Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 35

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 téM 31 Belindu fannst þetta vera ljótasti maðurinn, sem hún hefði nokkurn tíma séð. JÓLASVEINNINN OG TÖFRA- SPEGILLINN. Framhald af bls. 28. PABBI í VANDRÆÐUM. Belinda og Tommi lilupu svo Jiralt að þau náðu varla andanum. Svo liægðu þau á sér og leiddust. Tommi sagði ekki orð. Loks komu þau að stóru verslun- inni, þar sem Pabbi vann. Þau fóru inn og nú blasti við þeim feiknastórt jólatré. Það var með glitþræði og skrauti og fljúgandi engill á topp- inum. Og undir trénu var fjöldi af bögglum með mislitum pappir og gljáandi böndum. Tommi starði og starði. Hann liafði aldrei séð jólatré fyrr, og gat ekki hreyft sig úr sporunum. Það var svo gaman að horfa á greinitréð og finna af þvi lyktina. En börnin tvö urðu að fylgjast með straumnum, upp og niður stigana, og loks komu þau að stóru, rauðu há- sæti. Og i þessu hásæti sat sjálfur jóla- sveinninn! Augun í Tomma urðu stór og gljá- andi. Aldrei bafði hann upplifað neitt þessu líkt. Hann varð svo liugfang- inn af jólasveininum, að nú þótti honum líka vænt um jólin — í fyrsta sinn ... — Ég hefði getað biðið niðri í þvög- unni, sagði Belinda, — en ekki hann Tonimi. Manstú, pabbi, eftir stóra drungalega lnisinu, sem við sáum i morgun? Pabbi hló. — Meinarðu lnisið hans Jeremíasar níska? — Heyrðu, pabbi. Hann er ekkert ríkur. Hann getur ekki verið rikur, því að þetta er hann Tommi, drengurinn lians Jeremíasar ríka, og hann hefir aldrei séð jólatré á ævi sinni, og aldrei jólasvein! Finnst þér iiann ekki aumingjalegur? Pabbi leit á Tomma, fölan og gugg- inn, í þröngri, götugri úlpunni. — Ert þú sonur hans Jeremiasar niska? spurði hann iiissa. Drengurinn hneigði sig feimnis- lega. Pabbi tók Tomma og þrýsti honum að sér og sagði: — Jæja, þá skal ég sjá um að það verði jól hjá þér núna líka, drengur minn. — Það er einmitt það sem ég sagði! Belinda hrópaði af gleði. — Meinarðu að ég eigi að fá jóla- tré og gjafir og svoleiðis? Tommi átti bágt með að trúa þessu. — Ég skal tala um það við hann pabba þinn, sagði pabbi Beiindu. Ég er viss um að hann neitar ekki jóla- sveininum. En nú er best að þið hjáíp- ið mér þangað til i hádegishléinu. Þá ætla ég að tala við hann. TOMMI og Belinda létu ekki segja sér tvisvar að þau ættu að hjálpa jólasveininum. Belinda raðaði öllum börnunum i röð, og Tonnni afhenti þeim öllum spýtubrjóstsykur. Þau hjálpuðu til allan daginn; Loks kom hléið, og þá steig pabbi úr hásætinu. Hann tók sitt barnið í iivora hönd og þau fóru út. Hann gleymdi alveg að fara úr jólasveinabúningnum. Svo gengu þau heim til Tomma. Fólkið sem sá þau leit við og brosti. Það var ekki á hverjum degi sem það sá jólasvein með tvö glöð börn. En þegar þau komu fyrir Iiornið að götunni, sem Tommi átti heima í, sáu þau hóp af fólki, sem liafði safn- ast saman á gangstéttinni. Og lög- reglubílar þutu fram og aftur. — Hvað er um að vera? spurði Pabbi cinhvern manninn. — Barnaþjófnaður, svaraði maður- inn. — Þeir segja að drengnum !ians Jeremíasar níska hafi verið stolið. 1 þessum svifum kom Jeremias, sem stóð á efsta marmaraþrepinu, auga á Tomma, Belindu og Pabba i þvög- unni. Hann hljóp niður þrepin, þreif í pabba og sagði: — Hérna er hann! Hérna er maðurinn, sem stal drengn- um mínum. Takið þið iiann fastan! Og áður en Belinda eða Tomrni eða Pabbi gátu sagt nokkurt orð, konni tíu—tólf lögregluþjónar vaðandi, stungu Pabba inn í grænan lögreglu- bil og óku beint í fangelsið. BELINDA FÆR HEIMSÓKN. Jeremías níski þóttist viss um, að það væri Belindu-Pabbi, sem hefði stolið Tonnna, og þetta sagði hann lögreglunni. Nú horfði illa fyrir Pabba. Það var ckki hægt að neita því að hann hafði leitt drenginn. Lögreglan tók hann' eins og hann stóð i jólasvcinsskrúðanum og með húfuna niðri á eyrum. Það var ljót sjón að sjá Pabba dreginn inn í fangaklefann. Belinda og Tommi eltu Jeremias niska inn í liúsið. — Hann stal mér ekki! sagði Tommi grátandi. — Það var ég sem strauk. — Þú varst tældur burtu! öskraði Jeremías fokvondur. — Stelpan tældi ])ig til að fara með jólasveininum, sem ekki er neinn jólasveinn heldur þjóf- ur i dularbúningi. — Það er ekki satt! sagði Belinda. — Hann pabbi ætlaði að gleðja hann Tomma, og við vorum á leiðinni heim til yðar. — Hann kom til að hafa út úr mér peninga! Jeremías sat við sinn keip. — Og þér er hollast að hypja þig út. Það er leitt að lögreglan skuli ekki mega setja börn í tukthúsið. — Þér eruð mesta fúlmennið sem ég hefi nokkurn tíma hitt, sagði Belinda. — Ef hann pabbi verður ekki látinn laus strax, þá — þá ... — Snáfaðu út! Jeremías níski lirinti lienni svo að hún rakst á skrifborðið og meiddi sig. Belinda fór að gráta. — Æ-æ! kveinaði hún, og um leið og hún rétti úr sér tók lnin eitthvað úr munninum og faldi það í lófanum. Svo fór hún út og hljóp alla leið heim til sín. Hún var ekki fyrr kominn inn í stofuna en hún leit á það, sem hún hafði í lófanum. Það var tönn! Tárin runu niður kinnarnar á aumingja Belindu. I morgun hafði allt verið svo indælt, en nú var Pabbi kominn i fangelsi. Stóra verslunin hafði engan jólasvein. Tommi fékk ekki að halda jól. Og hún hafði misst tönn! EN Pabbi hafði kennt lienni að það er gagnslaust að gráta. Þess vegna þurrkaði hún af sér tárin og fór að heimsækja Pabba í fangelsinu. — Margra skrilna menn höfum við haft gestkomandi hérna, en þetta er í fyrsta skipti, sem við höfum haft jólasvein, sagði fangavörðurinn lilæj- andi. — Elsku Pabbi, sagði Belinda þegar hún sá pabba sinn bak við grind- urnar. — Hvað eigum við nú að gera? Hann brosti. — Vertu róleg, væna mín. Lögreglan uppgötvar sjálfsagt fljótt að þetta er misskilningur. — En hvenær? — Það verður ekki langt þangað til. — En Pabbi. Hvernig fer með jólin og verslunina og Tomma? — Það lagast, sagði Pabbi. Hann var daufur og aumingjalegur. Fangavörðurinn kom því að lieim- sóknartiminn var útrunninn. Þegar Belinda var að fara, sagði Pabbi. — Ég sé að þú hefir misst tönn. Gleymdu ekki að láta hana undir koddann þinn. Þá gæta tann-álfarnir þin i nótt. Belinda vissi auðvitað að þetta var ekki nema hjátrú. En samt gerði liún eins og Pabbi hafði sagt, vafði silki- pappír um tönnina og stakk henni undir koddann. Hún lá lengi vakandi í myrkrinu. — Ég má ekki gráta, ég má ekki gráta, sagði hún i sifellu. — Ég verð að hugsa um livað ég á að taka til bragðs. Allt í einu fannst henni eitthvað hreyfast í rúminu sínu. Það er sjálf- sagt hnappur á sængurverinu, sem hefir hneppst upp, hugsaði hún með sér. — Ég get ekki sofnað, sagði hún kjökrandi og sneri sér á hina hliðina. — Æ-æ, ég dett fram úr rúminu! skrækti mjó rödd. Belinda spratt upp í rúminu og fletti af sér yfirsænginni. Hún hafði hjartslátt og höndin skalf er hún kveikti, en hún sá ekkert. Hafði hana verið að dreyma? En svo sá hún að eitthvað hreyfðist undir yfirsænginni, sem lá niðri á gólfi, — Hvernig i ósköpunum eigum við að komast út héðan, tísti sama rödd- in og áður. — Hjálp! hjálp! hjálp! tísti önnur rödd. — Þakið er dottið ofan á okkur! Belinda beygði sig og lyfti upp yfir- sænginni. Þarna sá hún tvær smá- pislir. Strák og stelpu, en þau voru í gullfötum. — Heyrðu! sagði telpan önug, — hvers vegna sefurðu ekki? Belinda starði forviða á gestinn. — Hvað ... liver eruð þið? stamaði hún. TANNBORGARFERÐIN. Við erum tannálfarnir, Frank og Fanny, sagði strákurinn. — Og mér finnst illa gert af þér að liggja vak- andi til þess að ónáða okkur. — Ég var andvaka af því að ég var svo hrædd um hann Pabba, sagði Belinda. — Og hver er þessi Pabbi? Belinda settist niður á gólf og litlu píslirnir tylltu sér á tærnar á hcnni. Belinda sagði þeim frá Pabba, að hann væri besti jólasveinn i heimi en hefði verið settur í fangelsi. Hún sagði þéim líka frá veslingnum lion- Framhald í næsta blaði. Segðu þessi orð: Haksi — faksi — buksa — baksi! —• Hún gerði það og allt í einu varð hún eins lítil og álfarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.