Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 9
samt sem áður fullkomlega snyrt og með vel hirt hár. — Það fyrsta, sem ég tók efth’, þegar ég kom héma heim og fór að syngja á Röðli, var livað íslenzkar stúlkur hirða litið um hárið á sér. . . . Hvernig ferð þú að þvi að vera falleg? — Ég byrja daginn með að fara i hað, og svo eyði ég hálftíma í að snyrta mig. En þessi snyrting hefur ekkert að segja, ef ég hef ekki sofið vel. Það þýðir ekkert að mála sig, — ef augun eru þurr og þreytuleg. Þess vegna gæti ég þess alltaf að sofa vel og lengi. 1 Ameríku er sólin eitt bezta fegurðarmeðalið, og þegar ég er brún, kemst ég af með varalit og dálítinn lit í kringum augun. En á vetuma nota ég meik til að fela og draga fram það, sem mér sýnist, í andlitinu. Mér hefur alltaf þótt gam- an að mála.... — Og vöxturinn? —: Þegar ég varð ungfrú Island, var ég of grönn. Ég fitaði mig en fitnaði of mikið, og þá varð ég að leggja af. Ég var oi'ðinn 120 pund og keypti mér töflur, sem áttu að draga úr matarlystinni. Vist gerðu þær það! En ég varð þurr i hálsinum og uppstökk. Þá sá ég, að ég varð að finna einhver önnur ráð og sneri mér að Metrecal-megrunardufti. Það borðaði ég í alla mata, þangað til að ég var orðin nógu grönn. — En, ef þér var boðið út að borða ?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.