Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 42

Fálkinn - 13.12.1961, Page 42
Döðlukonfekt. Notið fallegar mjúkar döðl- ur. Takið úr þeim steininn og setið í hans stað marsipanbita. Cornflakestoppar. 50 g smjörlíki 1 dl sykur 50 g plöntufeiti 1 lítið egg. 1 msk. vanillusykur 4 dl cornflakes 150 g hjúpsúkkulaði. Smjörlíki og sykur hrært saman í skál, plöntufeitin brædd og kæld, hrært smátt og smátt saman við. Nú er egginu og vanillusykrinum hrært saman við og að lokum er cornflakesinu blandað var- lega í. Mótaðar litlar kúlur, annað- hvort með 2 teskeiðum eða milli handanna, en þess gætt að fara varlega, svo að flög- urnar brotni ekki. Þegar kúl- urnar eru storknaðar, er þeim dyfið í bráðið hjúpsúkkulaði, sem aðeins má vera ylvolgt. Nægilegt er að hylja aðeins helming kúlunnar og því auð- velt að dýfa þeim í með fingr- unum. Látnar þorna, geymd- ar í luktu íláti. Kókósbollur. 21/2 dl kókósmjöl 50 g smjör 2 dl flórsykur, sáldr. % dl rjómi nál. 5 msk kakaó. Allt sett í þykkan pott, hitað við vægan eld, hrært stöðugt í á meðan, þar til deigið slepp- ir pott og sleif og er sam- fellt. Kælt dálítið, mótaðar kúlur með 2 teskeiðum. Velt upp úr kakaó, áður en þær eru alveg kaldar. Appelsínutoppar. 125 g plöntufeiti 2 Y4 dl flórsykur, sáldraðuí 5 msk kakaó Rifin börkur af appelsínu 4 dl cornflakes. Plöntufeitin brædd við væg- an hita, tekin af eldinum, kakaó og flórsykri blandað saman við, meðan feitin er volg einnig appelsínuberkin- um og flögunum seinast. Sett með teskeið á smurða plötu, geymdir í luktu íláti á köldum stað með pappír milli laga. Það borgar sig að kaupa beztu tegund af kertum, — þau renna ekki niður og þad logar lengur á þeim. Ef hvítu kertin hafa gulnað, hvítna þau á ný, séu þau þvegin úr vægu sápuyatni. Blakti Ijósið á kertinu, stendur kertið annaðhvort í dragsúg eða kveikurinn er of langur, og ekkert er auðveldara en að stytta hann. Sé kertið of stórt í kertastjakann, þarf aðeins að bregða því augnablik ofan í sjóðandi vatn, svo auðvelt sé að koma því á til- ætlaðan stað. Auðvelt er að útbúa kertáhlífar úr málmpappír, en hlífarnar eru mjög þarfar. Haldið alltaf hendinni bak vxð logann, þegar blásið er á kertið, annars er hœtt við að vaxblettir fari á dúkinn og kertastjakann. Þurfi að bora gat á kerti til að festa því, er sjálfsagt að hita nálina fyrst yfir loga, þá rennur hún auðveldlega inn í kertið. 40 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.