Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 32

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 32
l»j»fur leikur á g>|óf j Frh. af bls. 17.__________. inum, vakti hann máls á því, hversu mikla umhyggju og skipulagningargáfu þyrfti til þess að reka nýtízku hótel. — Við sitjum hér og röðum í okkur, en við hugsum aldrei út í hvílíkt feikna erfiði það kostar að færa okkur þetta allt saman á réttum tíma. Hér eru eld- húsin á sömu hæð og auðvitað gerir það starfið miklu mun léttara. En ef þið gætið að, þá munuð þið sjá, að ekk- ert af því, sem við notum, fer inn í eld- húsið aftur. Það fer allt á bak við tjöldin þarna. Þar standa maður og hjálpar- sveinn, sem eru önnum kafnir við að koma því fyrir í lyftu og með henni fer það niður í kjallarann, þar sem þvotta- vélarnar eru. Og svona gengur það koll af kolli meðan við erum að borða. — Hvernig í skollanum veiztu þetta allt saman? — Með því að hnýsast í allt, tala við fólkið og spyrja. Ég er jafnvel sjálfur að hugsa um að kaupa hótel einhvern dag- inn. — Ég mundi gjarnan vilja kaupa þetta Það gefur áreiðanlega vel af sér. — Eftir reikningum mínum að dæma fyrir síðustu viku mundi það vera, sagði Perth. En þótt Perth slúðraði svona var hug- ur hans ekki aðgerðarlaus. Frú Tavor mundi koma seint heim þetta kvöld, svo seint, að hún mundi ekki koma perlu- festinni fyrir til geymslu. Hún var ekki tortryggin og hirðulaus, og því var ekki ómögulegt, að hún mundi gleyma að fara með festina næsta dag til Mount- shire. Ef hann var ráðvendnin sjálf mátti vera, að hann minnti hana á að fá sér hana, en ef hann var það ekki og ef Geysimargar lausnir bárust vi'ð 2. verð- launakrossgátu þessa árs. Rétt lausn birtist hér að ofan, en verðlaunin hlýt- ur Oddný Þórarinsdóttir, Njörfasundi 37, Reykjavík. 32 TÁLKINN honum fannst tækifærið freistandi? Það leit út fyrir gott veður, og því var lík- legt, að allir gestirnir, þar á meðal frú Tavor, yrðu úti seinni part dagsins. Hr. Mountshier þurfti þá ekki annað en ganga upp stigann, opna herbergið og taka festina, setja hana í umslag og láta hana í póst til einhvers öruggs viðtak- anda. Kvöldið eftir sat Perth í hótelvagnin- um, en allir aðrir gestir höfðu gengið út. Hann hélt á dagblaði, en áreynslan við að lesa það hafði orðið honum um megn og hann sofnaði út frá því. Mountshire kom út úr einkaskrifstofu sinni inn í stofuna og litaðist um. Hann sá Perth sofandi í stólnum, athugaði hann gaumgæfilega nokkra stund og gekk síðan upp á fyrstu hæð. — Tveimur mínútum seinna kom hann aftur niður og gekk inn á skrifstofuna. Perth settist upp og hlustaði. Þegar Montshire kom út andartaki síðar og ætlaði út, hallaði Perth sér upp að dyra- stafnum. — Ætlið þér að ganga út yður til Krisíján í Ótíma Frh. af bls. 19. kassa. Síðar var hann tvö vor hjá Jóni Þorleifssyni í Blátúni og naut tilsagnar hans. Meðan Kristján gaf út Útvarps- tíðindi, prýddu teikningar hans ritið og í Kennaraskóla gaf hann út teikningar af kennurum og nemendum. Á síðari ár- um hefur Kristján getað notið að nokkru áhuga síns fyrir meðferð lita í daglegu starfi sinu — með því að taka þátt í litamunstrun áklæða og glugga- tjalda, sem framleidd eru í fyrirtæki hans. Sem að líkum lætur er Kristján málverkasafnari og á málverk eftir marga málara, m. a. þrjátíu hérlenda. Svo sem drepið var á hér að framan, hefir Kristján frá unga aldri verið haldinn miklum áhuga fyrir þjóðmál- um, enda slíkt landlægt á æskustöðvum hans Eftir að honum urðu gallar hins só- síalistiska hagkerfis ljósir, snérist hann til fylgis við Framsóknarflokkinn og hefir í mörg ár verið einn framámanna hans Samkvæmt blaðagreinum, sem birzt hafa í Tímanum og víðar, eru skoðanir Kristjáns í stuttu máli þær, að varast beri bæði stór-kapitalisma og sósíal- isma, því útkoma þessara stefna sé oft hin sama í reynd, að framkvæmdavald- ið safnist á fáar hendur, sem ekki valdi stjórninni, og leiði til þunglamalegrar stjórnar. Hann vill að stjórn atvinnu- lífsins sé í margra höndum, mönnum með framtaksvilja og þor séu opin tæki- færi til framtaks og atvinnureksturs og svo síðast en ekki sízt, að vegna list- hneigðar íslenzku þjóðarinnar, séu ís- lendingar fljótari flestum öðrum þjóð- um að tileinka sér tækni hinnar nýju aldar. Sv. S. 5 u m u m s p 'ourtumFSL H H Sr E F £ K / LLOTELPfí'fí 0 R fí Ð / Ð '0 L / KT S 2> fí U K R L R R • S ■ fí L K fí fí K ■ Ci fl B 3 L S L y S H 'fí u ■ F P / G Cr f? / Oj U KEfíLfíQRfíH- rLfíuTR R '0 Cr / L r /£ K N fí P / E R F / 2) • L fí R O T f U J) R 7 /V R'O R f> / E fí U 5 T U R Á L / P P fl l o /< fí fl Q S K / L / L / T)URumS'fíT • E L EHJOVfíTr/fífíCrCrTTI H /V fl Cr /y / fíNvfíRCrOR / /V a/ a Gr 'fí P / H r/ fí fíV fl L • 'fí • fí u / / LRÖHT) cr 5 / CrfíFHNSR m NEfíQRfíRfíFRe/CflE/fí F NfíQLflSÚPflUTflr/FÖR ó FRNINftTFr/l N U R / F fí d SKRTfífífiLTTfí fí/ N U u u SPFRRURAUmR/L U QT R 0 L / fí ■ R Ö R R fl U £) L F / T hressingar? sagði Perth þreytulega. — Já, svaraði Mountshire, — svo sem fjórðung stundar. — Eruð þér að hugsa um að hafa þetta með yður? sagði Perth um leið og hann stakk hendinni niður í frakkavasa Mountshire og dró þaðan upp pakka með utanáskrift og frímerki — Hvað eruð þér að gera, maður, fá- ið mér pakkann undir eins. — Talið þér ekki svona hátt, sagði Perth, — það er bezt fyrir yður, að talað sé sem lægst um þetta. Eigum við að koma inn á skrifstofuna yðar? . — Nei, fáið mér pakkann. — Ég ætlaði ekki að tala um þetta á almannafæri, en fyrst þér kjósið það, þá skal ég segja yður, að í pakkanum er hálsfesti frú Tavor. Ég skal bæta því við, að ég sá yður taka hana í herberg- inu og það er skrifað utan á pakkann til manns í Halton Garden. Eigum við nú að fara inn á skrifstofuna? — Jæja, látum svo vera, sagði Mount- shire ólundarlega. Þeir settust niður sitt hvorum megin við borðið. — Mountshire var náfölur. — Þér segist hafa séð mig taka háls- festina? — Já. — Það getur ekki verið. Þér voruð sofnaðir, þegar ég fór upp og einnig þegar ég kom niður aftur. — Ég svaf ekki fast. Þegar þér genguð út, fór ég inn í áhaldalyftuna, ég komst þar fyrir, af því að ég er svo lítill. Ég fór í henni upp á fyrstu hæð og var kominn þangað rétt á undan yður. Inn- gangurinn að herbergi frú Tavor var andspænis mér, og ég sá yður ganga inn og setja festina í vasa yðar. Ég fór niður í lyftunni aftur og þóttist vera sofandi í stólnum, er þér komuð niður. Ég vissi, að þér munduð koma festinni frá yður sem fyrst og tilkynna svo lögreglunni þjófnaðinn. — Eruð þér leynilögreglumaður? Er- uð þér frá Scotland Yard? — Nei, minn kæri, ég er þjófur. Og ég hef sagt yður það einu sinni áður. En ég stel aðeins frá þjófum. Nú er það svo, að ég vil ekki gera neitt, sem spillir áliti yðar hér í hótelinu, sem þér stjórn- ið svo prýðilega, og því fer ég ekki fram á neitt annað en halda festinni. Hr. Mountshire var sem þrumulostinn og gat ekkert sagt. Loks stamaði hann: — En ef ég segði nú, að þér væruð þjófur? — Verið þér ekki heimskur, herra Mountshire. Ef þér gerið það, þá sést undir eins, að það er yðar hendi á pakk- anum, og utanáskriftin er til manns, sem er kunningi yðar. Hvað haldið þér, að þetta hefði að segja? Litli maðurinn gekk út úr skrifstof- unni, hélt á pakkanum í hendinni og blístraði lag. Hann fór inn í herbergi sitt og hugsaði með sjálfum sér: Veslings frú Tavor verður alveg eyðilögð að missa perlunn- ar. Þetta er bezta skinn og hefur gert

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.