Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Síða 39

Fálkinn - 17.12.1959, Síða 39
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1959 35 BINU sinni hafðist slœmur og hættulegur björn við bak við fjöllin níu og á því tíunda. Hann réðst á alla, sem komu nálægt fjall- inu, og stundum fór hann niður í talinn og stal hestum og kúm og fór með bráðina sína upp á Tíunda- fjall. Loks var fólkið í dalnum orðið svo hrætt við björninn, að það þorði ekki að hleypa skepnunum sínum út. Og mikið var talað um hvaða ráð væri til að granda birninum, sem gerði svona mikinn skaða. — Fjöldi hugdjarfra manna fóru á stúfana og reyndu að veiða björn- inn, en þeir komust ekki í færi við hann, því að þetta var einstaklega slyngur björn. Svo kom ungur og kátur smali í byggðina, sem næst var Tíunda- fjalli. Hann tók eftir að allir bænd- urni og voru svo hnuggnir og spurði hvað gengi að þeim. Smalinn hélt áfram að segja hún- anum œfintýr og gamla birnan hlustaði á ... Þeir sögðu honum frá slæma birn- inum, og hann sagði: — Það tekur ekki að vola út af því. Ég skal veiða björninn. — Meiri eru það nú mannalætin, sagði fólkið. — Margir sterkir og djarfir menn hafa reynt að drepa björninn, en engum hefur tekizt það. Hvernig heldurðu að þú getir drepið björn, píslin þín? En stráksi lét ekki hugfallast. — Þetta er ekki undir kröftunum kom- ið heldur öðru, sagði hann. Ég skal lofa ykkur því að veiða björninn og koma með hann hingað bráðlif- andi. Bændurnir hlóu að honum og hristu höfuðið. En strákurinn fór upp í fjall, og nú sá hann, að björn- inn átti heima í lélegu greni með húnann sinn. Hann gægðist inn um gluggann, og sá að litli húninn var einn heima. Og svo drap hann á dyr. Húninn kom út, og þegar hann sá, að lítill smalastrákur var kom- inn sagði hann: — Hvað vilt þú hingað, drengur minn? Ertu ekki hræddur við hana móður mína — að hún komi og drepi þig? — Víst er ég hræddur, ég er laf- hræddur, svaraði strákurinn, — en hvað á ég að gera? Ég er smali, en nú hefur hún gert alla bænd- urna í sveitinni svo hrædda, að enginn þeirra þorir að beita skepn- unum sínum út, svo að ég er orð- inn atvinnulaus. Ég fór hingað í þeirri von, að blessaður góði bjarn- arunginn mundi gefa mér eitthvað að éta. Ef þú gerir það, skal ég segja þér æfintýr í staðinn. Þér er óhætt að trúa því, að ég kann mörg æfin- týr, sem gaman er að . .. Húninn var allra bezta skinn og vorkenndi smalanum. Og svo labb- aði hann fram í búr og sótti mat og mjólk handa honum. Þegar drengurinn hafði etið sig saddan fór hann að segja húnanum skemmtileg og spennandi æfintýr. En allt í einu þagnaði hann í miðju kafi. — Æ, haltu áfram — haltu á- fram, sagði húninn, því að hann hafði svo gaman af þessu. — Nei, nú verð ég að fara heim, sagði smalinn. — Hún mamma þín kemur líka bráðum heim, og ef hún sér mig þá étur hún mig upp til agna. En húninn var orðinn svo hrifinn af æfintýrunum smalans, að hann vildi fyrir hvern mun heyra meira, og nú bað hann drenginn að segja sér að minnsta kosti það, sem eftir var af sögunni, sem hann hafði hætt við í miðju kafi. Það var svo gaman að henni. — Ég skal gera það með einu skil- yrði, sagði smalinn. — Ég ætla að skríða upp á þak, og þegar hún mamma þín kemur verður þú að biðja hana um að snerta mig ekki. Ef hún lofar því, skal ég koma nið- ur aftur og segja þér meira .. . Svo klifraði smalinn upp á þakið, því að honum heyrðist björninn vera að koma. Húninn hljóp strax á móti mömmu sinni og sagði skelfing blíð- ur: — Mamma, mamma, það er kominn hingað drengur, og hann sagði mér svo mörg æfintýr, sem voru svo skemmtileg. Ég vil ekki að hann fari, en hann þorir ekki að vera hérna, því að hann er hrædd- ur við þig. Góða mamma, éttu hann ekki, en lofðu honum að vera í friði, svo að hann verði kyrr og segi mér æfintýr þegar þú ert úti í skógi. — Það verður víst að vera eins og þú vilt, úr því að þú ert þægur, greyið mitt, sagði bjarnarmamma. Þegar smalinn heyrði þetta skreið hann ofan af þakinu og hélt svo áfram að segja æfintýrin, og gamla birna hlustaði á líka. Smalinn var í marga daga hjá slæma birninum og húnanum, en þau gerðu honum ekkert, því að hann kunni svo mikið af skemmti- legum sögum. En stundum var smal- inn að hugsa um, hvernig hann ætti að fara að veiða bjarnarmömmu og koma henni niður í sveit. Loks tók hann það ráð að gera stórt gat á þakið á greninu, svo að rigndi inn og þau urðu vot. Birna gamla varð reið, en þá sagði smal- inn; — Vertu ekki angurvær út af þessu, birna mín, ég skal smíða nýtt handa þér. Svo fór hann niður í sveit og smíðaði nýtt hús handa birnu og húnanum hennar. Það var einna svipaðast hundakofa með hjólum undir. Og þegar rigning kom næst dró hann húsið upp á Tíundafjall og sagði: — Farið þið inn í húsið, það er þurrt og hlýtt! En undir eins og birnirnir voru komnir inn í húsið lokaði smalinn dyrunum og ók húsinu niður í sveit. Birnan lét illa á leiðinni, en smal- inn lét sem hann heyrði það ekki. Loks stillti hún sig og sagði: — Góði, bezti smali, hleyptu okkur út. Ég skal aldrei drepa hestana fram- ar og ekki hræða kýrnar eða fólkið. Ég skal verða skikkanleg ef þú hleypir mér út. Þegar fólkið heyrði urrið í birn- unni kom það út með ljái og hey- kvíslar og ætlaði að drepa hann. En þá sagði smalinn: — Ég efndi það sem ég lofaði og hérna er ég kominn með björninn lifandi. En látið þið nú gamlan fjandskap vera gleymdan og hleypið birninum upp í Tíundafjalla aftur. Hann gerir ykkur aldrei mein framar, hann hef- ur lofað mér því. Bændurnir hugsuðu málið og svo slepptu þeir birninum og litla hún- anum. En björninn vildi ekki fara nema smalinn kæmi líka, því að hann kunni svo mörg skemmtileg æfintýr. Og þess vegna segir fólkið enn í dag: — Enginn þarf að vera sterk- ur og djarfur til að veiða björn, maður þarf að vera annað . .. — Og hvað þetta annað er verð- urðu að finna út sjálfur. <>tXKÍÍ>ÍÍÍÍ!>ÍÍOtiOOÍÍ<Ítt«ÍKÍ{iG;XÍOíXÍ{;íXK>{X>í5ÍX>0«ÍX>OtÍt>OOÖÍ>í>tSOOOOOOQC Mtver tí lirtetiu iarhost*? Hérna sjáið þið sex menn, merkta A, B, C, D, E, F, og sex báta og skip, merkt 1—6. Nú eigið þið að geta séð á mönnunum hvaða skip hver á. Ef þið getið það ekki verðið þið að leita ráðningarinnar á bls. 44. xststststiíicststststststststststitstststststststststststscststststststststststststscstststststststststscstst}

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.