ofur- litið upp, svo að jólasveinn sjáist í glilgganum. Og á gluggunum, sem enginn jólasveinn er í getið þið séð hve margir dagar eru til jóla — gulu gluggarnir eru jafn margir og dagarn- ir sem eftir eru. En á aðfangadaginn eru komnir jólasveinar i alla glugg- ana.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.