Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 21

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 17 Hónum hlýnaði um hjartaræturnar cr hann sá brosið á telpunni. Og hún fór sigrihrósandi heim með jólatréð. Melinda mætti frú Nicholson fyrir utan húsið — hún var hræðilega fín, í otraskinnskápu og með flauelshatt. Hún átti heima i stóru íbúðinni á fyrstu hæð, og maðurinn hennar átti bíl. Enginn þekkti hana og hún brosti aldrei. Þegar hún sá Melindu rogast upp stigann með stóra jólatréð rétti hún út höndina til að hjálpa henni. . „Það er of þungt fyrir þig að bera þetta ein,“ sagði hún. Melinda var öll eitt bros. „Já, ég veit það. En er þetta ekki fallegt tré — fyrir aðeins finnn krónur? Nú á ég peninga fyrir jólaskraut líka.“ „Finnn krónur?“ sagði frú Nichol- son. .Tæja, jafnvel kaupmenn höfðu stundum gott lijartalag fyrir jólin. Þetta var ekkert fyrir þá, sem ekki áttu endurminningar. Því að minning- ar hennar um jólin fyrir tveinnir ár- um vöktu enn hrylling og kvöl hjá henni. En andlitið á henni mýktist fljótt. Enginn hafði rétt til að slökkva annað eins bros og var á þessari ungu telpu, er hún horfði á liana. „Á ég að hjálpa þér til að bera tréð,“ sagði hún, þó að hún ætlaði sér ekki að segja það. „Þakka yður kærlega fyrir! Hún mamma veit ekkert um þetta, sjáið þér. Hún ætti nú eiginlega lielst ekki að sjá það fyrr en ég er búin að skreyta það, en við höfum engan stað sem hægt er að geyma það á, þarna uppi.“ „Hvers vcgna veit hún móðir þín ekki um jólatréð?“ spurði Sonja Nic- holson. „Á þetta að koma henni á óvænt á jólunum?" „Já,“ sagði Melinda og kinkaði kolli svo að jarpa hárið hristist. „Við höfðum ekki efni á að kaupa jólatré í ár, svo að þess vogna hefi ég verið að spara. Ég held að hana mömmu hafi langað skelfing mikið til að fá jólatré, henni þykir svo vænt um þau. En svo var ekki annað til en spari- grísinn. Pabbi vildi að við tæmdum úr honum, en mamma vildi ekki leyfa honum það.“ Telpan hélt áfram að segja frá, en Sonja iNocholson lieyrði ekki nema helminginn. Hún minntist hinna jól- anna og hvernig Matt litli hefði skemmt sér þá. „Þetta á að vera jólatréð hans Stephens,“ hafði hún sagt. „Jæja, eiga reifabörn að fá jólatré lika? Æ-nei, ætli það sé ekki barnið i þér, sem lifir enn,“ sagði Matt hlæj- andi. „Kannske, Matt — hlæðu bara að mér!“ Fyrsta barnið, sem þau höfðu þráð svo lengi — og það síðasta! Það hafði læknirinn sagt lienni berum orðum. Hvers vegna þurfti Stephen að deyja einmitt sjálft jólakvöldið? Það var óréttlátt og grimmilegt. Jólin höfðu misst gildi sitt hjá lienni eftir þetta. Litla jólatréð inni í bláa lierberginu með barnafötunum og hvítu knipplingunum, sem hún hafði ætlað að nota á skírnarkjólinn. Og milli hennar og Matts hafði myndast þunnt gler, sem þau gátu ekki komist gegnum. Karlmennirnir tóku sér svona áföll ekki eins nærri og mæðurnar, hugsaði lnin með sér. Annars hefði hann aldrei látið sér detta í hug, að þau tækju kjörbarn! Hún hafði orðið svo sárgröm þegar hann minntist á þetta, að liann liafði aldrei læpt á þvi siðan. „Kannske — kannske ég gæti fengið að geyma jólatréð inni hjá yður?“ sagði Melinda varfærnislega. „Bara svolitla stund, þangað til ég hefi keypt það sem á að hengja á það. Hún mannna fer út bráðum, og þá get ég farið með það upp. Má ég það?“ „Já, gerðu svo vel,“ sagði Sonja Nicholson. En henni var kvöl að því að horfa á jólatréð, er hún gekk um ibúðina. Hún fann að tárin reyndu að leita útrásar, en stöðvaði þau. Engin tár gátu skolað burt sorginni og beiskj- unni. Hún hugsaði til Drew-fjölskyld- unnar. Ætti ég að gera eitthvað fyrir hana? datt henni í hug. Við Matt höfum nægtir af öllu. Melinda kom aftur með smádótið sem hún hafði keypt. Hún lagði það á borðið hjá Sonju Nicholson og vildi fyrir hvern mun sýna henni það. Þarna voru fjórir vasaklútar handa pabba og hálsklútur handa mömmu, tólf mislit kerti, ofurlitið glit og og annað skraut. Það var hrifandi að sjá þetta. Það mundi sjá skammt á svona stórt jólatré. „En þetta verður ekki nóg,“ sagði Sonja Nicholson. „Nei, ég veit það. En ég átti ekki meiri peninga." Það var líkast og frosnar tilfinning- ar Sonju Nicholson færu að þiðna. Hana kenndi til. Hún hafði mikið fyrir að neita sér um að segja þetta: „Ég skal kaupa jólaskraut handa þér!“ Melinda mundi vafalaust líta svo stórt á sig, að hún vildi ekki þiggja slíkt boð. En hvað gat hún gert? Svo mundi hún allt i einu eftir nokkru: Böggli sem var læstur inni í skáp. Nei, nei, nei — það get ég ekki, lnigsaði hún með sér. Það er of mikils krafist. Það átti Stephen að fá! En umhugsunin um þennan böggu! vildi ekki hverfa á burt. Þegar annað barn gat haft gleði af því ... Og sérstaklega núna um jþlin ... Ég held að jólin hafi lagt mig í læðing, sagði hún við sjálfa sig. Ég vil ekki gera þetta, en litla telpan þarna lítur út eins og Stephen mundi hafa gert, ef hann liefði óskað sér einhvers en vitað að hann gæti ekki fengið það. Svo kom luTn orðunum upp úr sér: „Ég á dálítið af smádóti, sem kannske væri liægt að nota. Kerti og jólatrésskraut. Það hefir legið hérna svo lengi og ég hefi eklcert við það að gera núna. Hver veit nema þú getir notað það á jólatréð þitt?“ Það var erfitt að segja það, en henni fannst sér létta á eftir. „Ó, en hvað þér eruð góð. Þakka yður lijartanlega fyrir.“ Brosið á telpunni lilýjaði eins og sumarsól léki um hjartað á Sonju Nicholson. Að gefa þessa smámuni var líkast og klippa sundur tengiþráð við for- tíðina — raunalegan þráð. En minn- inguna um Stephen og hamingjuna sem hann hafði veitt henni, gat eng- inn tekið frá henni. Svo náði frú Sonja í jólaskrautið og hjálpaði Melindu með tréð upp á loft. „Og hvað ætlarðu að hafa í topp- inum?“ sagði hún. „Ég veit ekki, — Silfurstjörnu — kannske . Sonja brosti, og í fyrsta skipti í tvö ár var likast og brosið kæmi úr aug- unum líka. „Þegar ég var lítill átti ég svo- litla álfabrúðu. Hún var svo ljóm- andi falleg.“ „Já, einmitt,“ sagði Melinda hæ- versklega. Hún vildi ekki segja, að hún hefði séð svoleiðis brúður í búðagluggun- um, en að þær væri svo dýrar. En þetta hefir sjálfsagt verið letrað í augun á henni, því að Sonja varð mjög hugsandi er hún gekk niður stigann aftur. Jú, inni i bláa herberginu var brúða með gular fléttur og rjóðan munn. Þegar hún átti von á barninu sinu hafði hún keypt þessa brúðu, vegna þess að hún þóttist viss um að hún mundi eignast dóttur. Matt hafði ert hana mikið þegar barnið varð drengur! Ég gæti látið föt á þessa brúðu, hugsaði hún með sér. Kórónu og vængi úr silfurpappír og hvítan kjól — úr blúndum kannske, — æ, nei, allt hitt get ég gefið, en ekki það, sem átti að verða efni í skirnarkjól Stephens! Það væri goðgá ... Hún fór að gráta ef hún hélt á knipplingunum í hendinni. Það voru góð tár, mild eins og hlýr vorúði. Hún var ekki í vafa lengur. Þegar Matt kom heim sat hún við að sauma hvítan kjól. Hún brosti þegar hann kyssti hana á kinnina. „Hvað ertu að gera?“ spurði hann forviða. „Ég er að búa út brúðu undir jóla- tréð hennar Melindu Drew. Þessir knipplingar, sem Stephen átti að fá, koma loksins að gagni. Ég hefi liugs- að svo margt i dag, Matt. TJm jólin — um litla rauðhærða snáðann, sem við sáum í barnahælisgarðinum einu sinni. Manstu eflir honum? Ég held að mér þætti gaman að eiga dreng með rautt hár ...“ Orðin koinu hægt -— eins og hún væri að leita fyrir sér. „Elsku Sonja,“ sagði liann og beygði sig, tók utan um hana og kyssti hana. Jane kom upp stigann þreytt og lúin og opnaði dyrnar í sömu svifum sem Melinda var að strá glitinu yfir greinarnar á jólatrénu. Jane starði á þetta eins og hana væri að dreyma — hún botnaði ekkert í þessu. „Svona fór ég að gera þig hissa, mainma," sagði Melinda og dansaði kringum hana. „Ég sparaði nógu mik- ið til að geta keypt jólatré, og skrautið gaf hún frú Nicholson mér, — en ekki allt. Ég hefi alltaf verið að spara, þvi að ég vissi að við liefðum ekki efni á að kaupa jólatré í ár. Og svo hélt ég lika að þér þætti gaman að liafa jólatré, mamma!“ Jane lagði frá sér töskuna og þrýsti barninu að sér, en tárin runnu niður kinnar hennar. Það er þetta, sem ég hefi gert, hugsaði hún með sér, látið bæði Doug og Melindu finna, hve fátæk við værum — og gert að byrði það, sem við öll áttum að berjast gegn með hugrekki. Ég hefi brugðist þeim báðum! Ég hefi verið með all- an liugann við að vorkenna sjálfri mér, i stað þess að hlæja og vera í góðu skapi. „Finnst þér það ekki fallegt?“ spurði Melinda. „Það er dásamlega fallegt, elskan min!“ svaraði Jane. „Þetta kostaði allt saman sextán krónur, finnst þér það of mikið, mamma?“ „Nei,“ hrópaði .Tane og rétti út höndina eftir sþarigrísnum. „Komdu hérna, Melinda — lieyrðu mig ...“ Framhald á bls. 44. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< VIÐ VERSLUM MEÐ gripi Gull og d/rir steinar: Hringar Skartgripir Frumlegar gerðir eftir egin teikningum Cisl góðmálmanna er við$angsefjni okkar Qlcðilcg fól! iíón Sipunilsson Skorlpripaverzlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.