Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Side 31

Fálkinn - 14.12.1956, Side 31
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 27 INU sinni var gamall konungur. Hann var mjög ástsæll hjá lijóð sinni. En liann fann hvernig kraftarnir þrutu dag frá degi, og þegar honum skildist, að hann átti ekki langt eftir ólifað, kallaði hann einkason sinn, Prinsinn Góða, til sín. — Sonur minn, sagði konungurinn, ég er orðinn gamall og lasburða og get ekki stjórnað rikinu lengur. Eg vil þvi, að ])ú takir að þér stjórnina. En áður en þú gerir það, verðurðu að finna handa þér konu, sem er þess verð.ug að sitja við hlið þína í kon- ungsríki hreinleikans og kærleikans. Varðmenn og þjónar eru til taks til þess að fylgja þér á bónorðsferð þinni, og búið er að söðla bestu reiðhestana mína. Farðu út í heiminn og leitaðu þér að brúði. Ég legg ekki svo ríka áherslu á ættgöfgi hennar, ef hún er klædd hinni hvítu skikkju sakleysis- ins og ber merki kærleikans á enni sinu. Það eru tveir mánuðir til jól- anna og ég vona, að þú hafir fundið prinsessuna réttu fyrir þau. Prinsinn Góði kvaddi föður sinn með kossi og fór út i heiminn til að leita liamingjunnar. Ferðin gegnum tíu mílna skóginn tók nokkur dægur. Hinu megin við skóginn stóð höll auðævanna og þar átti heima prinsessa, sem var orðlögð fyrir fegurð sina. Hann reið þangað. Gullnir turnar hallarinnar lýstu lang- ar leiðir, og þegar prinsinn reið með fylgdarliði sínu yfir vindubrúna, var lionum fagnað með trumbuslætti og lúðraþyt. Prinsessan stóð i einum glugga hallarinnar og brosti. Falleg var hún. Prinsinn var lirifinn af öll- um auðævunum í höllinni. Að vísu var hann góðu vanur, en annað eins hafði hann aldrei augum litið. Hann bar fram erindi sitt og skýrði frá skilmálum föður síns. Prinsessan uppgötvaði, sér til mik- illar gremju, að ihún átti ekki einn einasta hvitan kjól í hinu rikmann- lega klæðabúri sínu, og í reiði sinni yfir þvi, lét liún kalla á saumakonu hirðarinnar. — Hvernig víkur þvi við, að ég á engan hvítan kjól? spurði prinsessan og stajjpaði niður fótunum af vonsku. — Allranáðugasta prinsessa, svar- aði saumakonan, — Þér hafið aldrei látið í ljós neina ósk um það. — Farðu út, óverðuga kona! æpti Qerda Chobé; Æviníýri (áiæku siúlkunnar prinsessan, — og komdu aldrei fyrir mín augu framar! Prinsinum skildist nú, að prinsess- an var allt annað en ástrík, og auk þess vantaði hana hinn hvíta búning kærleikans. Þó var prinsinn sorgbit- inn er hann yfirgaf' höl! auðævanna og hina fögru prinsessu, sem hafði algerlega töfrað hann. Prinsinn lagði nú leið sína til hallar sjálfselskunnar, en þangað voru nokkrar dagleiðir frá höll auðævanna. Vegurinn lá yfir viðáttumiklar lyng- heiðar. Það var tekið að snjóa. Loks komst hann þó á leiðarenda. Hann reið inn i hallargarðinn, þar var duaðakyrrð, meira að segja hundarnir þögðu, en þeir voru annars vanir að rjúka upp með gelti, þegar gesti bar að garði. Og varðmennirnir stóðu grafkyrrir, svo að það var engu líkara en að þeir væru sofandi. -— Höllin hlýtur að vera i álögum, hugsaði prinsinn. — En kannske finn ég hina réttu prinsessu Iiérna. Hann sagði við næsta varðmanninn: — Ég óska eftir að ná tali af prins- essunni! — S-ssjh! prinsessan sefur og það má ekki ónáða liana. í guðs bænum snúið þér við, náðugi herra. Enginn má óhlýðnast skipunum prinsess- unnar! — Þetta cr einkennileg prinsessa og hana langar mig að sjá, sagði Prinsinn Góði. Klamp, klamp. Það glamraði í spor- um og reglubundið fótatak glumdi í steinlögðum hallargarðinum. Prinsinn . gekk beint yfir að hallartröppunum. Verðirinir voru svo forviða, að engum datt i hug að tálma för hans. Prins- essan tók á móti honum inni i höll- inni. Hún var i ljómandi fallegum kjól úr hvitu rósasilki og gullin kór- óna prýddi höfuð liennar. — Hvera ert þú, sem dirfist að hafa skipanir minar að engu? — Ég er Prinsinn Góði, og ég er kominn til þess að biðja þín. — Mér geðjast vel að þér, göfugi prins. Ég vil fylgja þér til landsins þins, en fyrst verður þú að lofa mér einu. t-ufJOBes.Q _______ Prinsinn starði á stúlkuna. Mikið er hún fögur. — Og hvað er það, ef ég má spyrja? — Þú verður að lúta vilja mínum í einu og öllu. Óskir mínar skulu vera lög fyrir þig! Prinsinum féllst hugur, þvi að orð prinsessunnar komu því upp, að hún þekkti ekki kærleikann. Hún var fög- ur, og 'hin livitu klæði sakleysisins bar lnin, en það hlaut vist líka svo að vera, þar sem liún lifði lífi sinu í höll sjálfselskunnar. — Vesalings prinsessa, hugsaði prinsinn. Síðan reið hann burt frá þessari höll, eins og hinni fyrri. Hvert átti 'hann nú að fara? Þá mundi hann allt í einu eftir að það var kominn aðfangadagur. Og liann hafði langað svo til þess að koma heim með hina réttu prinsessu í jólafagnaðinn. Prinsinn reið áfram eitthvað út i bláinn, en allt í einu kom hann i skóg nokkurn. Þar inni, milli snævi- þakinna grenitrjáa, stóð litill, rauður kofi, sem leit ákaflega aðlaðandi út. — Hérna held ég að ég verði að hvíla mig stundarkorn, hugsaði prins- inn. — Ef lil vill fæ ég að vera liérna um jólin. Prinsinn barði laust að dyrum kofans. Gamall maður kom fram i dyrnar. — Komdu inn fyrir, komdu, ungi maður, sagði hann. — Dótturdóttir mín og ég erum einmitt að undirbúa jólahátíðina. Við erum hérna alein. Móðir Geirlirúðar var hjá okkur í fyrra, en nú hcldur hún jólin hátiðleg i sölum himinsins, þessi góða kona. Komdu með stól handa gestinum, Geir- þrúður. Prinsinn leit í kring um sig inni í fátæklegri stofunni, þar sem allt var svo hátíðlegt og fagurlega skreytt fyrir jólin, en fallegust af öllu var þó unga stúlkan, Geirþrúður. — Eruð þér aleinn? spurði gamli maðurinn. — Já, ég skildi fylgdarsveit mína cftir í gistilnisinu og lofaði að koma þangað seinna. — Það er nú svo, en viljið þér ekki veita okkur þá ánægju, að borða ó- brotna máltíð með okkur? — Ég iþakka, það vil ég mjög gjarna. — Sjáið þér til, hélt gamli maður- inn áfram, — enginn má fara með jólin út úr lnisinu, og ef þér eruð á sama máli og ég, vildi ég stinga upp á þvi, að við kveiktum jólaljósin. Geirþrúður sér um ]iað. Stúlkan kveikti nú á kertunum á jólatrénu. Prinsinn gat ekki haft aug- un af ungu stúlkunni, þvi að hann Framhald á bls. 44.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.