Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 52

Fálkinn - 13.12.1961, Page 52
REVIMIÐ HITUN BIALADDIN GEISLAOFN Gefur skjótan, öruggan og þægi- legan hita. Gljábrenndur í kaffibrúnum lit. ALADDIN BORÐ-LAMPI Mjög öruggur og gefur góða og þægilega birtu. Fallegt útlit. SILCROM* húðaður. Borð-, vegg- og hengilampar fáanlegir. * Vörumerki. ALADDIN INDUSTRIES LTD., ALADDIN BUILDING, GREENFORD, ENGLAND. Frystihiís - Utgerðarmenn Polygon ísvélar frá Brödrene Gram A/S. Polygonís hefur ekki skarpar brúnir, og er því sérlega hentugur til fiskkælingar. AKURFELL Hallveigarst. 9. Sími 24966. JÓLIN HEIMA honum, að koma mér á óvart. Maður er of viðkvæmur ef til vill er það úrkynjun. En jól- in eru nú einu sinni hátíð for- eldranna. Þau eru leynivopn þeirra. 23. desember. Húsþökin voru alsett snjó, þykkum snjó, þegar ég- vakn- aði í morgun. Skýin voru dimmblá, en hvítur snjórinn lýsti allt upp með sinni und- ursamlegu birtu. Þetta var mjög fallegt á að líta. Kerl- ingarnar sögðu að minnsta kosti hundrað sinnum, að þær væru svo glaðar yfir því, að það væru hvít jól. Auðvitað lenti það á mér að setja fót undir jólatréð. Það er vanþakklátt verk. Fyrst var ég skammaður fyrir að hafa opnað dyrnar. Eins og það væri hægt að koma ein- hverju inn um dyr án þess að opna þær. Og svo varð allt vitlaust, af því að það kom snjór á gólfið. Og svo datt mynd niður af vegg. Það er alls ekki svo auðvelt að draga stórt jólatré gegnum heilan hóp af litlum og þröngum dyrum. Og svo seildist ein greinin í vasa og hann féll á gólfið, en það var ekki mér að kenna, að vasinn stóð þarna. Loksins komst tréð á sinn stað. En ég var allur í barrnálum. Auk þess sögðu þau, að tréð hallaðist á stall- inum. Ég rétti það. En þá sögðu þau, að það hallaðist til hinnar hliðarinnar. Og svo voru barrnálar komnar á borðið og í sófann. Magga sagði, að ég væri bara helvít- is klaufi. Ég sagði henni, að hún skyldi bara reyna sjálf. Það var allt og sumt sem ég sagði. En samt sem áður spurði mamma, hvað ég héldi, að þeir þarna uppi hugsuðu, ef við færum að rífast á að- fangadagskvöld. Ég svaraði, að ég ætlaði hvorki að láta þá þarna uppi né hina niðri hafa nein völd yfir mér. Ég hafði að minnsta kosti rétt til að segja svo mikið. Þegar pabbi kom heim, vor- um við nýbúin að taka jóla- trésskrautið fram. í Ijós kom, að nokkra poka vantaði. Pabbi sagði að við gætum bjargað því á augabragði með einu handbragði. Enginn væri of ungur eða of gamall til að búa til jólatréspoka. Magga og ég sögðumst ekki geta það. Pabbi varð hræði- lega sár. — Getið þið ekki búið til hjartapoka, hrópaði hann. Þegar ég var strákur bjugg- um við til jólatréspoka á hverjum jólum. Náðu í skær- in Jakob. Og þú Magga finndu límið. Svo verðum við að hafa dagblöð til þess að hlífa borð- inu. Hvar eru gömul blöð, Elsa? Nú skal ég sýna ykkur. Þetta skal verða venja hér um jólin. Það er ekkert heim- ili. sem ekki hefur venjur. Sæktu pappírskörfuna undir ruslið, Jakob. Og Magga náðu í reglustikuna. Þetta skal svo sannarlega verða venja hér um jólin, einmitt þetta. — Á allt þetta snatt að verða venja hér um jólin? spurði ég. — Já, er nauðsynlegt að fara að róta öllu til einmitt nú? sagði mamma. — Við höf- um svo margt annað til þess að hengja á tréð. — Þetta gengur eins og í sögu, sagði pabbi. Við skulum nú taka rauða og silfurlitaða til dæmis, það lítur ágætlega út. Svo legg ég ræmurnar hverja inn í aðra og klippi til svona. Breið rönd yzt, báðum megin, en tvær mjóar í miðj- unni. Sjáið þið. Hver andskot- inn, segið þið mér, eru þetta skæri? Mamma sagði, að þetta væru ósköp venjuleg skæri. — Þú hefur rétt fyrir þér, sagði pabbi það er ósköp venjulegt að hafa bitlaus skæri. En við skulum nú byrja á þessu. Nú byrja ég að flétta renningana saman. Hann verður kannski dálítið skakkur þessi. Við hengjum hann þá bara aftast á tréð, svo að hann sjáist ekki. Hvers konar glanspappír er þetta, sem þið hafið náð í? Mamma sagði, að þetta væri ósköp venjulegur glans- pappír. Pabbi sagði, að þá væri venjulegur glanspappír að minnsta kosti óvenjulega stökkur. Hann varð að líma saman bútana. Þegar búið var að því, áttu renningarnir alls ekki saman, annaðhvort var annar renningurinn of lítill, eða hinn var alltof stór. Auk þess rifnaði allt saman aftur. 50 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.