Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 9 Benjamino Gigli og kynntist honum. Gigli söng j)ar í „Gioconda" og ,.Boliéme“ og Stefán sá hann og lieyrði hæði á æfingum og utah, og kveðst hafa mikið af honum lært. Og Gigli var á æfingum hjá óperuflokki þeim, sem Stefán var í, og gaf ýms góð rdð. Þetta var sumarið 1934. HEIM OG TIL DANMERKUR. Árið eftir kemur hann svo heim til Islands eftir fimm ára útivist. Karlakór Reykjavikur, hið gamla fé- lag Stefáns, hugði þá til söngferðar um Norðurlönd og bað Stefán um að verða einsöngvara i förinni. Hann þóttist illa geta skorast undan því. Hann fór heim, hélt 14 liljómleika fyrir fullu liúsi og fór síðan sína fyrstu „kynnisför" til Norðurlanda ásamt Karlakór Reykjavikur. Sú för varð til þess að tónelskt fólk í Dan- mörku fékk að heyra rödd hans. Og „Svo rann upp ægilegasta stund, sem ég liefi lifað. Áður en mig varði, var ég kominn inn i búningsherbergið, og þar var ég málaður í skyndi. Ég \il helst orða þetta þannig, að ég hafi verið krítaður eins og sauður. Meðan þessu fór fram greip mig gíf- urlegur kviði. Mér fannst ég vera að líða burt úr læssari tilveru, sem ég lifði í dags daglega, inn í nýjan ann- arlegan 'heim. Um leið og andlits- farðinn lagðist á kinnarnar á mér, saup ég hveljur í þessari fæðingu til liins nýja lífs, eða réttara sagt tók andvörpin út úr hversdagslegu til- verunni. En jtegar ég stóð upp, ferð- búinn inn á leiksviðið, varð ég þess var að allt hringsnerist fyrir augunum á mér, og að ég gat ekki hrært mig úr sporunum. Ég heyrði ekki lengur mannamálið kringum mig, heldur að- eins óljósan raddklið, sem hljómaði eins og dauf suða.“ „Þarna stóð ég á miðju leiksvið- inu í stóru hlutverki, einn míns liðs, harn að aldri, útlendingur, langt suð- ur í löndum, fjarri ættjörð minni, og fyrir framan mig spilaði orkestrið eins og beljandi jökulfljót, en bak við það störðu öll jiessi tindrandi augu frá troðfullu leikhúsi. Sú var þó bót i máíi að ég sá ekkert af þessu fyrir ofbirtu frá ljósunum fremst á leik- sviðinu.“ En þrátt fyrir jietta fór allt vel — meira en vel. Eftir stóru ariuna í fyrsta þætti tók svo við dynjandi lófaklapp, að Stefán varð að endur- taka ariuna. „Þá var mér ljóst,“ seg- ir hann — „að ég hafði komist lifandi úr þessari eldskírn. Það var sem ég vaknaði af vondum draumi, og nú söng ég ekki framar með þeirri með- vitund, að ég væri að berjast við ó- sýnilega óvætti, heldur söng ég í nafni ættjarðar minnar, sem mér þótti svo óumræðilega vænt um einmitt á jiessari úrslitastundu lifs míns.“ Síðasta Tosca-sýningin þarna í Firenze var kveðjusýning fyrir þenn- an unga íslenska gest, sem liafði stigið fyrstu sporin á óperusöngferli sinum. Troðfullt húsið neitaði að fara fyrr en Stefán hafði sungið fjórar aríur aukreitis, eftir sýninguna sjálfa. „Tosca“ varð upphafið, en siðan komu „Rigoletto“, Bohémé“, „Travi- ata“, „Faust“, „Madame Buttcrfly“, „Lucia di Lammermoor", „Perlukaf- ararnir" og fleiri, sem hann söng í á ýmsum söngleikhúsum í Italíu, að- allega í Milano. Á einum staðnum, Monte Catini, var liann samtímis Henry Skjær, Stefán Islandi og Edith Oldrup Pedersen í „Perlukafararnir“ á kgl. leikhúsinu 1943, Frá heimili Stefáns íslandi í Solvænget I í Kaupmannahiifn. Frá vinstri: Itichard, Kristjana, Stefán og Guðrún. í því landi hefir hann aðallega starfað síðan. Fyrstu sjálfstæðu hljómleika sína i Danmörku hélt hann i Tivoli og vakti þá þegar svo mikla athygli að opinberlega var farið að krefjast þess að hann yrði ráðinn að kgl. leik- húsinu. Af því varð þó ekki að sinni. Að visu var liann ráðinn til að syngja hertogann í „Rigoletto", en þegar æf- ingar byrjuðu kom það á daginn að söngstjóri óperunnar vildi láta Stefán syngja hlutverkið eins og áður hafði tiðkast þar í leikhúsinu, en Stefán hélt fast við að fá að syngja það upp á ítalska visu, eins og liann liafði lært það i Milanó. Og meðan í þessu stappi stóð fékk Stefán illkynjað kvef, sem hann losnaði ekki við fyrr en eftir langa dvöl suður í Harzfjöllum, og tafði þetta hann frá verki í nærri heilt ár. Ítalíu lærði hann að beita henni, slípa hana þangað til að hún varð ósvikinn italskúr tenór," segir „Berlingske Tidende“ — „svo að hann gat sungið hlutverk frá Giordino og Leoncavallo ti.l Puccini og Verdi og meira að segja „O Paradiso-ariu Meyerbeers. 1 þeirri þeirri síðastnefndu heyrði maður hve nærri 'hann er kominn marki full- Sumarið 1940 hittum við hann aftur i Tivolis Koncertsal í Kaupmanna- höfn. Þá hafði liann sungið hertogann í Rigoletto „með sínu lagi“ á kgl. leik- húsinu og sannað að hans túlkun var ekki lakari en hin, sem Danir höfðu ált að venjast, því að hlöðin jusu yfir hann lofi fyrir. Eitt þeirra sagði i sambandi við þennan gestaleik Stef- áns: „Það var frammistaða í stóra brotinu ... Og ætlum við ekki að fá hann fastráðinn að óperunn'i á næsta leikári, þvi að það fer að verða full- komið hneyksli, að kgl. leikhúsið hefir ekki enn tryggt sér þennan söngvara.“ í öðru blaði segir: „Inni í salnum (Koncertsalen í Tivoli) slóðum við þétt cins og vindlar i búnti ti! að hlusta á hann, j)ennan mesta óperutenór okkar, sem Óperan þarf ekki að nota. Aldrei hefir hann sung- ið fegur en í gærkvöldi. Hann hefir allt sólskin Ítalíu í barkanum og skap eins og sjálfur Geysir. Salurinn sauð af hrifningu.“ „Náttúran hefir gefið honum hina skæru .tindrandi, björtu jökulrödd, í íslandi sem Cavaradossi í „Tosca“ á kgl. leikhúsinu 1945. Þetta var fyrsta óperuhlutverkið sem hann lék í Fir- enze 12 árum áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.