Fálkinn - 14.12.1956, Side 37
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 ^#^*^*^#^*^*^*^*^*^*^*^#^*^C* 33
Við stóðum grafkyrr og gátum ekki
sagt nokkurt orð.
— Stjarnan frá Betlehem! muldr-
aði einhver.
Á jóladaginn var hin árlega „bauna-
hátið“ eskimóa haldin. Og ég verð
að segja að þar var glatt á hjalla,
er eskimóarnir þyrptust kringum
baunapottana.
Baunirnar eru uppáhaldsmatur
eskimóa, og það er kostuleg sjón að
sjá þá éta! Samkvæmt reynslu fyrri
ára höfðu þeir með skálar og kirnur
og skjólur, til að taka með sér heim
það sem þeir gátu ekki torgað. Eftir
matinn stigu þeir allir hringdansa
kringum baunapottana.
Um kvöldið koniu þeir hvitu heim
til okkar. Við sátum á gólfinu kring-
um jólatré Gloriu-May og þar voru
allir jólabögglarnir. Allir tuggðu
konfekt og marsipan og allir sögðu:
— En hvað þetta er fallegt! þegar þeir
opnuðu jólabögglana með smádótinu,
sem gert hafði verið þarna á staðn-
um. En vitanlega var mest stáss að
jólagjöfunum að heiman, sem höfðu
verið valdar með kostgæfni fyrir
mörgum mánuðum, en voru svo lengi
á leiðinni.
Milli jóla og nýárs var alltaf mikið
um að vera i Chesterfield. Þá var
eittlivað við að vera á hverjum degi.
En gamlaárskvöldið var erfitt kvöld.
Við sátum og vorum að horfa á Gloriu-
May vera að svæfa brúðuna sína.
Heimþráin seiddi okkur. Landið sem
við vorum i mátti heita ósnortið af
hvítum mönnum. Það var fjarlægt,
frumstætt og eyðilegt — lnigurinn
lvvarflaði óneitanlega til allra þæg-
indanna, sem maður gat notið heima.
Nágrannarnir vissu að það gat ver-
ið, ömurlegt fyrir nýja fólkið að lifa
fyrstu jólin sín þarna norður á lijarn-
inu. Allt í einu heyrðust köll og bar-
smíð fyrir utan. Það var hvorki um
bruna eða slys að ræða, heldur var
kominn þarna hópur, sem ætlaði að
skemmta okkur.
Heimabruggið kom á borðið og
kvenfólkið steikti saltfisk og kart-
öflur. Eskimóinn Ayranni kom með
dragspilið sitt — og við dönsuðum
framundir morgun. Samkomulagið
var hið besta og allir voru kátir.
Við vorum eins og ein stór fjöl-
skylda, sem fannst lífið þarna á
fannbreiðunum spennandi og lokk-
andi. Það gat verið erfitt og liart
oft og tíðum, og fullnægjandi líf var
það ekki. En það var gaman að því
samt.
Loks fylgdi ég gestunum úr hlaði
og á eftir labbaði ég einn um land-
nemaþorpið og var að hugsa um hvað
]>að væri skrítið að svona mörg hlý
hjörtu og svona mikil hamingja gætu
haldist við þarna í eyðimörkinni.
ESKIMÓINN
OG HUNDURINN IIANS.
Snemma í april fékk ég tækifæri
til að fara til „Ncophyte" og sækja
meðulin, þvi að eskimóarnir höfðu
ekki komið með þau öll. Og auk þess
hafði ég fengið skeyti um að eskimói,
sem átti lieima skammt frá skipinu,
hefði kalið á hendi, og ung stúlka
hefði fengið tæringu og þurfti að
komast burt frá fjölskyldunni hið
bráðasta. Svo að ég gat slegið nokkrar
flugur í einu höggi. Og af því að þetta
var löng ferð, þótti mér réttast að
kaupa mér hunda sjálfur.
Eskimóinn væri ósjálfbjarga án
hundanna sinna. Hundurinn er eina
húsdýrið hans, og auðlegð lians er
Sheeniktook hleður snjókofa.
miðuð við hundafjöldann sem hann á.
Eskimóahundurinn er mjög svip-
aður úlfi. Hann er .stór og sterkur,
um 75 cm. hár og vegur kringum 35
kíló. Honum er auðvelt að draga
sina eigin þyngd, og fyrir hlöðnum
sleða fer hann C—7 kílómetra á
klukkustund. Á sumrin er hann látinn
bera 20 kíló. Sé hann laus þá hleypur
hann hæglega 30 kílómetra á klukku-
stund — og hraðara ef liann er að
eltast við hreindýr.
Eskimóarnir fara að jafnaði vel
með hundana sína og kunna vel að
temja þá. Forustuhundurinn er sér-
staklega verðmætur og mikil alúð við
að venja hann. Það er hann sem velur
öruggustu leiðina á viðsjálum ís,
léttir 'hinum verkið með því að velja
bestu færðina og hefir algert vald á
hópnum, sem dregur sleðann. Hafi
maður stjórn á forustuhundinum þarf
ekki að skipta sér neitt af hinum. En
ef máður hefir ekki lag á forustu-
hundinum verður hver einasti hund-
ur í hópnum óviðráðanlegur.
Ég hafði vanist að treysta dóm-
greind Sheeniktooks, og sjálfur hafði
ég lítið vit á 'hundum. Þess vegna
fól ég honum að kaupa hundana fyrir
mig. En nú kynntist ég nýrri hlið
á skapgerð eskimóa: Þegar ég ællaði
að leggja af stað kom það á daginn
að tveir af hundunum fjórum voru
gersamlega ónothæfir. Annar var
haltur en hinn með stórt sár á fæti.
Ég varð fokreiður við Sheeniktook
og lét hann skilja það. Þá gekk það
upp fyrir mér, að í hans augum var
ég aðeins „hviti læknirinn“ — og að
þarna gafst tækifæri til að hjálpa
vini sínum til að losna við tvo ónýta
hunda. En einkennilegt var að hann
skildi ekki, að það mundi mæða mest
á honum sjálfum, en ekki mér, að
hundarnir reyndust ónýtir. Hann átti
að stjórna þeim! Ég lét lialta hundinn
verða eftir en reyndi að græða sárið
á hinum.
Ferðin að „Neophyte“ er sú erfið-
asta, sem ég hefi nokkurn tíma farið.
Undir eins eftir fyrsta daginn hafði
Sheeniktook misst þá litlu rödd sem
hann liafði — svo mikið hafði hann
gaulað til hundanna. Ég tók við að
gaula, en bráðlega gat ég tæplega
hvíslað. Auk þess fékk ég brunasár
i andlitið, af sólinni, sem endurspegl-
aðist af snjónum.
Þegar við komum í náttstað um
kvöldið dáðist ég að Sheeniktook
meðan hann var að byggja snjóhúsið.
Hann var ekki nema klukkutíma að
byggja þéttan og fallegan „iglo“ með
'hvelfdu þaki, úr snjókökkum, sem
frusu saman jafnóðuin.
Daginn eftir héldum við áfram.
Sheeniktook virtist ekki hirða um
hvaða stefnu við fórum i, og er við
höfðum ekið nokkra tíma spurði ég:
— Sheeniktook, hvc lengi heldurðu
að við verðum í þessari ferð?
Hann muldraði eitthvað sem ég
skildi ekki. Ég spurði aftur.
Nú kom svarið hikandi: — Kannske
sofa sex sinnum ... Meira gat ég ekki
haft upp úr honum.
ÖMURLEG NÓTT.
sem mjótt nes gengur út í sundið" ...
Við Sheeniktook komumst á þetta nes,
tæpan kílómetra frá skipinu.
Við komumst um borð í mannlaust
skipið, og fundum nitíðulin i besta
ástandi.
— Á morgun verðum við að leita
sjúklingana uppi, sagði ég.
Hann hristi höfuðið: — Ég finn
... Sækja á skipið . .. Og svo ætlaði
hann að þjóta af stað.
— Þú finnur þá ekki i svarta
myrkri! sagði ég.
— Ég sækja sjúka á skip ... hélt
hann áfram.
Loks gafst ég upp, þvi að ég hélt
að Sheeniktook hefði einhver ráð
undir rifi. Og svo var hann farinn.
Mér fannst óhugnanlegt að vera al-
einn þarna í skipinu. Eftir að ég
hafði lagt mig setti að mér hræði-
lega tilhugsun: Setjum svo að Sheen-
iktook komi aftur eins og þjófur á
nóttu og geri út af við mig til að ná
í farartækið mitt? Annað eins hafði
komið fyrir, ef trúa mátti sögunum
sem gengu. Ég fór að vclta fyrir mér
hvort ég ætti að fara upp í loftskeyta-
klefann og senda S.O.S. — en þótti
ólíklegt að mér tækist það. Ég fór
á fætur, læsti öllum dyrum og lagði
skammbyssuna hjá mér. Loks hlýt ég
að hafa sofnað.
Þegar ég vaknaði var ég staðráðinn
í að senda neyðarmerkið.
En á næsta augnabliki voru allar
áhyggjur minar horfnar eins og dögg
fyrir sólu: Sheeniktook lá í kuðung
fyrir utan klefadyrnar og skar hrúta.
Hann hafði ekki viljað ónáða mig,
er hann fann að dyrnar voru læstar.
Og svo hafði hann og sjúklingarnir
lagst fyrir þarna í dragsúgnum í
ganginum.
Með aðstoð Sheeniktooks tók ég
höndina af kalna manninum, við
skímuna frá oliulampanum í stýri-
mannsklefanum. Við stúlkuna var
ekki annað að gera en koma henni
suður á heil.suhæli sem allra fyrst.
Hún hafði orðið þessum sjúkdómi að
bráð, sem eskimóar vissu ekki af
fyrr en þeir komust í kynni við hvitu
mennina — og sem nú hafði orðið
um tíunda 'hluta þeirra að bana.
Svo héldum við heimleiðis með
sjúklingana og eins mikið af lyfjum
og við gátum flutt.
Þegar við loksins komum til baka
i „menninguna“ höfðum við verið að
heiinan í þrjár vikur. Og nú fórum
við að vona að ísana færi að leysa.
— Þeir segja að þá leysi ckki fyrr
en i júli hérna, sagði Viola.
— Það er langt ennþá þangað til i
júlí, hugsaði ég með mér. Og ekki
grunaði mig að ég ætti að upplifa
óskemmtilegt ævintýri innan þess
tíma. *
Við höfðum heyrt í útvarpinu, að
„Neophyte“ væri „einhvers staðar þar
Gamall Eskimói, sem hefir málað gára þvert yfir hrukkurnar í andlitinu.