Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Page 24

Fálkinn - 12.12.1958, Page 24
18 ^*^*^*^*^#^*^*^*^*^*^*^*^*^# JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 ÁSTIN GEGN LISTINNI Jit^Æ^ÚLIA CRANE var að fara út í hádegisverS. Hún /eS^W^p var alltaf aö fara út til að borða liádegis- eða miðdegisverð. Hún var aldrei i rónni, athafnasöm og dugleg — ósvikinn á- vöxtnr tuttugustu aldarinnar. Hvergi sást votta fyrir gráu í svarta hárinu, það var eins og fagur höttur á höfð- inu á henni og fötin voru eins og þau hefðu verið steypt á íturvaxinn líkam- ann. Hún virtist hörð, en þeir, sem þótti vænt um hana, vissu, að það var hún ekki. Hún stansaði sem snöggvast i norð- urherbergisdyrunum, sem ])ær höfðu gert að vinnustofu handa Maxine. — Ég ætla að borða hádegisverð á Grand, væna mín. Kem aftur klukk- an þrjú. Hefir þú borðað nokkuð? — Nei, mamma. — Þú verður að borða. Heyrirðu það? Júlía talaði óþarflega hátt, eins og fólk talar við útlendinga, sem ekki kunna ensku. — Það er matur í kæli- skápnúm. Eða þá að þú getur farið út og fengið þér- að borða. Hún leit framan í Maxine og á sloppinn henn- ar, sem var alsettur málningarkless- um. — Já, mamma. Ég skal borða. — Maxine. — Já, ég lofa því. Þú skalt ekki gcra þér áhyggjur af þvi. Júlía hikaði. Ilún pikkaði í dyra- stafinn, löngum rauðum nöglum. — Ég vildi óska að þú giftist, andvarpaði hún. Maxine hló. — Aumingja maðurinn, sem yrði fyrir þvi. Þú vilt helst losna við mig. Júlía brosti kalda brosinu sínu, en augnaráðið var hlýtt og ástúðlegt. — Gifstu honum Michael Milling- ton. Hvers vegna giftist þú honum ekki, Max? — Þá það, mamma. Ég skal gera það. — Þú þarft að fá að lifa þínu eigin lífi. Nú brýndi Júlia röddina aftur. — Þú ert orðin tuttugu og sex ára og licfir ekki gert annað en fórna þér fyrir mig! I’að er ekki réttlátt! Þú ættir að slíta þig frá mér! Heyrirðu það, Maxine? — Já, mamma. Ilún brosti. — Ég skal slíta mig. — Gifstu honum Michael! Og borð- aðu nú! Heyrirðu það? Bless! Maxine hló. Hún settist í svip og lét andrúmsloftið i herberginu jafna sig eftir þessa stuttu heimsókn móð- ur liennar. Svo fór hún að leita að terpentínuglasi i vasa sínum. Maxine notaði terpentinu cins og annað fólk notar ihnvatn. Hvenær sem hún heyrði móður sína koma inn i íbúð- ina eða þegar dyrabjöllunni var hringt, þurrkaði hún sér í flýti í framan með tusku, vættri í terpentinu til að ná af sér litablettunum, sem alltaf voru einhvers staðar á henni. Júlíu var illa við subbuskap og jafn- vel Micliael Millington hafði velt því fyrir sér, hvort aðrir listmálarar út- bíuðu sig eins og Maxine gerði. Hún sneri sér aftur að málagrind- inni en var að hugsa um Michael Millington. Hvernig gat móður lienn- ar dottið í hug að liún mundi geta lifað sínu eigin Jífi ef hún giftist Mic- hael. Michael var líkur Júlíu — dug- legur, eirðarlaus og ráðríkur. Hann sagði oft við liana að lnin yrði að komast eitthvað á burt —■ burt frá lnisinu og burt frá sjálfri sér. Að gift- ast honum var alveg sama og hafa skipti á Júlíu og Michael. Nei, og þó ekki alveg. Þegar hann skammaði hana og lét móðan mása var hann líkur móður hennar og þá brosti Maxine að honum. En þegar hann tók utan um liana og varð allt í einu viðkvæmur og bljúgur, varð hún liikandi og hálf smeyk. Svona hafði hann mikið vald yfir henni. Og þegar svo stóð á hugsaði hún oft með sér: Ég ætti að fara á burt ■— komast til Parísar og lifa út af fyrir mig með penslana mina og listina. Fyrst í stað frestaði hún ferðinni vegna þess að móðir hennar gat illa án hennar verið. Þegar Dennis Crane varð bráðkvaddur og Júlía sat í sorg- um dag eftir dag og reyndi að dylja tilfinningar sinar, þurfti hún meira á Maxine að lialda en nokkurn tíma áð- ur. Maxine var viðkvæm og eftirlát en móðir hennar hörð og þver. Þótt hún tregaði föður sinn mjög gat hún þó staðist áfallið og linað harm sinn með þvi að hugga móður sína. Og Michael beið þrjú ár og sýndi undra- verða þolinmæði. Nú var Júlia komin í samt lag aftur. Nú gat Maxine farið. Tilhugsunin vakti fögnuð hjá henni, þvi að liún var dugleg listakona, þótt hún væri lítt þekkt ennþá, hún átti góða listgáfu og mikið sjálfstraust. París var vitanlega aðeins tákn þess frelsis sem hún þráði. Hún hefði getað öðlast sama frelsi hérna — frelsi til að borða þegar hún vildi, til að fela sig marga daga og lofa símanum að hringja ósvarað og hlæja að honum. HÚN hnipraði sig í bakháa stólnnm ... það er of seint núna. Spurningin um hjúskap er þýðingarlaus ...

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.