Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 43

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 43
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 39 MARY PICKFOKD. Frh. af bls. 37. — Og búðu þig undir að sýna mér hvað þú kannt í leiklistinni! Ég var mállaus af gleði og öll i uppnámi. Belasco hafði snúið sér frá okkur og ætlaði að fara, en sneri sér að mér aftur og spurði: — Segðu mér hvers vegna þú sagðir að líf þitt væri undir þvi komið að þú fengir að hitta mig? — Skiljið þér, herra Belasco, — ég er þrettán ára og stend þó á kross- götum. Ég verð að duga vel héðan í frá og þangað til ég er orðin tvítug. Það eru ekki nema sjö ár. Ég er eins konar fjölskyldufaðir og verð að vinna fyrir eins miklu og hægt er! Þegar Belasco hafði séð hvað ég gat, bauð hann mér hlutverk í næsta leik' er hann ætlaði að hleypa af stokk- unum. Hann hét „Warrens frá Virgi- nia“. Þegar ég fór úr leikhúsinu þetta kvöld varð mér fyrst hugsað til mömmu. Ég skrifaði henni um kvöld- ið. Bréfið var ekki nema tvær línur: „Gladys Smith heitir nú Mary Pickford og David Belasco hefir ráðið hana til að leika í haust.“ BELASCO STARFAR. Belasco hafði valið mig í hlutverk Betty, yngstu dótturinnar í „Warrens frá Virginia". Leikurinn var saminn af William de Mille, og bróðir hans, Cecil B. Mille, sem siðar varð frægur kvikmyndaleikstjóri, var meðal leik- endanna. Skömmu eftir að æfingar byrjuðu fékk ég dálitinn forsmekk af hvernig David Belasco starfaði. Á einni æf- ingunni þeytti hann könnu með hlyn- sirópi á fína persneska gólfdúkinn af ])ví að ekki var ekta síróp í könnunni, eins og mælt var fyrir í handritinu. Þegar æðið var runnið af honum og hann hafði skipað að lireinsa til á leiksviðinu, öskraði liann: — Leyfið yður aldrei framar að gera ykkur dælt við mig! Allt í einu tók hann á rás beint til min, sem var líkust því að ég væri frosin niður. Ég reyndi að gera mig eins smáa og ég gat, en það var gagnslaust. Belasco horfði á mig með glampa í augnakróknum og spurði: — Jæja, Mary, livernig leist þér á sýninguna mina áðan? — Ég . .. ég skil vist ekki hvað þér eigið við, muldraði ég. — Þetta er leyndarmál milli mín og þin, sagði hann spaugandi og eins og það væri trúnaðarmál. — Mér finnst bráðnauðsynlegt að mölva eitthvað að minnsta kosti einu sinni fyrir hverja frumsýningu, til þess að leilc- ararnir geri það sem þeir geta. Áður en frumsýningin var á Broad- waý ferðuðumst við með leikinn í fjórar vikur haustið 1907. Belasco var með okkur þessar fjórar vikur og hefiaði og fágaði tilsvörin hjá okkui’ meðan við vorum að ferðast milli bæjanna. Og mánudag einn í nóvember var frumsýningin á „Warr- ens frá Virginia“ í New York City. Ég hafði náð markinu, sem ég iiafði sett mér: ég var á Broadway og lék í sýningu, sem David Belasco hafði stjórnað! „Warren frá Virginia“ varð löng og heillarík atvinna hjá mér. Haustið 1908 fórum við i leikferð aflur, og nú var ferðin miklu lengri og crf- iðari. Vorið 1908 hafði ieikritið gengið sér til iuiðar og nú sameinaðist Smith- fjölskyldan aftur í New York. Ég hafði getað lagt til liliðar kringum 400 dollara, og mamma og Lottie höfðu líka verið i leikferð og höfðu eilthvað afgangs. Um skeið höfðum við nóg fyrir húsnæði og mat og gátum jaln- vel keypt sitt hvað utan á okkur lika. En vikurnar liðu og buddan léttist, svo að nú fór óttinn við framtiðina að gera vart við sig aftur. Við vissum að við þurftum að ná í atvinnu bráð- lega. En af því mundi vitanlega leiða, að við yrðum að skilja aftur. ÉG „LÆT SVO LÍTIГ AÐ ... Og nú var orðið þröngt í búi. Mamma kom með tillögu, sem mig hryllti við er ég heyrði hana. — Fyndist þér það skelfing leiðin- iegt að biðja um atvinnu við kvik- myndir? spurði hún einn daginn. — Æ, mamma, ég skal gera hvað sem er, en bara ekki það ... — Góða min, ég kysi nú lika frem- ur eitthvað annað handa þér. En ég 'hefi heyrt að þeir borgi vel, og auk l'ess færðu að ganga í silkisokkum og með háa liæla. Ef til vill var það það, sém réð úr- slitunum. Morguninn eftir fór ég út í nýju fötunum mínum og steig út úr strætisvagninum fyrir utan kvik- iryndastöð Biograph og Bioscope. Ég sagði við sjálfa mig að ég skyldi fara þarna inn og spyrja um atvinnu, eins og ég hafði lofað mömmu, og snarast svo út undir eins. Undir niðri hafði mamma valdið mér miklum vonbrigð- um. Að hún skyldi fara fram á það við Belasco-leikkonu, sem auk þess var dóttir hennar, að hún legðist svo iágt að spyrja um atvinnu á þessum fyrirlitlegu, fátæklegu og viðbjóðslegu kvikmyndastöðvum! Ég var ergileg ])egar ég gekk upp þrepin hjá Bio- graph. En þennan marsmánaðardag 1909 steig Mary Pickford fyrsta skrefið á nýjum og ævintýralegum æviferli. Biograpli hafði skrifstofur í gömlu höfðingjasetri. Þegar ég gekk yfir marmaraflísarnar í anddyrinu kom maður út úr vinduhurð beint á móti mér. Hann glápti á mig. Mary Pickford seytján ára gömul. — Eruð þér leikkonaí spurði hann formálalaust. — Ég hefi verið leikkona í tíu ár, svaraði ég stutt. — Ég lieiti Griffith. Þér eruð of iág og of digur, cn ég get prófað yður. Svo var mér troðið i einhvern kjól og Griffith lagaði sjálfur á mér andlitið. Mér var fenginn gitar og sagt að láta eins og ég væri að syngja og dansa. Meðan verið var að ljósmynda mig í þessari mjög svo vanbúnu sýningu, kom ungur maður að og sagði með ■hljómrikri írskri rödd: — Ilvers kon- ar dama er þetta? Þá gekk fram af mér. Ég gleymdi hæði kvikmyndavélinni, gítarnum og Griffitli og sneri mér reiðilega að manninum. — Dirfist ])ér að móðga mig? hreytti ég út úr mér. í þá daga þekkti ég aðeins eina merkingu orðsins „dama“ og hún var alls ekki falleg. Ungi íriendingurinn ■liafði alls ekki ætlað sér að móðga mig. Þótt margt mætti að honum finna hafði hann aldrei ljótan niunn- söfnuð er kvenfólk var viðstatt. Ég ætti að vita það þvi að maðurinn hét Owen Moorc, fyrsti maður Mary Pickford. Owen og hann varð síðar fyrsti mað- urinn minn. Ég var dauðþreytt eftir fyrsta kvikmyndadaginn, en strax daginn eftir fannst mér starfið ekki eins leið- inlegt og lýjandi, og áður en ég vissi af var ég kominn út í klæðaklefann aftur, farin að þvo af mér málningu og skipta um föt. Ég var að fara inn í vindúhurðina i anddyrinu ])egar Griffith kailaði á eftir mér: — Viijið þér leika aðal- lilutverkið á morgun? — Já, gjarnan. — Kunnið þér nokkrar ástar-senur? Ég saup hveljur nokkrum sinnum áður en ég sagði: Sei-sei já. í sömu svifum kom einn smiðurinn að með súlu úr pappa. Griffith bað hann um að setja súl- una af sér. — Gott og vel, Pickford, leikið þér þá ástarsenu á móti súlunni þarna! Ég var fimmtán ára. Eg hafði aldrei haft stefnumót og þvi síður hafði strákur nokkurn tima kysst mig. Ég ætlaði að reyna að komast hjá ])essu með því að segja: — Herra Griffitli, mér er ómögulegt að lcika á móti steindauðri súlu! Ég hafði ekki fyrr sagt þetta fyrr en Owen Moore kom fram í anddyrið. — Komið þér hérna, Moore! kallaði Griffith. — Standið þér þarna. Ung- frú Pickford kann ekki við að elska steindauða pappasúlu. Við skulum sjá hvort henni tekst betur við yður! Ég var lafhrædd og langaði mest ti! að leggja á flótta. En svo mannaði ég mig upp og reyndi að muna hvern- ig fóik iék svona atriði í leikhúsunum. Örþrifatilraunir mínar til að leika ástfangna stúlku, hafa þó samt hlotið náð fyrir augum Griffiths, því að ég fékk aðalhlutverkið á móti Owen Moore í „Fiðlusmiðnum frá Crem- ona“. Ég gieymi aldrei augnablikinu er Owen Moóre tók mig í faðm sér. Hjartað i mér hamaðist svo — af eintómri feimni — að ég er viss um að hann hlýtur að liafa heyrt það. FYRSTA „NÆRMYNDIN“. í þá daga var venjulega ekki verið nema tvo daga að búa til heila mynd — einn dag inni og annan úti. „Fiðlu- smiðurinn frá Cremona" hefir sjálf- sagt tekist vel, og Griffith virtist vera ánægður með nýjustu leikkonuna sína. Ef ég man rétt hafði Griffith aldrei neitt handrit til að fara eftir. Ég lield að slikt óhóf hafi ekki verið farið að tíðkast hjá kvikmyndafélögunum í þá daga. Oft sagði hann bara: — „Mary, nú ertu þvottakona!“ I kvikmynd sem hét „Vinir“ gerði Griffith nokkuð, sem ég held að liafi verið fyrsta nærmyndin í kvikmvnd, scm nokkurn tíma hefir verið tekin. Hann kallaði til ljósmyndarans: — Nú skulum við skemmta okkur, Billy. Flyttu myndavélina nær henni Mary! Biliy hlýddi og flutti vélina — óskaplega klunnalegt verkfæri, sem ég held að hafi vegið fast að þvi fimmtíu kiló, og sem Biily geymdi oft nestisböggulinn sinn í. Billy sneri og sneri og ég var svo forvitin í að sjá árangurinn að ég átti bágt með að biða. Það var í rauninni hræðilegt að sjá þetta feiknastóra skessuandlit sitt á léreftinu. — Hvernig líst yður á, Piclcford? spurði Griffith. — Ég held að þér ættuð að reyna meira af þessu, og kannske ennþá nær, herra Griffith, sagði ég. — Það er alveg rétt, sagði Griffith. HOLLYWOOD- BRAUTRYÐJENDUR. Næsta vetur fengum við með ör- stuttum fyrirvara skipun um að taka saman dót okkar og fara til Kaliforn- íu. Þegar ég hafði kvatt fólkið mitt og lestin ætlaði að fara á stað, fór Jack að kjökra: — Ég vil fara með þér! Mamma tók í sama streng: — Æjá, ’lofðu aumingja stráknum að fara með þér! Lestin var komin á hreyfingu, en mamma daufheyrðist við öllum min- um mótmælum og lyfti Jack upp í dyrnar. Loks komum við í hinn strjálbýla bæ Los Angeles, með evkalyptus- trjánum, pálmunum og ölvandi ilm af öllum apþelsínublómunum. Aðeins einn kvikmyndaleiðangur hafði kom- ið á þennan hjara veraldar áður. Kvikmyndastöð okkar var fjórir dekarar iands, og pallur úr timbri. Ekkert þak var yfir þessum palli og því siður veggir kringum hann, en bómullartjöld hengd i kring. Þegar hvasst var blöktu þessi tjöld og pilsin á manni líka. Ég fékk nú orðið 75 dollara kaup á viku. Og að auki 25 dollara fyrir ýmsum útgjöldum. Og áður en langt um leið hafði Jaok fengið vinnu sex daga vikunnar, fyrir tíu dollara á dag. Helsta atvinna drengsins var að detta af hestbaki og út um glugga, i staðinn fyrir ungu stúikurnar, sem léku hjá Biograpli. Undir vorið iiöfð- um við safnað yfir 2000 dollurum. Þetta varð, upphafið að allsnægtum Pickfordfjolskyldunnar, og nú var ég oi'ðin ólm í að komast til New York til þess að sýna inömmu auðlegðina. Ég vcrð að játa að líka var önnur ástæða til þess að ég vildi komast Framhald á bls. 41.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.