Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 30
Tyrkgaránið Frh. af bls. 23 að geta, að kona síra Ólafs hét Ásta Þorsteinsdóttir og var seinni kona hans, og allmiklu yngri en prestur. Síra Ólaf- ur mun hafa verið fæddur um 1564 og þvi verið kominn á sjötugs aldurinn er hann lenti í herleiðingunni. Það er því mikið þrekvirki af presti, að hafa farið einn síns liðs sunnan frá Algeirsborg og norður alla Evrópu, mest fótgang- andi. En Margrét Jónsdóttir prestsekkja úr Vestmannaeyjum og börn hennar voru seld mannsali. Margrét eldri var komin á þann aldur, að ríkir menn girntust hennar ekki til ásta. Hún var þá seld til vinnu og var það harðstjóri nokkur illur, sem keypti hana. Hann notaði hana til vatnsburðar og hafði hana í hlekkjum og lagði vatnsgrind á herðar henni. Nærri má geta, að prestsfrúin úr Eyjum hefur ekki verið vön slíkri vinnu. Svo er mælt, að eitt sinn hafi hún verið lengur en venjulega í ferð eftir vatninu, og hafi þá harðstjórinn farið að vitja .um hana. Margrét hafði lagt frá sér skjólurnar og tekið Davíðssálma úr barmi sér og farið að lesa í þeim. Þegar húsbóndi hennar kom til hennar og sá hvers kyns var, tók hann okið og sló — Mér er sama hvaS Hannes á hórninu segir, ég vil fara á My fair lady, hvaö sem paö kostar. — Mamma. Hann Lilli er aö spila á nýja radíófóninn. hana svo harkalega að báðir handleggir hennar brotnuðu, en bókina tók hann og tróð hana undir fótum sér, og kastaði henni svo í fljótið. Það er sagt um Margréti eldri, að hún hafi jafnan óskað sér, þegar hún var heima í Eyjum, og eitthvað amaði að, að hún væri komin eitthvað út í busk- ann. En í herleiðingunni hafi hún stað- næmzt í borg þeirri í Suðurálfu sem Buskant heitir. Sennilega eru þessar sagnir báðar þjóðsögur. En samt sem áður sýnir seinni sagan, að Margrét hef- ur ekki verið laus við auðmýkt þá, sem einkenndi margt fólk, sem umgekkst heittrúarpresta 17. aldar. En Margrét yngri hlaut mildari örlög, enda var hún á þeim aldri, að hún var ágæt verzlunarvara í sjóræningjaborg- inni illræmdu í Suðurálfu. í þann mund var Algeirsborg mikil verzlunarborg. Margir kaupmenn og kaupsýslumenn frá hinum ýmsu löndum við Miðjarðar- haf, dvöldu þar langdvölum eða höfðu erindreka þar til kaupskapar. Þessir menn voru margir kvæntir í heimalandi sínu og áttu þar börn og buru. En þrátt fyrir það höfðu þeir tilhneigingu til að fara á mansalstorgin og líta þar í kringum sig, eftir fallegum og ástríkum ungum stúlkum, sem sjóræningjarnir fluttu frá fjarlægum löndum. Oft keyptu þeir sér unga og laglega stúlku og tóku sér til þjónustu og ásta. í flest- um tilfellum fór svo, að þeir seldu konur þessar aftur, þegar þeir voru búnir að njóta þeirra af vild. Margrét Jónsdóttir prestsdóttirin unga úr Vestmannaeyjum, var heillandi fögur kona, og gædd miklum yndis- þokka og kvenlegri fegurð, og auk þess búin hinum beztu kostum af góðu upp- eldi. Svo bar við þegar hún var færð á torgið í Algeirsborg, að þar var staddur franskur kaupmaður. sem var í konu- leit sér til ástargamans í Barbaríinu. Hann kom auga á Margréti og keypti hana fyrir hátt verð. En ævintýri ís- lenzku prestsdótturinnar endaði betur en annarra stallsystra hennar. Hún náði ástum kaupmannsins og hann varð svo hrifinn af henni að hann gerði vilja hennar í öllu. Sjáanlegt er, að stúlk- urnar úr Vestmannaeyjum. hafa gengið mjög í augun á karlmönnum syðra, fræg er ef til vill sagan af Önnu Jasp- arsdóttur, sem náði ástum eins stór- höfðingja Algeirsborgar, og landar hennar álitu hana drottningu borgar- innar. Jón Jónsson sonur síra Jóns píslar- votts var seldur mannsali. Hann var aðeins 15 ára, þegar hann var hertek- inn, sumir segja 14 ára. Hann var ný- kominn út í Vestmannaeyjar, þegar hann var tekinn til fanga, hann ætlaði að sigia um haustið með kaupskipinu þaðan til háskólanáms í Kaupmanna- höfn. Hefur því verið orðinn stúdent úr Skálholtsskóla. Hann var mikill mann- dómsmaður, hraustur og kjarkmikill, eins og brátt verður sagt. Margrét yngri kom brátt máli sínu svo við kaupmanninn, að hann vildi gera bón hennar í öllu. Hún fékk hann til að láta í té lausnargjald, og ætlaði hún það Jóni bróður sínum. En hann þáði ekki gjaldið heldur notaði það til þess, að leysa út móður þeirra. Sennilega er þessi saga ekki rétt, því að nokkuð örugg heimild hermir að kaupmaður- inn hafi leyst þær mæðgur út báðar. En hitt er víst, að Margrét eldri varð ekki langlíf, eftir að hún kom til Al- geirsborgar. En það er af Margréti að segja, að hún fluttist ásamt' manni sínum til Marselju á Frakklandi og lifði þar við góð efni. Þau eignuðust tvær dætur. Margrét kemur síðar við sögu. Framhald. LITLA SAGAN Frh. af bls. 28. urnar mínar. Viltu gjöra svo vel og breyta þeim aftur. Álfkonan breytti einseyringunum aft- ur í krónur og Spínkelfink flýtti sér að telja, að þær væru eins margar eins og þær áttu að vera. Talan stóð heima. Hann horfði hatursfullum augura á álf- konuna. — Hvað vilt þú? spurði hann hvasst. — Ég hef farið á rangan stað, sagði álfkonan og brósti. Ég ætlaði að heim- sækja lítinn veikan dreng og uppfylla ósk hans, um að hann yrði heill heilsu. — Drengurinn býr hérna fyrir neð- an, sagði Spinkelfink stuttaralega og álfkonan bjó sig undir að fara. Á sama augnabilki fékk Spinkelfink hugmynd. — Viltu gefa mér eina ósk, fyrst að þú ert hér á annað borð? sagði hairn. — Komdu með hana, sagði álfkonan hvetjandi, en þú mátt ekki óska þér neins, sem þú getur hagnast á, ekki peninga, ekki neins, sem fer fram yfir eina krónu. Spinkelfink vissi strax hvað hann vildi. Dagblað árið eftir. Þá gat hann fylgzt með öllum sveiflum á verðbréf- um og tryggt sér góð bréf. Á þennan hátt gat hann grætt óhemju fé. — Útvegaður mér dagblað frá næsta ári í janúar. Eftir örskamma stund lá dagblaðið fyrir framan hann og álfkonan var öll á bak og burt. Hann rannsakaði allan daginn fall og ris verðbréfa. Þetta var hamingjusamasti dagur í lífi hans: Ó, hve hann yrði ríkur, ríkur! Þegar hann hafði borðað nokkrar brauðskorpur, kom hann auga á dálitla athugasemd: — Þegar menn voru að gera við hús- ið í Fjumstræti 12, fundu þeir í gær í risherbergi bak við veggfóðrið og und- ir gólfdúknum 700 þúsund krónur í krónupeningum og seðlum. í herbergi þessu bjó áður gamli sérvitringurinn Jakob Spinkelfink, sem dó fyrir ári úr hjartaslagi, meðan hann sat og las dag- blaðið sitt. 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.