Fálkinn - 12.12.1958, Side 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 21
Þetta var heimili Eleanor Sveinbjörnsson frá 15 ára aldri til þess að hún
giftist. Það heitir Bolfracks Cottage við Aberfeldy. Á myndinni sést móðir
frú Eleanor, Williamina, og Winifred systir hennar.
Þórður bróðir minn 1891, en ég fædd-
ist 1892. Bróðir minn var heitinn eftir
föðurafa sínum, Þórði Sveinbjörnsson,
og ég eftir Helen frænku (frú Alex-
ander Powell).
Nokkru síðar keypti faðir minn
slórt steinhús i Dick Place nr. 46, og
þar áttum við vistlegt heimili í tíu
ár, en fluttum svo í Morningside, sem
var nýlegra borgarhverfi.
Öll bernsku- og æskuár mín man ég
eftir mörgum ánægjustundum er for-
eldrar mínir áttu er landar föður
míns sóttu þau heim, og sérstaklega
eftir þvi hve faðir minn hafði gaman
af að tala móðurmál sitt við frændur
eða vini frá íslandi. Móðir mín hefir
alitaf liaft mikinn áhuga fyrir því sem
íslenskt er og'hefir dálæti á íslensku
þjóðinni.
Á árunum 1910 til 1913 ferðaðist
faðir minn um Kanada og sum norð-
urríki Bandarikjanna og hélt fyrir-
lestra um norrænar þjóðvísur og þjóð-
lög og lék sýnishorn af þeim í ýms-
um hinna stærri bæja og í nýlendum
íslendinga, og sumstaðar hélt hann
hljómleika.
Á þeim árum bjó sú hugmynd um
sig lijá honum að yfirgefa Skotland og
flytjast til Kanada, en svo hófst styrj-
öldin 1914 og bróðir minn, sem þá
var ungur læknir, fór í striðið sem
herlæknir, svo að áforminu var slegið
á frest þangað til styrjöldinni lyki.
En 1919 fórum við til Winnipeg og
nutum þar mikillar gestrisni íslend-
inga meðan við dvöldum þar, og
dvöldum í yndislegu sumarleyfi hjá
löndum föður míns i Winnipegosis.
Foreldrar mínir dvöldu i Winnipeg
i þrjú ár, og eftir að ég giftist, 1921,
stofnuðu nokkrir íslendingar þar sjóð
til þess að gefa út verk föður míns.
En árið 1922 settust foreldrar minir
að i Reykjavík, eftir að rikisstjórnin
þar hafði veitt föður mínum tón-
skáldalaun til eflingar íslensku tón-
listarlífi. Móðir mín er mjög þakklát
íslendi fyrir hina niiklu stoð, sem
hún og faðir minn nutu þaðan, og
hún nýtur enn af opinberu fé.
Foreldrum mínum leið vel á íslandi,
en vegna heilsufars föður mins var
honum ráðlagt að flytjast til Dan-
merkur lil þess að njóta íæknishjálp-
ar, og þess vegna fluttust þau þangað
árið 1924. Hálfu þriðja ári seinna, 23.
febrúar 1927, varð faðir minn bráð-
kvaddur, sitjandi við liljóðfærið, sem
hann hafði svo miklar mætur á. Móð-
ir mín, sem verið hafði honum nær-
gætinn förunautur frá upphafi, var
með lionum til siðustu stundar.
Jarðneskar leifar föður míns voru
fluttar til Reykjavikur, og móðir min
fór með honum þangað síðustu ferð-
ina. Faðir minn
hvílir í Reykjavik-
urkirkjugarði.
Eftir nokkurra
mánaða viðdvöl
yfirgaf móðir mín
ísland i annað
sinn og fór vestur
yfir Atlantshaf til
að setjast að hjá
mér og manninum
minum á búgarði
okkar við Midna-
pore í Alberta.
Henni var inni-
lega fagnað af
okkur og barna-
börnum hennar
þremur.
Ég gæti skrifað margt um hjálp-
semi hennar og fórnfýsi, ástúð hennar
og holl ráð, sem ég liefi orðið aðnjót-
andi á liðnum árum, en læt nægja
að segja að án liennar hefði ævin orð-
ið önnur, og að ég met mikils sam-
búðina við hana og dómgreind lienn-
ar. Föður minum var hún elskuleg
og nærgætin eiginkona, og gætti þess
vel, að liann liefði jafnan þá kyrrð
og næði, sem tónskáldum er nauðsyn-
leg til að geta starfað.
Þannig farast frú Helen orð um
móður sína. En nú vikur sögunni að
systkinunum tveimur, börnum frú
Eleanor og Sveinbjarnar. Þau liafa
bæði fengið listgáfuna að erfðum frá
foreldrum sinum. Þórður liefir iðkað
málaralist og tónsmíðar og Helen mál-
ar og yrkir ljóð.
Þórður John Wilhelm fæddist í
Edinburgh 2. april 1891. Sem ungling-
ur sýndi hann mikinn áhuga fyrir
teilcningu og tónlist og fékk skóla-
Heimili Sveinbjörnsson-fjölskyldunnar í 514 Avenue West
í Calgary, Alberta.
í þessir kirkju, Weem Church við Aberfeldy í Perthshire voru Eleanor
Christie og Sveinbjörn Sveinbjörnsson gefin saman árið 1890.
verðlaun fyrir dráttlist. Að stúdents-
námi loknu gekk hann í háskólann i
Edinburgh, tók próf í' undirbúnings-
greinum og fékk námsverðlaun Carne-
gies og lauk fullnaðarprófi í læknis-
fræði 1914. Breytti hann þá um ætt-
arnafn og nefnist Swinburne, því að
Sveinbjörnsson var jafnan óþjált á
enskri tungu. Gerðist svo aðstoðar-
læknir á King Edward VII Hospital
i Windsor næstu sex mánuði.
í ágúst 1915 var hann kvaddur í
herinn og var lierlæknir i fyrri heims-
styrjöldinni næstu tvö ár í Frakklandi
og Belgíu, en var þá leystur frá her-
þjónustu vegna heilsubilunar. Var
hann þá orðinn kapteinn. Hann flutt-
ist til Kanada með foreldrum sínum
1919 og starfaði sem læknir í nokkur
át í Saskatchewan og Alberta, en
lieilsan leyfði honum ekki erfið ferða-
lög, sem því starfi fylgdu, og lagði
hann því öll læknisstörf á hilluna.
En síðan hefir hann lagt meiri stund
á tónsmíðar en áður og liggja margs
konar verk eftir hann, m. a. sónata
fyrir fiðlu og píanó og margar orgel-
tónsmíðar. Tónsmíðar Þórðar munu
ókunnar hér á landi, en liafa verið
leiknar mikið bæði í Winnipeg og
Calgary. — Þórður er meðlimur drátt-
listarfélagsins í Calgary og befir oft
sýnt myndir þar í borg, og einnig
verið á umferðasýningum viðs vegar
um Kanada. —
Þórður er ógiftur
og barnlaus.
Hann er vel að
sér i islensku og
fylgist vel með i
íslenskum bók-
menntum.
Helen McLeod,
sent hún lieitir að
skirnarnafni, er
fædd 3. desembcr.
Á unga aldri fór
liún að yrkja sög-
ur og kvæði, og
þegar frá leið fór
liún að iðka drátt-
list. Hún gekk í
tvo skóla í Edin-
burgh, Strqtliearn
College og Craig'-
mount og fékk
fjölda verðlauna
fyrir námsafrek.
'Hún fór 18 ára
í listaháskólann i
Edinburgh og tók
próf þaðan fjórum
árum siðar og
jafnframt kenn-
arapróf. Jafnframt
lagði hún stund
á ýmsar hannyrðir og listiðn-
að, svo sem skrautritun og teikn-
ingu „lýstra stafa“, eins og forðum
voru notaðir i vönduðum handrit-
um. Varð siðan í 2—3 ár kennari list-
skóla og hafði umsjón með teikni-
kennslu fjögurra heimavistarskóla, en
þá fastakennari við lýðháskóla í
Kilwinning i Skotlandi. Eftir að hún
fór vestur varð lnin listkennari í
„Earl Grey Junior Higli School" og
„Kelvin Iiigh School" í Winnipeg.
En árið 1921 giftist hún Ralph E.
A. Lloyd, óðalsbónda i Alberta, sem
hafði verið í lierþjónustu í mörg ár
og verið í fyrri heimsstyrjöldinni. Þau
eignuðust fjögur börn; það fyrsta
þeirra dó ungt, en hin eru uppkomin
og öll gift. Þessi barnabörn Svein-
bjarnar tónskálds eru:
Benjamin Bertie Sveinbjörn (dó i
bernsku).
Francis Charles Sveinbjörn, kvænt-
ist 1946 Iv. E. Campbell,
Eleanor June, gift Dean Oltean
1948 og
Jón Edric Slienstone Maclean, kv.
A. E. Gibney 1950.
Ralph Ernest Alwyne hafði gengið
i herþjónustu 18 ára gamall, var orð-
inn kapteinn er liann fór í heimsstyrj-
öldina fyrri i lierdeildinni „12 th
Canadian Mounted Rifles" og varð
Framhald á bls. 43.
Ralph Lloyd ofursti og frú Hclen.