Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 12
SMASAGA EFTIR GERALD KERSH Þó að herra Elwes ætti kaldan kjallara, troðfullan af hverskyns hnossgæti í kyrnum og tunnum, er hann gat valið um, til drykkjar, kaus hann þó að geyma úrvalsbirgðir vína og vínanda í lokuðum hornskáp, sem hann haíði engan lykil að. Þetta var heldur óásjálegt húsgagn úr elligulum rauðviði, á lélegum lömum, sem hægt var að brjóta með einu olnbogaskoti. Lásinn var hann vanur að opna með matkvísl. Þetta var bara smellulás, sem lok- aðist ef ýtt var ögn við honum. „Mér finnst ég njóta þess betur, að fá mér eitt glas af einhverju, með þessum hætti,“ sagði hann einhverju sinni við mig. ,,Og hafi maður ánægju af víni, verður manni líka gott af því. Það er svona, þegar ímyndunaraflið orkar á, þá er allt í lagi.“ „Þér eruð heimspekingur, herra Elwes,“ sagði ég. ,,Ég hefi stundum orðið að vera það,“ svaraði hann, „því ég hefi verið undir aðra gefinn, upp undir fimmtíu ár. Já, ég hef oft verið eins og milli steins og sleggju, allt frá því að vera uppþvottastrákur, og þangað til ég fékk kjallaravarðarstöðuna. Og takið eftir því, að þó var ég æfinlega mesti afturúrkreistingur. Það brá fyrir slægð í hornauganu, sem hann gaut til mín. „Ég bara spyr, gætuð þér hugsað yður mig sem fullkominn kjallaravörð í fyrirmannshöll?“ Þetta var ekki spurning, það var prófraun. Ekki gat ég svarað já eða nei án þess að verða mér til minnkunar, svo ég sagði: „Kjallarameistarar mega nú heita undir lok liðnir. Fæstir hafa efni á því að hafa þá, og þeir sem geta það, kæra sig ekki um það. Hugmynd þá, er maður á borð við mig, gerir sér um kjallaravörð, hefur hann úr gömlum gamansögum. Hann er feitur og búlduleitur, dulúðugur og hátíðlegur, laumulegur og loðmæltur. Nú eruð þér ekki vitund svipaður svona manni.“ „Ég dáist að skrúðmælgi yðar,“ mælti herra Elwes. „Og mér þætti vænt um að heyra álit yðar á vissri tegund af sextíu ára gömlum Skota, sem ég skal gefa yður glas af, ef ég get opnað hérna hurðina. --------En hverju er ég þá líkur, herra minn?“ Hverju, ja, það var nú svo. Átti ég að segja upp í opið geðið á honum, að eiginlega væri hann engu líkur? Hann virrtist svo lítill fyrir mann að sjá, að naumast hefði nokkur klæðskeri haft tök á að sauma honum nógu þrönga treyju. Hann var skel þunnur, augnalokin í böggli og áberandi staðir á andliti hans líkari bókfelli með blýantsstrikum en hrukkóttu mannsandliti. Jafnvel nef hans, sem var nákvæmlega þrí- hyrnt, líktist frekar brotinni og beyglaðri pappírsskutlu. Gat ég sagt, að einhvern veginn minnti hann mig á mörg bindi af mygluð- um skjölum, sem öll væru merkt LEYNDARMÁL, og engum til gagns nema grúskurum í gamalli sagnfræði? Hégómagirnd mannsins var að koma mér í vandræði, svo ég sagði: „Þér minnið mig á einhvern í brezka utanríkisráðuneytinu, nema þér eruð snar- ari í snúningum." Hann brosti í kampinn, breitt og jólasveinslega. Því næst rétti hann mér glas og mælti um leið: „Þér skuluð ekki þynna það, heldur sötra það óblandað. Það er ekki til í heiminum nema svo sem tólf flöskur af þessu. Það er af einkabirgðum Anguish lávarðar. Hann hefði fremur viljað missa sitt eigið hjartablóð, en þetta vín. Þó fékk ég sex lcassa úr hans hendi. Yðar heillaskál, herra minn. Já, ég var þjónn í nærri því hálfa öld. beið eftir uppfyllingu minna hjartans vona, og lagði peninga fyrir, til þess að geta eignast hlýlegt og heiðarlegt gistihús, eins og þetta hérna.“ Ef bergmál gullbjöllu bæri blóm og ilm, hefði ég notið hans nú. „Upp- fylling hjartans óska yðar!“ endurtók ég og leit í kringum mig á þægindin 1 þessari hlýlegu, gömlu setustofu. „Já þér eruð hamingjuhrólfur, herra Elwens, að yera húsbóndi og leyfishafi í litlu veitingahúsi eins og Múrara- greinin er.“ „Ekki veitingahús, herra — gistihús,“ leiðrétti hann hátíðlega eins og barnakennari. „Og aldrei er það kallað sínu rétta nafni, Múrararnir! FALKINN ...... .. j

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.