Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 17

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 17
 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 13 ur og fjöll, eins langt og augað eygir. Rétt áður en koniið er alla leiðina til Betlehem beygir vegurinn fyrir dalverpi og borgin blasir þá við og stendur hátt uppi á hæðardragi. Hús- in standa i stöllum utan í hæðinni og fremst ber við iiimin mikil luisa- þyrping með kirkjuturnum. Er húsa- þyrping þessi likust virkismúrum til að sjá. En þessi ramgerði steinkastali er ekki virki, heldur fæðingarkirkja frelsarans. Fæðingarkirkjan er raun- ar margar kirkjur, sem byggðar hafa verið á ýmsum timum, sem næst fæð- ingarstaðnum. í eiginlegum skilningi er kirkjan ])ó aðeins ein og meira að segja ekki greitt inngöngu inn um kirkjudyrnar frá kirkjuhlaðinu. Bygg- ingarstíllinn er blandaður gamall kirkjubyggingarstill, ef nokkur er og framan við steinmúrana tekur við brött brekkan ofan hæðina niður á Betlehemsvellina, þar sem sagan segir að fjárhirðarnir hafi gætt hjarðar sinnar á jólanóttina fyrstu, þegar frelsarinn fæddist. IConstantínus keisari lét byggja þar kirkju fagra í rómverskum stíl með súlnaröðum á torgi framan við kirkj- una. Síðan var kirkjunni breytt á marga vegu og við hana byggðar aðrar kirkjur og kirkjuhlutar, svo að nú er byggingin mikið völundarhús. Sá sem kemur á kirkjuhlaðið sér það ekki nema af klukkuturnum og krossum, að þarna er um kirkju að ræða, ann- ars er lnin líkust kastala, eða illa gerðri hlöðu til að sjá. Fyrr á tímum hafa verið veglegar kirkjudyr og súlnagöng, en nú er búið að múra upp i þær, nema eftir er skilið lítið op við fornan dyrustaf. Sést greinilega móta fyrir veglegum kirkjudyrum á veggnum og hvar hlaðið hefir verið upþ í þær. Segir sagan að hlaðið hafi verið upp í dyrn- ar á umbrotatímum til þess að koma í veg fyrir, að hersveitir óvinveittar kristnum mönnum gætu riðið inn í fæðingarkirkjuna. Auk þess þykir vel við eiga að fólk þurfi að beygja hné sin til þcss að komast inn í helgidóm Aðaldyr fæðingarkirkjunnar. Fæðingarstaður frelsarans. Betlehem er gömul borg. Filistea- borg, sem sagt er frá allt frá timum Sál konungs. Orðið Betlehem er hebreska og þýðir brauðhús. Er það jafnframt nafn á öllu héraðinu, en á Betlehemsvöllum er gróðursælil, sem sjaldgæf er þarna í námunda við Judeueyðimörkina. Hefir dalverpið því verið sannkallað brauðhús byggð- arinnar í kring. Við höfum líka forn- ar frásagnir um akurlendi í Betle- hemshéraði og fólk, sem gegndi störf- um á akri. Þarna einhvers staðar í dalverpunum var akur Bóasar, sem getið er um í biblíunni og þarna á Betlehemsvöllum hefir Rut gengið með kornöx sín, þvi að hún bjó í Betlehem. Borgin er líka fæðingarborg Daviðs konungs, enda var Jósef af ættkvísl hans, eins og segir í jólaguðspjallinu og þess vegna fór hann til Betleliem til þess að láta skrásetja sig. Fæðingarborg frelsarans stendur l.átt, um 800 metra yfir sjávarmál. Húsin eru flest vandaðri en almennt gerist í arabiskum borgum, enda hafa Evrópumenn sett sinn svip á ]>orgina. Þar bjuggu krossfarar fjölmennir og giftust margir dætrum Betlehems- borgar og er yfirbragð borgarbúa enn þann dag í dag mun blandaðra en í flestum arababæjum. Húsin standa i stöllum utan í hæðinni. í bænum eru líka nokkrar stórar byggingar, aðrar en fæðingarkirkjan, meðal annars klaustur og unglingaskóli sérstakrar klausturreglu, sem rekinn er til minn- ingar um barnið sem fæddist þar í jötu til þess að verða frelsari mann- kynsins. Betlehem eignaðist fljótt helgi í lmgum kristinna manna. fæðingarkirkjunnar og að fæðingar- jötu frelsarans. Að innan er kirkjan voldug, fögur og tignarleg. Fyrst er komið inn í elsta hluta hennar, sem jafnframt er elsta kirkjan i landinu helga. Kirkjan er fimmskipa og henni skipt með súlnaröðum. Súlurnar eru úr rauðum steini. í loftinu eru gildir eikarbjálkar frá síðari tímum, er Bretakonungur gaf til kirkjunnar. í kirkjunni er trégólf, en undir trégólfinu má sjá mosaiksteingólf, sc-m talið er frá dögum fyrstu kirlcj- unnar sem byggð var um 330 e. k. Eru lausir tréhlerar i gólfinu, svo hægt sé að skoða gamla gólfið. Öldum saman var þessi helgi staður i höndum Múhameðstrúarmanna eða allt frá þvi að arabar lögðu landið undir sig og þar til krossfarar tóku það aftur um aldamótin 1100. Árið 1101 var Baldvin frá Flandren krýnd- ur Jerúsalemskonungur í þessari sömu kirkju. Kirkjukórinn er frá- brugðinn því, sem almennt gerist i kirkjum. Hann skijítist í þrjár kapell- ur, sem tilheyra tveimur kirkjudeild- um, nefnilega grísk-kaþólskum og ermskum. Auk þess hafa rómversk- kaþólskir kirkjudeild út af fyrir sig og mótmælendur fá afnot af nokkrum hluta fæðingarkirkjunnar á jólunum. Þá er mikil viðhöfn i fæðingarkirkj- unni hjá öllum kirkjudeildum krist- inna manna og komast þá færri en vilja inn í fæðingarkirkjuna. Marm- araþrep liggja til hliðar við mið- kapelluna niður i kröptin fyrir neð- an. Þegar komið er þangað niður er maður staddur i aflöngum helli, þar sem lágt er til lofts og andrúmsloftið þrungið af reykelsi. Hér er sjálfur fæðingarhellirinn, eftir því sem best verður vitað. Það er rökkur i hellinum, en daufa birtu ber af kertaljósum. Birta þeirra dvukknar að rnestu i reykjarmökk á vcggjunum og þykkum glitsaumuðum klæðum, sem líka eru hulin sótsvört- um reyk, eins og helgimyndirnar, sem veggirnir eru þaktir með. í öðrurn enda helliskapellunnar er eins konar altari. Þar yfir marmara- liellu hanga margir lampar, sem varpa daufri birtu á marmarann og gulllit- aða silfurstjörnu, sem greipt er í dökkrauða marmarahelluna. Yfir sjálfri hellunni lianga 15 lampar og logar á þeim dag og nótt. Grikkir eiga sex þeirra, Armenar fimm og rómversk-kaþólskir fjóra. Á stjörn- unni sjálfri standa orð: Hic de virgine Maria Jesus Christus natus est. Er það latína og þýðir: Hér er Jesús kristur fæddur af Maríu mey. 'Þótt engar sannanir séu til fyrir því, að Jesú sé fæddur á þessum stað, eru sterkar likur fyrir því að svo sé. Strax frá annarri öld eftir fæðingu hans er til erfðakenning um það, sem tengd er við Jusinus pislarvott frá Samaríu, að Jesú hafði fæðst í Iielli við Betlehem, en eitt þykir sérstak- lega öðru fremur benda til þess að þetta sé fæðingarhellirinn. Það er, að Hadrian keisari vildi svipta kristna menn hellinum og lét, með það fyrir augum, reisa þar musteri árið 137, guðinum Tammuz til dýrðar. Ekki langt frá fæðingarstaðnum opnast dyr inn í litinn afhelli til ann- arrar handar. Þegar gengið er niður tvö þrep er lítil jata höggvin í stein- inn. Hún er lögð hvítum og rauðum marmara. Yið þessa jötu eiga vitr- ingarnir frá Austurlöndmn að hafa fallið fram og tilbeðið guð á hinum fyrsta jóladagsmorgni og fagnað yfir fæðingu liins nýja konungs. Þegar komið er aftur upp í kirkjuna liggur Framhald á bls. 44. Fæðingarkirkjan er reist yfir staðinn, þar sem frelsarinn fæddist í jötu. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.