Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Side 41

Fálkinn - 14.12.1956, Side 41
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 37 vinnu. Sá sem ekki hefir reynt það sjálfur veit ekki livað það er. Hinn misliti skari leikara úr öllum dægur- fiugu-leikfélögunum, sem var svo al- geng sjón þá, miskunnarlaus sumar- hitinn í New York, ruddalegu svörin, sem maður fékk, sveltandi leikarar nieð gúmmiflibba, leikkonur með lit- að hár, turkislitaða skartgripi og í eina kjólnum, sem farandi var í, vara- roðann sem varð þynnri eftir því sem hitinn ágerðist og leið á daginn, myndin af mömmu, Lottie, Jack og mér er við þrömmuðum leikhús úr leikhúsi — allt þetta mun verða lif- andi og skýrt í huga mínum til síð- ustu œvistundar minnar. Loks gat mamma ráðið okkur hjá féiagi, sem ætiaði að leika eitt af vinsælustu leikritunum sem til voru um þær mundir og hét „Örlagaríka brúðkaupið“. Vinnan átti að byrja um haustið og við fórum til Toronto á meðan og hjörðum þar, að lieita mátti peningalaus. Ofan á allt þetta varð mamma veik daginn áður en við áttum að fara til New Yorlc. Hún varð að ganga undir smávegis uppskurð, og af því að hún hafði ekki efni á að leggjast á sjúkrahús, var bún skorin í öðru berberginu, sem við höfðum leigt okkur. En eftir sólarhring vorum við komin í lestina til New York. Eigin- lega átti mamma að liggja hálfan mánuð og hvíla sig svo vel á eftir. Hún sat uppi í lestinni alla riótt- ina. Ég skil ekki enn hvernig hún lifði þessa ferð af. Morguninn eftir komum við til New York, alveg mátulega til að komast á fyrstu æf- inguna. Enginn tími var til að fá sér matarbita áður. Leikstjórinn var hrotti og hafði unun af að hundsa þá, sem hann var settur yfir. Hann gelli eftir mömmu: „Þér verðið að reyna að gera þetta Mary fimm ára í fyrsta hlutverkinu sínu sem skólatelpa í „Silfurkonung- urinn“. Til vinstri er Mary Pickford sem Eva í „Kofi Tómasar frænda“ og t. h. sem Betty í „Warren frá Virginia“, sem hún lék skömmu eftir að David Belasco hafði breytt hinu rétta nafni hennar, Gladys Smith — Mary Pick- ford. skár. Ef ekki, þá fæ ég aðra í lilut- verkið.“ Þessi orð særðu mig eins og svipu- högg. Mamma gat varla livíslað að ekkert okkar hefði bragðað mat siðan daginn áður — ef hún fengi teboiia íti.undi allt ganga betur. Ég var sú eina af systkinunum sem skildi, livað mamma ieið á þessari siundu. Ég vissi að liún liafði kvalir, var veik og lúin og umfram allt hrædd um að hin óvissa framtíð þeirra væri kontin undir því sem gerðist einmitt þennan hræðiiega dag. Við ferðuðumst nítján vikur með þetta leikrit, lékum á nýjum stað á hverju kvöldi. Að meðtöidum síð- degissýningum lékum við 8—9 sinn- um á viku. Við sváfum aldrei tvær nætur í sama rúmi. Þetta var óróatið fyrir ekkjuna Smith og börnin henn- ar þrjú. Jack var nú orðinn fimm ára, Lottie sjö og Gladys átta. Mamma var alltaf önnum kafin við að þvo og sauma, taka upp eða pakka. Þegar hún hafði tíma til og þau tæki, sem hún þurfti, voru við hendina, saum- aði hún föt á okkur. Ein af ljúfustu endurminningunum sem ég á um niömmu frá þessum vikum var sú, að hún sat einu sinni langt fram á nótt við að sauma kjóla á okkur Lottie. Hún var svo lagin i liöndun- um að hún lærði nieira að segja að sauma skinnkápur á okkur. Hún keypti skinnin og elti þau sjálf. Þegar við flýttum okkur af gisti- húsinu fyrir allar aldir á morgnana til þess að ná lestinni, átti mamma oft erfitt með að vekja okkur. Hún úthugsaði alls konar brögð til að láta okktir vakna. Einu sinni gerði Jack blátt áfram uppreisn. Klukkan var þrjú og við áttum að komast með svokallaðri mjólkurlest í næsta bæ, sem við áttum að leika í. Þegar við komum út á göt- una neitaði Jack að fara lengra. Tim- inn var naumur og mamma þreif í liann og stakk honum á hausinn í fönnina. Það var sárt að horfa á það — ekki síst fyrir mömmu sjálfa. Ég man að tárin runnu niður kinnarnar á okkur öllum fjórum þarna i nist- andi köldu morgunloftinu. Mamma lét okkur alltaf leggjast fyrir i sætunum í járnbrautarklefan- um. Á hverri stöð sem lestin stansaði á þessum mjólkurleiðum komu nýir farþegar inn. Ég vaknaði venjulega eftir 3—4 tíma, með lappirnar upp á miðstöðvarofninum. Skórnir mínir voru svo heitir, að það lá við að þeir spryngju. Ég lærði að sofa sitjandi, og meira að segja standandi. Að láta sig dreyma um annan eins lúxus og rekkju í pullmansvagni datt okkur ekki í hug. Hvað sem hendi var næst, livort heldur var taska eða blaða- strangi var ágætur koddi. Morgun- verðurinn okkar var venjulega þurrt brauð með flesksneið frá deginum áð- ur og glas af ísvatni. Þegar ég hefi heyrt leikara kvarta undan smávegis óþægindum síðan, hefir mér alltaf dottið í hug það ódrepandi þor og þol, sem var i henni mömmu. ÉG HÆTTI Á ÞAÐ! Þessu flakki héldum við áfram þangað til ég var orðin 13 ára, þá fór mamma til Toronlo, svo að Lottie og Jack gætu gengið reglulega í skóla. En ég tók djarft áform: Nii vildi ég fá hlutverk á Broadway. Tækist það ekki þá ætlaði ég að hætta við leik- listina fyrir fullt og alt. Áformið var að nola tvær vikur af sumrinu lil þess að leita sér atvinnu í New York, og ég var staðráðin i að það yrði hjá fé- lagi, sem eitthvað kvað að. Ég fékk að búa hjá Whelan, það var irsk fjölskylda, sem við þekktum, og svo byrjaði atvinnuleitin, sem ég þekkti frá fornu fari, kílómetra eftir kílómetra af stigum og milu eftir mílu af heitum gangstéttum. Einn daginn las ég í blaði, að Frú Smith, hin duglega móðir Mary Pickford. Ilún dó 1927. Blanclie Bates léki hjá David Belasco i „Stúlkan úr gullna vestrinu“ á leik- húsi i Brooklyn. Nú afréð ég að ger- ast djörf. Belasco var nefnilega einn þeirra leikhússtjóra, sem ég hafði einsett mér að tala við. Um kvöldið fór ég í neðanjarðar- brautinni til Brooklyn og sagði við varðmanninn við dyrnar að leiksvið- inu að ég þyrfti að tala við Blanclie Bates. — Ég skal spyrja þernuna hennar, sagði varðmaðurinn. Þetta var i hlé- inu milli annars og ])riðja þáttar. Þegar stúlkan kom út skýrði ég henni frá að mig langaði til að spyrja ungfrú Bates hvort hún vildi gefa mér meðmæli til Davids Bclasco. Ég vissi það ekki fyrr en mörgum árum síðar, að það var þessari lijartagóðu svertingjastúlku að þakka að Blanche Bates skrifaði þetta meðmælabréf. „í öll þau ár sem ég hefi unnið hjá yður, hefi ég aldrei beðið yður bónar,“ hafði stúlkan sagt við Blanche Bates. „En nú ætla ég að gera það. Góða ungfrú Bates, sjáið þér um að þessi litla stúlka með hrokkna liárið fái að hitta herra Belasco. Ef þér hefðuð séð liana mundi yður finnast alveg eins og mér.“ Og Blanche Bates lét undan með semingi. Morguninn eftir brölti ég upp marga stiga og upp í skrifstofu Bel- asco, en strandaði hjá undirtyllunni á fremri skrifstofunni. Ég sýndi hon- um bréfið frá ungfrú Bates, en undir- tyllunni varð ekki þokað. Ég varð æst og liávær. Þá opnuðust dyr og skrif- slöfustjóri Belascos stakk út hausn- um og sagði: „Hvað gengur á?“ — Líf mitt er komið undir því að ég fái að hitta herra Belasco! hrópaði ég. Honum var skemmt og líklega 'hefir upphrópunin mildað hann eitt- hvað lika. Að minnsta kosti er svo mikið víst, að bréfið frá ungfrú Bates hafði áhrif. Hann sagði mér að hann skyldi láta mig lieyra frá sér, og eftir að hafa biðið hálfan mánuð í óstjórn- legri eftirvæntingu komu boð um að ég ælti að hitta Belasco i leikhúsinu að lokinni sýningu um kvöldið. Frú Whelan fylgdi mér þetta úr- slitakvöld ævi minnar. Þegar fólkið fór að streyma út úr leikhúsinu fórum við inn í anddyrið og biðum. Loks kom Belasco. Ég varð steinhissa á að sjá hve prestlegur liann var — langt, hvítt hár í bylgjum og þungar, svartar augnabrúnir. Hann hafði skörpustu og um leið fallegustu og vingjarnlegustu augun sem ég hefi séð í nokkrum manni eða konu. Þeg- hann hann staðnæmdist fyrir framan mig þorði ég ekki að líta upp. — Hvað heitir þú? spurði hann hispurslaust. — Heima í Toronto heiti ég Gladys Smith, en í leikferðunum kalla ég mig Gladys Milbourne Smith. Þetta mun honum hafa fundist skritið, en liann reyndi að láta ekki á þvi bera, að honum var skemmt. — Við verðum að finna eitthvert annað nafn á þig. Nefndu einhver nöfn lir ættinni þinni. — Key, Bolton, De Beaumont, Kirhy, Pickford ... — Pickford er rétta nafnið. Heit- irðu ekki neinu öðru skírnarnafni en Gladys? — Ég var skírð Gladys Marie ... — Jæja, barnið gott, þá heitir þú Mary Pickford héðan í frá. Viltu koma aftur á morgun með henni frænku þinni og sjá leikinn? Eftir dálitla þögn bætti liann við: Framliald á bls. 39.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.