Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 26

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 26
CLAIRE MARSTON WILLIAMSON: JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 • • JOIAGJOFIM, SEM EKKI VAR TIL ÆVINTÝRUM barnanna cr jóla- sveinninn stundum iátinn koma akandi á sleða, sem hreindýri er beitt fyrir. Snjórinn er þéttur og mjúkur og skuggar af hornum brcinsins faila á snjóinn. Og svo eru jól ... Eva Marshall stóð viS búSarborSið i vöruhúsinu mikla, sem augiýsti að það hefði allt til sölu — frá títu- prjónum til lifandi fila. Hún ætlaði sér að kaupa leikfang, lítið, stoppað dýr. Það þurfti ekki að vera stærra en höndin á henni — en hrcindýr varð það að vera. Hún Anna litla, dóttir hennar, fimm ára, hafði óskaS sér að eignast hreindýr í jólagjöf, og nú var hún veik, svo að ... Lucy Bulwer — unga og laglega afgreiöslustúlkan fyrir innan borðið — seldi nieðal annars bangsa, hunda, ljón og tígrisdýr. Þarna voru alls konar útstoppuð dýr, en bara ekki hreindýr. Annars hafði hún mjög ó- ljósa hugmynd um hvernig slík dýr iitu út. Hún leit spyrjandi á deildar- stjórann, fremur ungan mann, sem var ólatur á að leggja á sig ómak liennar vegna, og liann kom til þeirra — virðulegur — vegna viðskiptavin- arins. Hreindýr — útstoppuð hreindýr með hornum? Það kom áhyggjusvip- ur á hann. Nei, því miður voru þess konar leikföng ekki til sölu þarna. Það var svo lítil eftirspurn eftir hrein- dýrum. En þarna var til feikna úrval af öðrum dýrum ... Eva Marshall bandaði frá sér. Nei, þökk fyrir — þetta átti að vera hrein- dýr. Hún bafði spurt eftir því á mörg- um stöðum, en alls staðar árangurs- laust. Laglega unga stúlkan fyrir innan borðið stóð hugsandi um stund, og svo sagði hún: „Hérna liandan við liornið er rúss- nesk verslun, sem jafnframt er veit- ingastaður, og þér beygið tiJ hægri. Þeir selja handunnin leikföng þar. Kannske þér ...?“ Eva Marshall þakkaði fyrir og fór. Hammond deildarstjóri yppti öxl- um og sagði ergilegur við Lucy Bulwer: „Hún er ekki með öllum mjalla, að þeytast um allan bæinn, þó að krakkinn vilji fá hreindýr!" Svo beygði hann sig að Lucy. „Hef- irðu bugsað um þetta, sem ég sagði í gær?“ 'hvíslaði hann með allt ann- arri rödd. „Ég fæ kauphækkun um nýárið, og ...“ Roði, sem fór henni vel, færðist um andlitið á lienni. En í sömu svifum kom gestur að borðinu iiennar, og Hammond varð að láta sér nægja að sjá hana roðna. Hann brosti. Þessi roði var talandi, hugsaði hann með sér. Og svo labbaði hann inn með borðinu, hátíðlegur eins og deildar- stjórar eiga að vera. Það var eins og komið væri í nýja veröld að koma inn i rússnesku versl- unina. Mislit föt, balalaika, lykt af tei, logandi kertaljós og þægileg ró og kyrrð, þrátt fyrir hljóðfæraslátt- inn. En engin lireindýr. Ungur maður i stakk, með fjörleg en þó angurblíð augu, afsakaði að þetta sem beðið var um, væri ekki til. Hann hafði staðið og verið að hvíslast á við stúlku fyrir utan borðið, og nú sneri Jiann sér að henni aftur: „Heyrðu Berna Zuk- owski, getur þú sagt mér hvar hægt er að fá hreindýr — lítið útstoppað lireindýr með hornum?“ Evu varð litið í leiftrandi, dökk augu í ungu, fallegu kvenandliti. Berna Zukowski brosti drýginda- lega, alveg eins og hún ætlaði að segja: „Hvers vegna hreindýr, hvers vegna er fólk eiginlega að hugsa um slíka smámuni, þegar svo margt þarf- ara er að hugsa um í veröldinni?" Hún hristi höfuðið. „Það er litla telpan min, sem átti að fá það,“ sagði Eva MarshaJl. „Hún er veik og langar svo mikið til að fá hreindýr i jólagjöf — og þér vitið eflaust, hvernig slíku er háttað með börn.“ Hún kinkaði kolli til að kvcðja og gekk fram að dyrunum — en þar stöðvaði Berna Zukowski hana. „Heyrið þér, frú — mér þykir þetta leiðinlegt vegna litlu telpunnar yðar. En mér datt nokkuð í hug. Ef ein- liver — til dæmis málari — væri feng- inn til að teikna hreindýr, væri liægt að draga myndina upp á pjötlu og sauma hreindýr — og við höfum hérna í búðinni efni í hornin.“ Hún brosti. Eva Marsliall þakkaði lienni fyrir ráðið og settist til að fá sér bolla af tei, en ungi maðurinn í stakknum fann hornin. Það voru enn tvcir dag- ar til jóla, og ef liún gæti útvegað teikninguna, rnundi verslunin búa til hreindýrið og liún geta fengið þaö annað kvöld ... Henni datt í hug Albcrt Landon, andlitsmálarinn frægi — sem málaði einkum tignar dömur! Hann var æskuvinur mannsins hennar. Kannske hann vildi teikna hreindýr fyrir hana ... nei, liklega mundi hann hlæja að henni eða yppta öxlum og hrista höfuðið. En hún þekkti engan annan listamann í þessari stóru borg, sem Jiún var svo nýflutt i. Og vegna Önnu litlu ... Hún bað um að fá að lána símaskrána, eftir að hafa lagt hornin ofan i töskuna sína, og fann fljótlega nafn og heimilisfang Alberts Landers ... Heppilegt að liann skyldi eiga heima svona nærri. Bara að hún hitti hann nú heima þegar hún kæmi þangað! Nafnspjaldið hennar virtist eiga töframátt, því að eftir tæpar tvær mínútur kom hann fram í anddyrið og bauð henni að koma inn í stofuna — það var stór salur og mikið af dýrum myndum. „Nei — Eva Marshall!" hrópaði 'hann er hann sá hana. „Það var gam- an að sjá þig! En ... það hefir von- andi ekki komið neitt fyrir vin minn .. . það er orðið svo langt síðan ég sá hann seinast. Já, maður forsómar vini sína — maður forsómar svo margt ...“ Eva Marshall hugsaði með sér: Hann er orðinn gamall — þó hann geti ekki verið meira en bálffertugur eins og John. En hann er þreytulegur — mæddur — og samt er hann bæði ríkur og frægur ... Allt í einu minnt- ist hún þess að hún hafði lesið eftir einhvern mikinn listdómara, að Al- bert Landon væri að kæfa list sína í offramleiðslu ... John hennar iagði lika of mikið að sér, en það var öðru máli að gegna með hann. Hann var að gera blóðsjúkdóma að sérgrein sinni og ... Albert Landon endurtók spurning- una um hvernig John liði. „Honum líður vel,“ svaraði Eva. „En liann leggur of mikið á sig — og nýlega hefir hann hafnað tilboði um stöðu sem verksmiðjulæknir til þess að geta gefið sig óskiptan að áhugamáli sínu — blóðsjúkdómunum. En það starf gefur ekkert af sér.“ Albert Landon kinkaði kolli. Nei, vís- indastörf voru aldrei metin til pen-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.