Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 20

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 20
Málfræðingar eru ekki til eins Fálkinn fór fyrir nokkru á eina af síðustu æfingum á My fair Lady eða Mín liljan fríð eins og hún hefur verið köll- uð af mörgum. Hér á síðun- um getur að sjá nokkrar myndir frá henni. Það er ekki sama hvort þér segið skyr eða sker, eða finnst yður það? Auðvitað fer það eftir því, hvað þér eigið við. Skip stranda á skeri en þér snæðið ekki sker, heldur skyr. Þér verðið að viðurkenna að sker væri nokkuð hart undir tönn. En málfræðingar kenna yður mun á þessu. Og enn verðið þér að játa, að mál- fræðingar eru ekki til einskis. Að minnsta kosti ekki, þegar þeir geta breytt ósvikinni, flá- mæltri götustelpu í hefðar- konu. Við erum staddir niður í Þjóðleikhúsi og horfum á eina af síðustu æfingum á My fair Lady eftir Bernhard gamla Shaw. Fyrir framan okkur situr leikstjórinn og tottar vindil og púar stöðugt á milli þess, sem hann skipar fyrir á tveimur tungumálum. Fyrir aftan Svend Áge situr Bene- dikt Árnason og þýðir fyrir- skipanir. Við og við rýkur leikstjórinn upp úr sæti sínu og hleypur léttum skrefum upp á sviðið og staðsetur per- sónurnar, einstaka sinnum maldar einhver í móinn og segir, að öðru vísi hefði verið á fyrri æfingum, en leikstjór- inn tekur þetta ei til greina og segir það vera bezt eins og hann hefði gert það nú. Síðan gekk hann niður í salinn, sett- ist í sæti sitt, lítur eftir ljós- unum og tjaldinu og hrópar skipanir á dönsku til þeirra manna, er sjá um þann búnað. Síðan raular hann lagstúf og mælir fyrirskipanir á ensku til hljómsveitarstjórans. Og hljómsveitarstjórinn lyftir sprotanum og þýðir ómar Frederik Loewe berast upp úr gryfjunni og út í sal. „Veljið þér kaupa blóm, herra,“ lítil blómasölustúlka býður samkvæmisklæddum herramanni blóm og hún er hræðilega flámælt. Herramað- urinn kaupir af henni nokkur Efst til vinstri: Sviðsmynd frá veðreiðunum, þar sem My fair lady veldur miklu hneyksli. „Áfram Dover, á- fram Dover. Vertu ekki svona rassþungur“ segir ladyin og ekkert kvenlega. Neðst til vinstri: Atriði úr fyrsta þætti, þar sem hin fá- tæka blómasölustúlka varð einu pundi ríkari og hafði von um að geta orðið lík drottningunni af Saba. Efst til hægri: Eliza ásamt herra Higgings og Col. Picker- ing. Þarna hefur henni tekizt að segja rétt: Á Spáni hund- ur lá við lund á grund .... Neðst til hægri; „Sértu hund- heppinn“ syngur Alfred Doo- litle, faðir Elizu, en hann er öskukarl að atvinnu. Myndin var við hliðina sýnir hann á- samt félögum sínum, þegar þeir koma út úr kránni. (Lósm. FÁLKANS, Jóhann Vilberg).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.