Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 53

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 53
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 V Mar krei**^ afeiní l heinti / 37'- GILLETTE 1957 Gillette raksturinn endist allan daginn MerhisdfiBteli listamanns Á þessum vetri á hinn vinsæli listamaður Eggert GuSmundsson fimmtugsafmæli og jafnframt eru á næsta ári 30 ár liðin frá upphafi listamannsferils hans. Á iþessum merku tímamótum í ævi listamanns- ins er i ráði að efna til mikillar sýn- ingar á verkum hans, en þau eru mjög fjölbreytt, enda þótt málverk og teikningar hans séu þekktust, því að hann 'hefir gjörva hönd lagt á margt. Þegar komið er inn á heimili þeirra hjóna Eggerts Guðmundssonar og frú Edith, í Hátúni 11, blasa við lista- verk af ýmsu tagi, málverk, teikn- ingar, líkön, haglega gerðir gripir af ýmsu tagi o. m. fl. Þarna eru gamlar og þekktar mynd- ir, eins og „Jarðarför bóndans", sem hlaut mjög góða dóma á sýningum erlendis, m. a. hjá Gandrup í Aarlius i Stiftstidende, nokkrar hinna þekktu andlitsmynda Eggerts, sem vöktu feykilega athygli, jafnvel svo, að hon- um var líkt við „portrætmálarann Diirer, og myndir, sem enn eru í deiglunni. Meðal hinna ófullgerðu mynda er málverk i heitum litum af áströlsku söngkonunni Geörgie Lee, sem sungið hefir að undanförnu á Hótel Borg við góðar undirtektir, en henni kynntust þau hjónin í Ástrnlíu. Þá er lítill vafi á því, að líkön gam- alla bæja og minja héðan úr Reykja- vík og verkfæra alls konar, sem 'hann gerir úr leir, tré, pappa o. fl. á cftir að hafa mikilsverða þýðingu fyrir menningarsögu Reykjavíkur, enda er í ráði, að þessi listaverk renni inn í byggðasafn höfuðborgarinnar. Meðal gömlu bæjanna eru t. d. Hliðarhús, Sölvhóll, Höfn og Byggðarendi. Og svo er tilbúið líkan af Skólavörðunni og sýnisiiorn af hlóðaeldhúsi. Meðal hinna listrænu smámuna, sem eru óteljandi í stofu listamanna- hjónanna, er sérstaklega einn, sem dregur að sér atliygli öðrum fremur. Það er lítil kengúrumynd, skorin i tré. Þetta er raunar vindlingahylki, þar sem vindlingurinn kemur út um kviðpokann, þegar ýtt er á rófuna. Hugmynd, sem er sérstök í sinni röð, að minjagrip fyrir Ástraliu. Listamannsferill Eggerts Guð- nuindssonar hefir oft verið rakinn í ýmsum blöðum, og hér verður aðeins stiklað á stóru. Eggert byrjaði fyrst að mála 15 ára gamall, og tvítugur að aldri liélt liann fyrstu sýninguna. Hann fékk lofsamlega dóma, og m. a. skrifaði Björn Björnsson á svofelldan hátt um sýninguna: — Allmargir menn hugsa svo: Einn listamaðurinn ennl Hvar mun þetta enda? Eggert Guðmunds- son er aðeins tvítugur og hefir notið litils háttar tilsagnar. Myndir þær, er hann sýnir, eru allar gerðar á þessu ári, í tómstundum, því að hann vinnur fyrir sér með hinni og ann- arri erfiðisvinnu, eftir því sem til næst. Hinar góðu viðtökur, sem Eggert hlaut urðu til þess, að hann fór til listnáms erlendis. Meðal annars dvaldist iiann á fjórða ár i Múnchen. Þá hefir Eggert viða farið og haldið sýningar, m. a. viða í Danmörku, Bretlandi, Ástralíu og viðar auk sýn- inga hér heima. Hlaut liann jafnan góða dóma þar sem hann sýndi verk sin og var sýnd ýms viður- kenning. Komu þau hjónin m. a. fram í sjónvarpi í Lundúnum 1936 i sam- handi við sýningu, er Eggert héU þar. Þá keypti kgl. landfræðifélagið danska myndina „Nótt á Þingvöllum" af honum til að gefa Kristján X. Danakonungi á 25 ára ríkisstjórnar- afmælinu. Það vakti talsverða athygli, þegar Eggert lagði upp í ferð til Ástraliu með fjölskyldu sína árið 1951 og dvaldist þar alllengi. Hélt hann þar m. a. sýningar og málaði myndir. Kona hans hélt marga fyrirlestra um ís- land, t. d. i iandfræðifélaginu í Bris- lane og fyrir 1200 stráka lióp í Mel- bourne. Komið hafa út tvær myndablokkir eftir Eggert, og sú þriðja kemur út núna fyrir jólin. Auk þess sem Eggert fæst mikið við að mála myndir, teiknar hann mikið, enda frægur fyrir þær myndir sínar. Er hann ekki við eina fjölina felldur á því sviði fremur en í lista- starfi sínu yfirleitt, þvi að hann hefir hlotið fjölbreytta hæfileika í náðar- gjöf. Eitt áhugamál lians er að koma íslendingasögunum í „teiknimynda- seríur“ með texta. Þá hefir hann gert „seriu“ af för sonar síns til Ástraliu. Hér hefir aðeins verið hrugðið upp dreifðum svipmyndum frá starfi Egg- erts, og margt er ótalið. Hann hefir unnið margt afreksverkið á sviði þjóðlegrar listar, sem vert væri að geta, svo sem annast uppsetningu gamals eldhús og hjalls og gömlu vararinnar á Reykjavikursýningunni og búið til víkingaskip fyrir hátiða- höld sjómannadagsins. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.