Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 39

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 ^*^*^#^*^*^*^*^#^*^*^#^*^C*^* 35 ÆVIIVTYRIÐ UM MARY PICKFORD Unga fóllciö kannast varla við Mary Pickford. En ef það spyr for- eldra sína stendur ekki á svarinu. „Hvort ég kannast við hana? Hún var uppáhaldið mitt hvenær sem ég sá hana í bíó í gamla daga.“ — Þá var minna tálað um „sex appeal“ en núna á tímum Marilyn Monroe og Zsa Zsa Gábor, en aðálatriði var að leikkonurnar hefðu yndisþokka og vceru fállegar. Og Mary Pickford var bæði „sæt“ og fálleg. Hún var kölluð „unnusta állrar veraldarinnar“. Og enginn leikkona veráldar er jafn mikið elskuð núna, eins og Mary var þegar liún stóð upp á sitt besta, og þau léku saman, „Mary og Doug“. — Mary Pickford hefir fyrir nokkru gefið út ævisögu sina, sem liún kallar „Skin og skugga“. Hér birtist fyrsti kafli bókarinnar, og þar lýsir hún ævi sinni frá því í bernsku og þangað til hún komst að leikhúsi á Broadway i New York. Þennan kafla kállar hún ír götu bernsku í glysið á Broadway Mary Pickford — „trúlofuð allri veröldinni“. FÖÐURLAUS FIMM ÁRA. FTIR því sem ég veit best hafa aðeins tvær manneskjúr heitið Mary Pickford frá barnæsku. — Önnur þeirra var frænka mín, sem beið bana undir sporvagni í London þegar hún var sjö ára. Hin var eskimóastrákur, sem hafði verið skírður þessu nafni af misskilningi, vegna þess að ég lék strákinn í „Little Lord Fauntleroy". Ég tók ekki nafnið Mary Pickford fyrr en ég var fjórtán ára, 1907. Það var David Belasco leikstjóri sem fékk mig til þess, honum líkaði ekki rétta nafnið mitt. Ég hefi varla ástæðu til að iðrast eftir að ég fór að ráði hans, en eiginlega liét ég Gládys Smith. Ég er sannfærð um að ef pabbi hefði lifað þá hefði ég aldrei orðið leikkona. Líklega mundi ég eiga heima í Toronto í Kanada ennþá. Pabbi var einstaklega aðlaðandi maður, fríður, glaðlyndur og ástúð- legur, með hrokkið gulljarpt hár og fíngerðar síkvikar hendur. I þá daga var það pabbi, sem ég elskaði meira en allt annað. Ég kærði mig minna um hana mönnnu. Hún átti alltaf svo annríkt að hún gat ekki leikið við mig. Við vorum þrjú börnin, öll yngri en fjögurra ára — ég sjálf, Lottie yngri systir mín og Jack bróðir minn. Mamma stagaði og bætti og sauð mat og þvoði, dag eftir dag og ár eftir ár. Börn taka ekki tillit til þess, þegar þeim finnst mannna skipta sér of lítið af þeim. En pabbi hafði alltal' tima til að sinna okkur. Mamma var ekki nema hálfþrítug þegar liún varð ekkja, með þrjú börn á höndunum og svo móður sína að sjá fyrir. Annna var farlama. Pabbi innheimti fargjöld á skémmtibát, sem var í förum milli Toronto og Lewis- ton, rétt við Niagarafossana. Einn daginn hljóp hann niður stigana af efra þilfarinu og tók ekki eftir talíu, sem hékk yfir stiganum. Talían slóst í liöfuðið á honum og hann dó strax. Eftir að pabbi var dáinn skildist mér fljótt hve hræðilegar ástæður okkar voru, og mér fannst ég verða að hafast eitthvað að. Ég yrði ein- hvern veginn að reyna að taka við stöðunni, sem liann pabbi iiafði haft á bátnum, og sjá um að okkur yrði ekki tvístrað, hverju i sína áttina. Þetta varð byrjunin að því að mér fór að þykja vænt um mömmu og elskaði liana meira með hverju árinu sem leið. Nágrannarnir fóru að kalla okkur „Skotliðana fjóra“ — mömmu, Lottie, Jack og mig. Þegar við fórum að vinna okkur inn aura höfðum við sameiginlega buddu, og mannna varð- veitti hana til siðustu stundar. Ég átti aldrei aðra kunningja á minu reki en Lottie og Jack. Og eftir þvi sem við mannna urðum samrýnd- ari, hændust þau saman i eins konar „stjórnarandstöðu" Lottie og Jaek Þetta þroskaði mig snemma, held ég, en ég fór á mis við eiginlega bernsku. Ég held að ég hafi eltki verið nema finnn ára þegar ég varð eins konar staðgengill móður minnar. Ég annað- ist uppeldi Lottie og Jacks af mestu kostgæfni. Ég var alltaf að hugsa um að þau óhreinkuðu sig ekki og rifu fötin sín, þegar þau voru að leika sér á götunni, og ekki get ég talið þau skiptin, sem ég rak þau inn og þvoði af þeim mestu óhreinindin. SNEMMA BYRJAÐ. Skönnnu eftir að pabbi dó afréð mamma að leigja eitt herbergið. Það var rúmt um okkur þvi að húsið var stórt. Þessi ákvörðun varð orsök til einna merkustu tímamótanna í lífi minu. Maðurinn sem leigði herbergið var nefnilega leildlstarráðunautur hjá leikfélaginu „The Cummings Stock Company“. Einn daginn, eittiivað hálfum mán- uði eftir að hann kom, spurði hann mömmu hvort hann mætti tala við hana. — Frú Smith, byrjaði hann. — Þér hafið líklega séð i blöðunum að ég er að setja á svið leikrit, sem heitir „Silfurkonungurinn". Mamma hafði séð það. — Gætuð þér hugsað yður að lofa telpunuin yðar tveimur að taka þátt i einni sýningunni, sem gerist í barna- skóla? — Þvi miður, sagði maninia, — ég leyfi aldrei að tvær saklausar telp- urnar mínar umgangist leikkonur sem reykja. —- Ég virði sjónarmið yðar, frú Smith, sagði maðurinn, en viljið þér gera mér ofurlítinn greiða áður en þér þvertakið fyrir þetta. Komið þér að tjaldabaki í kvöld og heimsækið okkur. Ég fullvissa yður um, að leik- arar eru ekki öðru visi en annað fólk. Þeir eru góðir og vondir eða mitt á milli, alveg eins og aðrir. Mamma hætti sér að tjaldabaki og leikararnir munu liafa liagað sér þannig að hún hneykslaðist ekki. Af- leiðingin varð að minnsta kosti sú, að við Lottie lékum okkar frumhlut- verk í „Silfurkonunginum“. Og ]iað varð ekki síðasta leiksýning okkar. Eftir þetta varð lítill tími til venju- legrar skólagöngu. Þegar Smithfjölskyldan hóf sitt endalausa flökkulíf, keypti mamma bækur og kenndi okkur. Hún Iiafði sjálf verið í mjög góðum klaustur- skóla. „Silfurkonungurinn" varð hvað mig snerti upphaf að mörgum smá- hlutverkum í leikfélagi sem liét Valentine Company. Eitt hlutverkið var Eva i „Kofi Tómasar frænda“, en það.síðasta var talsvert stórt hlut- verk í „Litli rauði skólinn". Þessi sýning varð til þess að ég lagði út á nýja ævileið. Höfundur leiksins, Hal Reid, hafði komið til Toronto til þess að stjórna sýningunni, og hann réð alla Smithfjölskylduna til þess að aðstoða í sama leik á Broad- way í New York. Hann sagðist skyldu gera okkur orð þegar við ættum að koma til New York. Mamma seldi húsgögnin okkar og bjó allt undir ferðina. Svo leið september og október en ekkert heyrðist frá Reid. Síðar frétt- um við að liann hefði selt leikritið leikhússtjóra í New York. Líklega hafði hann gleymt þvi sem hann lof- aði okkur. „Litli rauði skólinn" var siðar sS'nd- ui af umferðaleikfélagi með lítilli fallegri stúlku, sem hét Lillian Gish i mínu hutverki. Hún varð heimsfræg siðar. Hún ferðaðist í skjóli leikkonu, sem móðir Lillian þekkti. Þegar þessi leikkona varð veik og gat ekki haldið áfram leikferðinni, var Lillian sagt upp líka. Þetta gerðist í Buffalo, sem cr skammt frá Kanadalandamærun- um. En einhver hefir munað eftir okkur, því að nú fékk mamma skeyti: „Við viljum ráða Gladys — aðeins Gladys." En mamma svaraði um hæl: „Ef þið viljið fá Gladys verðið þið að taka Lottie, Jack og mömmu þeirra líka.“ Leikfélagið hlýtur að hafa verið í vandræðum, því að við vorum ráðin öll, fyrir fjörutíu dollara á viku sam- tals. Af þessari upphæð gat mamma sparað svo mikið að hún gat keypt sér „Ameríkukoffort“, sem öllum leikurum þótti kjörgripur í þá daga. Teningunum var kastað og mamma var nú staðráðin i að fjölskyldan héldi áfram á leiklistarbrautinni. Við lékum á nýjum stað á hverjum degi, og fikruðum okkur áfram frá Buffalo til New York. Þar leigðum við hús- næði í litlu matölshsiú,, u SESE ES næði i litlu matsöluhúsi, sem leikarar ERFIÐLEIKAR. Vitanlega var gild ástæða til þess að við settumst að í New York: Sú að fá atvinnu á Broadway. Og næstu árin var það ríkur þreytandi þáttur i lífi Smithfjölskyldunnar að rápa milli leikhúsanna og spyrja eftir at- Framhald á bls. 37.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.