Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 27

Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 23 inga, sagði liann. En Jolin vék ekki frá hugsjóninni fyrir þvi, eins og sumir aðrir gcrðu. John Marshall átti eflaust mikla framtíð fyrir höndum. Hann yrði að hitta hann aftur — fyrir alla muni. Og börnin — þau ættu auð- vitað börn? Sjálfur var hann ó- kvæntur. Börnin. Nú bar Eva fram erindið og Albert Landon brosti vingjarnlega. Hreindýr? Nei, hann hafði aldrei gert neitt að því að setja á sig hvernig dýr litu út. En liann átti dýrafræði- rit með myndum — liann mundi geta fundið mynd af lireindýri þar. Jæja, svo að Anna litla var veik? Það voru sjálfsagt margar áhyggjur, sem fylgdu því að eiga börn — var það ekki? En ... en samt hlaut það að vera dásam- legt að eiga börn? Hann varð feimn- islegur um leið og hann sagði þetta. Nú hafði hann fundið ritið um dýr- in, og þar voru hreindýr. Hann náði í teikniblokk og blýant og fór að teikna eftir myndinni og eftir fimm minútur var myndin búin. Neðst á blaðið skrifaði hann: „Til Önnu litlu Marshall frá vini hennar Albert Landon.“ „Þú verður að lofa mér að sjá hana einhvern tíma, Eva,“ sagði hann. „Mig langar svo mikið til að mála börn — þau eru eðlileg og blátt áfram — ekki tilgerð eins og ... eins og fyrirmynd- irnar minar. Að liugsa sér þetta, að hún óskar sér einskis nema hreindýrs í jólagjöf!“ Eva Marshall sagði honum að telp- an hefði séð hreindýr í dýragarði og orðið svo hrifin af því. Hún var svo þægt og skemmtilegt barn, liún Anna litla. Aðeins fimm ára, og hún gat ... Hann hlustaði á hana, og það var likast og hann væri að reyna að þrýsta til baka einhverju, sem væri fyrir löngu liðið, einhverju hálfgleymdu, sem krafðist nú fyrirrúms. „Já,“ sagði hann hugsandi og lík- ast og liann væri að tala við sjálfan sig. „Barnið, það eru jólin sjálf — barnið! Hvers vegna á ég ekki barn?“ Eva Marshall stóð upp og þakkaði honum fyrir hjálpina. Það var frekja að ónáða mikinn listamann með svona hégóma, sagði hún. Hann hló. „Ég segi þér satt að ég hefi ekki haft eins gaman af neinu sem ég hefi gert í mörg ár, og þessu hreindýri. Mér finnst það hafa vakið eitthvað í mér — hreindýrið dregur niig með sér, eins og jólasveinnlnn á sieðanum. Það dregur mig heim til litlu telpunnar ykkar Johns. Má ég bjóða sjálfum mér að koma heim til ykkar á jólunum?" Eva fullvissaði hann um að Jolin mundi verða mjög glaður ef liann fengi að sjá fornvin sinn aftur, og Anna litla mundi eigi síður verða giöð. Og með orðunum „Sjáumst aft- ur“ skildu þau. Dagsverkinu í stóra vöruhúsinu var lokið, og laglega afgreiðslustúlkan, Lucy Bulwer, gekk í hægðum sinum út á götuna. Hún vissi að Frank Jenn- ings beið henni úti á liorninu, en í dag var hún ekki viss um, hvort henni þætti gott að hann biði eftir henni þar. Annars var loftið hress- andi og þægilegt, þó það væri kalt, og það gæti verið gaman að ganga dálitla stund. En sá á kvölina sem á völina — það var vandi að velja á milli Arthurs Hammonds og Franlc Jennings — milli ríkmannlegs heim- ilis deildarstjórans og hinnar fátæk- iegu íbúðar, sem kauplítill verkfræð- ingur gat boðið lienni. Hjarta hennar hafði fyrir lieilu ári valið Frank Jennings ... en skynsemin kaus Arthur Hammond. Og nú hafði hún lofað Arthur svari fyrir jól. Og aðeins tveir dagar til jóla. Frank Jennings stóð á sínum stað. Og hún fann að henni hefðu orðið vonbrigði ef hann hefði ekki staðið þar. Veslings Frank, hugsaði hún með sér, ég verð að segja honum það í kvöld — segja lionum að ég geti ekki gifst honum. Hann væntir svo mikiis af draumum sínum um glæsilega framtíð — en ég get ekki beðið. Hann kom á móti henni og brosti glaðlega, heilsaði og tók handa undir arminn. En luin losaði handlegginn aftur. Það gat hugsast að Hammond ... að Arthur ... Svo sagði hún, til að segja eitthvað: „Það 'hefir verið mikið að gera í versluninni í dag, og stundum getur verið erfitt að gera viðskiptavinunum til hæfis. Til dæmis kom i dag ung frú — ljómandi lagleg kona — sem vildi endilega fá lireindýr handa telpunni sinni. En þó að við ættum mikið úrval af dýrum áttum við samt ekkert hreindýr. Ég vorkenndi henni því að telpan hennar er veik og hafði aðeins óskað að fá hreindýr í jóla- gjöf. Og deildarstjórinn, Hammond, sagði ...“ Djúp rödd Franks Jennings tók 'fram í: „Þegar ég var litill óskaði ég mér að eignast Örkina hans Nóa, en fékk hana auðvitað ekki, því að hann pabbi hafði ekki efni á því. En ... ef ég eignast nokkurn tíma son ... ætla ég að smiða örkina handa honum sjálfur! Ég get séð í huganum hve giaður hann verður þá . . . en af- sakaðu Lucy, ég var víst að taka fram í fyrir þér. IJvað sagði Hammond?" Lucy mundi vel hvað Hammond hafði sagt, eii nú gat hún ekki stillt sig um að bera þá saman. „Hún er ekki með öllum mjalla, að þeytast um allan bæinn, þó að krakkinn vilji fá hreindýr og — „ ... ég ætla að smíða örkina handa honum sjálfur". Lucy Bulwer hitnaði allt í einu um hjarta- ræturnar og Arthur Hammond var kominn í óra fjarlægð. En við hliðina á henni gekk Frank Jennings. Litla hreindýrið hafði sameinað þau aftur. Það var dimmt á götunni. Hún tók undir handlegginn á honum aftur. Og höfuðið færðist nær öxlinni á honnm er hún hvíslaði: „Heyrðu, Frank — ég skal hjálpa þér til ... þegar að þvi kemur.“ Hann stansaði snöggt og horfði inn í skær augu hennar. „Eisku Lucy ... elsku besta Lucy!“ Dyr i óbreyttri íbúð i útjaðri borg- arinnar opnuðust og ung stúlka kom inn. Fullorðinn maður, sem hafði setið og rýnt i einhverjar teikningar, leit upp, — og þegar hann sá stúlkuna ljómuðu augu lians af fögnuði. „Heyrðu Berna!“ hrópaði liann, „elsku, blessað barnið mitt, ertu þá loksins komin aftur! Er það vegna jólanna?" Hún tók af sér liattinn og fór úr kápunni. „Já, ég er komin aftur, ef þú vilt hafa mig, pabbi. Ég er orðin dauð- þreytt á öllum sjálfstæðishugnum í mér — en ég vissi það ekki fyrr en í dag.“ „Ertu í vafa um hvort ég vil hafa þig, barnið mitt — getur þú efast um það? Ég hefi ekki átt glaða stund síðan þú fluttir frá mér og settist að hjá félögum þínum ...“ „Nei, það var ef til vill ekki bein- linis vegna jólanna, sem ég kom,“ sagði Berna Zukowski eftir dálitla stund. „Ég held að það hafi verið annað. Ung móðir kom inn í versl- unina i dag og vildi fá keypt hreindýr ■handa telpunni sinni, sem er veik. Það var hún sem vakti hjá mér þráa til þín, pabbi. Mér datt í hug brúða, sem hún mamma bjó til handa mér úr tuskum, einu sinni, og ég gleymi aklrei iive glöð ég varð þá. Ég varð að fara heim til þin — það var hrein- dýrið sem dró mig til þín. Og nú ætla ég að verða hjá þér ...“ Hann dró hana að sér og setti hana á hnéð á sér og strauk dökkt hárið á henni. „Hugsum okkur,“ sagði hann eins og hann væri að tala við þá, sem ekki var lengur lífs. „Berna er komin aftur, — hún Berna okkar er komin aftur!“ Albert Landon, hinn dáði andlits- málari brosti hlýlega til ungrar stúlku, sem sat á móti honum við horðið í dauflýstum veitingasalnum. „Ég skil, Margaret," sagði hann hikandi. „Ég skil að þú ert hissa á að ég hefi boðið þér út í kvöld ... eftir svona langa þögn af minni hálfu. Þú veist hvað það var, sem skildi okkur að. Mér fannst gagnrýni þín vera of ströng, ég hélt að öfund lægi að baki henni. En nú veit ég að þú liafðir á réttu að standa en ég á röngu. Ég er að verða hroðvirkur — heildsölumálari.“ Hann tók um höndina á henni og liún dró hana ekki að sér. „Margaret — ég er að hugsa um að hætta að mála andlitsmyndir. Ég hefi fengið hugmynd að stóru verki. En ég ætla að hætta að vinna eins og vél. Og fyrst af öllu verð ég að eignast félaga, konu — ég þarfnast þin og þinnar lijálpar, Margaret." Hún sagði ekki neitt, en þrýsti höndina á honum. Svar hennar varð lesið úr augunum. „Hvað 'hefirðu þá hugsað þér að mála?“ spurði hún loksins. „Ég ætla að mála lelpu með hrein- dýr, litla telpu — eðlilega og tilgerð- arlausa manneskja. Og lireindýrsleik- fang — já, þú hlærð, en bíddu bara hæg, þá skal ég segja þér alla söguna. Ef þú lofar .. .?“ „Ég lofa, skilurðu ekki að ég lofa, vinur minn?“ Litla hreindýrið var fullgert, með hornum og öllu saman. Liklega hefði æfður dýrastoppari haft ýmislegt út á vaxtarlag lireinsdýrsins að setja — og jafnvel hornin og klaufirnar líka. En það var þó allajafna úr dökkgráu flaueli, og jiegar maður setti það var- lega niður gat það staðið i allar lapp- irnar. Það stóð í rúminu hjá litilli, fimm ára telpu, og í augum barnsins var það dásamlegasta skepnan á jörð- inni. Anna litla var nývöknuð, jóla- sveinninn hafði sett það á borðið hjá henni meðan hún svaf. Nú tók liún það og þrýsti því fast að sér. „Þakka þér fyrir, jólasveinn. Skelf- ing er ég glöð!“ Jólasveinninn Eva Marshall brosti til mannsins síns sem sagði: „Hún Anna litur miklu betur út núna — ég er viss um að hún kemst bráðum á fætur, guði sé lof. Það er undarlegt — en gleðin getur læknað það, sem læknirinn ræður ekki við. Og svo er þetta bara svolítið leik- fang.“ Eva brosti til mannsins síns, hins fræga læknis, og sagði: „Kannske rangt að segja: bara leik- fang.“ * Allt til útgerðar. VÉLANAUÐSYNJAR VERKFÆRI MÁLNIN G AR V ÖRUR Tjörur — Bik — Verk — Skipa- saumur, Boltar, Boltajárn og flest annað til skipasmíða. /ÍCaddUu OLÍULAMPAR OLÍUOFNAR GASLUGTIR VERSLUN O. ELLINGSEN H.F. — Elsta og stærsta veiðarfæraverslun landsins. — Simnefni: „Ellingsen, Beykjavik". KLOSSAR GÚMMÍSTlGVÉL VINNUFATNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.