Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 35

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 35
Islenzk list Frh. af bls. 15 mundu Andrésdóttur. Hún minnir ekki svo lítið á Else Alfelt. Naturalistisk málverk eru þó sýnd þarna og meðal þeirra málara sem sýna þarna mál- verk í þeim dúr, eru Gunn- laugur Scheving, Jón Engil- berts, Snorri Arinbjarnar og Jóhann Briem. Maður saknar málverka Júlíönu Sveinsdótt- ur, en í stað þess geta menn glaðzt yfir hinum fögru vegg- teppum hennar. Auk þess eru mósaík myndir eftir Valtý Pétursson og nokkrir mynd- höggvarar prýða sýninguna með verkum sínum. — Gagnrýnandinn fer síðan nokkrum orðum um verk þeirra Sigurjóns Ólafssonar og Jóhanns K. Eyfells. Sýningu þessari var komið á fót af Dansk-ísl. félaginu og danska utanríkisráðuneyt- inu. fslenzka ríkið hefur veitt fjárstyrk og bæði íslenzka og danska þjóðminjasafnið hafa lánað muni á þessa sýningu. Á því leikur enginn vafi, að sýning þessi mun vekja at- hygli áhorfenda, enda segir hún margt um hið gamla nor- ræna land út í Atlantshafi. (Lausl. þýtt og endursagt.) Kvenþj óilí n Frh. af bls. 25. stjörnur, sem í dúknum eru, alltaf með þessu millili. Saum- ið alls 7XH litlar stjörnur. Saumið síðan stærra myn- strið utan um aðra hverja litla stjörnu, byrjið í einu horninu. Faldið bakkadúkinn með einföldum gatasaum_ sem á að vera 10 þræði frá útsaumnum. Faldurinn á að vera 6-þráða breiður, saumað yfir 3 þræði. Mv fair latlr Frh. af bls. 21 falla, margvísar persónur birtast, óbreytt alþýðufólk, flámælt, hefðarfólk og þjón- ustumeyjar- og sveinar, og okkur er nær að halda, að bún- ingar hafi aldrei verið jafn skrautlegir og íburðarmiklir eins og nú. Ballerínur og dans- arar dansa með tilbrigðum og Bidsted ballettmeistari er á önum um sviðið og lagar stell- ingar dansarana. Allt í einu heyrum við þrumuraust: „Stop“. Og Svend Áge er rokinn upp á sviðið og snýr My fair Lady við og segir á dönsku: „Hve oft á ég að taka það fram að þér eigið að snúa yður að hljómsveitarstjóran- um, þegar þið byrjið að syngja. Hvernig ættuð þér svo að geta sungið annars.“ ★ (jleHÁ Brúðkaup. Mactavish hafði lengi geng- ið með grasið í skónum á eftir Jóhönnu, en áður en hann bað hennar, vildi hann ganga úr skugga um, að hún væri hygg- in og notalegur lífsförunautur. Eitt kvöld spurði hann hana: — Jóhanna, lest þú í rúm- inu á nóttunni? — Bara þegar máninn skín, svaraði Jóhanna. Eftir tvær vikur voru þau gift. ★ Hvað ungur nemur______ ■—- Hvers vegna stígur þú yfir tvær tröppur, þegar þú gengur upp stigann, drengur minn? spurði skotinn ungan son sinn. — Til þess að spara teppið, pabbi, sagði stráksi. — Það var rétt, drengur minn, — en gættu þess að rífa ekki buxurnar. ★ Samskotin. Jón litli hafði í fyrsta skipti fengið að fara í kirkju og vera viðstaddur guðsþjónustu. í þessari kirkju var venja að láta smápoka ganga um kirkj- una í samskotaskyni. Þegar einn pokinn kom að þeim bekk, sem Jón litli sat ásamt móður sinni, hvíslaði hann að henni: — Hve mikið fékkst þú, mamma? Ég fékk shilling. ★ I réttarsalnum. Verðir laganna leiddu hinn seka burt og lögfræðingur hans gekk til hans og tók í höndina á honum dapurlega. — Mér þykir leitt, að ég gat ekki gert meira fyrir þig, sagði lögfræðingurinn. — O, minnizt ekki á það, svaraði fanginn kurteislega, eru fimm ár ekki nóg? Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Vikan verður róleg og án stórra atburða, en þér munuð aftur ná vináttu manneskju, sem þér hafið átt lítil samskipti við að undanförnu vegna misskilnings. Skapið og starfskraftarnir verða í bezta lagi. Nautsmerkið (21. apríl—20. maí). Þér hafið miklar fyrirætlanir á prjónunum og ef þér hafið nægilega þolinmæði til að bera og vinnið hægt og hægt að framkvæmd þeirra, mun allt fara vel. í ástamálunum verður yður gerður dálítið slæmur grikkur. Tviburamerkið (22. maí—21. júní). Það er aðeins eitt ráð, sem hægt er að gefa yður í þessari viku og það er að vinna og vinna meira. Þetta er mjög mikilvæg vika, en ef þér gerið yðar bezta, þá er engan um að sakast þó ekki fari allt eins og til stóð. KrabbamerkiiS 22. júní—22.. júlí). Þessi vika verður fuil af ánægju og óvæntri gleði, sem mun lífga heldur betur upp á tilveruna. Þér fáið skemmtilegt bréf frá vini yðar erlendis. Hins vegar verðið þér að fara varlega með heilsuna og gæta þess vel, að ofbjóða henni ekki. Ljónsmerkið (23. júlí—23. ágúst). Ef vilji yðar væri ögn sterkari, þá munduð þér fljótlega geta gert að veruleika, það sem yður hefur lengi dreymt um. Þér hafið góð spil á hendinni og gæfan mun verða yður hliðholl, að minnsta kostj í þessari viku. Jómfrúarmerkið (2i. ágúst—23. sept.). . .Þér verjið alit of miklum tíma í að hugsa um smá- muni og fjargviðrast út af þeim. Ef yður tekst að öðlast ofurlitið meiri yfirsýn yfir starfssvið yðar, þá munu verða skjótar breytingar til batnaðar. Vogarskálarmerkið (21. sept.—23. okt.). Yður verður á leiðinieg skissa í samskiptum yðar við manneskju, sem þér metið mjög mikils. En þér skuluð hugga yður við, að það er mjög auðvelt að kippa því í lag með því að skýra henni hreinskilnings- lega frá mistökunum. Sporðdrekamerkið (2i. okt.—22. nóv.). Þér hafið fengið stórkostlega hugmynd, en þér skuluð gera yður strax ljóst, að þér getið aldrei framkvæmt hana einn. Leitið aðstoðar og samvinnu manna, sem þér treystið. Það verður heilladrjúgt. Bogamannsmerkið (23. nóv.—21. des.). Þessa viku mun margt kyndugt koma fyrir yður og sitthvað, sem þér skiljið alls ekki. En þér ættuð samt að reyna að framkvæma áform þau, sem þér ráðgerðuð nýlega. Einnig skuluð þér efna loforð þau, sem þér gáfuð gömlum vini. Steingeitarmerkið (22. des.—20. jan.). Margir, sem fæddir eru undir þessu merki munu síðar álíta, að þessi vika hafi verið einna skemmti- legust það sem af er árinu. Flest áform yðar munu heppnast., óvænt gleðitíðindi berast og allt leika í lyndi. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febr.). Sá maður, sem þér höfðuð bundið hvað mestar vonir við, bregst yður gjörsamlega. Þetta verður þungt áfail fyrir yður, en ætti að geta kennt yður, að treysta ekki um of á aðra en yður sjálfan. Fiskamerkið (20. febr.—20. marz). Eitthvað ískyggilegt liggur í loftinu þessa dagana, svo að yður skal ráðlagt að taka á öllum kröftum yðar og stillingu. Síðar mun þó koma í ljós, að at- burðir þessir eru ekki eins alvarlegir og þeir virtust í fyrstu. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.