Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 23
og menn halda á sláturfé áður en hann kaupir, og ef þar eru þá nokkrir, sem honum lyndir að kaupa, eru þeir strax færðir úr fötunum og á þeim, hann vill kaupa, skoðar hann hvern lið og lim hið gaumgæfilegasta, langtum betur en þá menn kaupa hesta eða aðra gripi, leitar á hverjum legg og lið, ef þeir kunna að hafa meinsemd eður brest einhvern eða vanheilsu. Líki honum þá ekki kaupa þann, hann skoðar, er sá sami afhentur aftur þeim contzon, sem hann tilheyrir. Beri þá annan að, sem vill kaupa hann, fer hann aftur úr föt- unum, og er skoðaður eins og fyrr hvað svo oft verður að vera. sem nokkur kaupmaður er fyrir hendi. En ef þeir forlíkast um kaupið, þá er fanginn reyndur, hvað þunga byrði hann getur borið, en þá þeir fara til markaðsins, verða fangarnir ekki aleinasta slegnir í járnviðjur eða köðlum fjötraðir hver við annan, heldur eru þeir líka á vegin- um slegnir í járnhlekki á höndum og fótum, svo þeir geta naumast gengið, þar sem eru stundum ekki nema tíu ÞRIÐJA GREIN JÓNS GÍSLASONAR UM TYRKJARÁNIÐ Kaupmaðurinn skoðar hvern lið og lim hið gaumgæfileg- asta á þeim, sem hanti vill kaupa, — lartgtum betur en þegar menn kaupa hesta eða aðra gripi ... Tyrkir að flytja fimm hundruð her- tekna, því láta þeir hlekkina geyma þá, svo fangarnir verði þeim ekki yfirsterk- ari. Á næturnar læsa þeir þá enn meir í járnum, bæði á höndum og fótum. Þar liggja þeir upp í loft eins og önnur svín undir berum himni, bæði í snjó og regni, eins og villidýr, þar til þeir fara af stað að morgni. Þegar Tyrkinn fær nú að kaupa þessa eignarþræla, leggja þeir mest kapp þar á að snúa þeim frá sinni kristilegri trú til þeirrar Mahomets- dýrkunar og láta uppskerast, stundum með hörðum hótunum upp á líf og blóð, stundum með fögrum fölskum orðum og fyrirheitum, lokka þá til að láta um- skera sig, og ef þeir veslings menn láta yfirtala sig vegna pínu og harmkvæla, sem þeir líða, þá er nokkuð linað á þeim pintingunum. En þar er engin von til, að þeir séu lausir látnir úr þeirra þræl- dómi, og ef svo kann að ske, að þeir geti úthlaupizt og dulizt um stundar- sakir, og verði þeim þá aftur náð, þá er engin von til annarrar miskurinar en elds og bruna. Þeim kristnu. sem taka við umskurn, er betur trúað, því eru þeir hafðir af sínum herrum til stríðs, þó með þungum þrældómi. Og þegar þeir veslingar duga ekki lengur sökum aldurs og hrumleika, og það kann að berast, að þeirra herrar eru í stríði og þeir halda sig vel og trúlega við hann, þá fá þeir frelsast um síðir frá sínum þrældómi. Ef nokkur umskorinn krist- inn maður vill gefa sig í hjúskap við tyrkneska kvinnu, verður honum þess utan, en þeirra börn verða þess þrælar, sem þann kristna keypti. En allir þeir, sem ekki vilja láta umskera sig eftir þeirra vísu, með þá er illa farið og harð- lega píndir og plágaðir.. Þeir eru raunar vesælu menn, sem ekki hafa lært neitt handverk, svo sem eru eðal- menn andlegir munkar, prestar, lærðir menn skrifarar og aðrir þvílíkir, sem ekki kunna að vinna með höndunum, með þá er verst farið, svo cotzone eður mannkaupararnir girnast ekki að kosta einum minnsta peningi upp á slíka menn, sem þeir geta ekki aftur selt. því ganga þessir menn ætíð berhöfðaðir, án sokka og skó og svo gott sem berir, því þá þau klæði eru slitin af þeim, sem þeir eru í fangaðir, fá þeir engin aftur. Þeir geta ei keypt þau, enda er enginn svo góðhjartaður, að þá aumki þar yfir. Þess vegna mega þeir aumu menn ganga naktir í slitnum leppum, vetur og sumar, í kulda,'snjó og regni þar til dauðinn tekur þá burtu. Ef nokk- ur af þeim verður sjúkur á veginum, hvort hann er ungur eða gamall, má hann samt áfram halda. Þeir berja hann og framkeyra með höggum og slögum, toga og draga hann svo lengi hann get- ur gengið, En þá hann getur það ei leng- ur, kasta þeir honum upp á úlfalda og binda hann þar. Ef hann deyr þar út af eða er svo sjúkur, að þeir örvænta hon- um lífs, færa þeir hann úr fötunum og kasta honum svo fyrir hunda og villi- dýr. En með kvenfólkið fara þeir nokkuð skár og mjúkar, svo þær, sem geta gengið fara lausar og óbundnar, sumar setja þeir á múlasna og úlfalda, sem annaðhvort eru aldraðar eður svo ung- ar, að þær geta eigi fylgt öðrum gang- andi föngum, ef þær eru þungar á sér eður veikar, láta þeir þær í karfir og hengja þær svo upp sem klyfjar. En þá náttar, setja þeir þær annaðhvort í járn eða þrúga þeim til saurlífis og stúlku- börn 6 eða 7 vetra komast ekki undan þeirri ótukt. Svo bölvaðir eru þessir heiðnu hundar í sínu munaðarlífi og óþekkt. Framar að auglýsa um þeirra voluðu kristnu eymd og vesæld undir þeim tyrknesku hundum er meir sorg- legt en lystilegt að lesa eða heyra, og vil ég þar fyrir ekki meira hér um skrifa, heldur óska og biðja með doctor Martino Luthero: Drottinn Jesu Christe kom, kom þú þegar niður af þínum háa himni og með þínum síðasta dómi niður- slá þú Tyrkjann og páfann til grunna, ásamt öllum öðrum týrönnum, og frelsa oss frá öllu illu. Amen.“ Hertekna fólkið úr Vestmannaeyjum hlaut lík örlög og annað herleitt fólk. Það var flutt á mannsalatorgin í Algeirs- borg og selt þar. Síra Ólafur Egilsson segir í ferðasögu sinni, að fólkinu hafi verið skipt niður í 30 manna sveitir. Skipstjórinn eða fyrirliðinn í ræningja- leiðangrinum hlaut áttunda hvern mann og mátti hann velja úr öllum hópnum. Hann kaus fyrstan 11 vetra son síra Ólafs. Prestur lýsir þessum syni sínum svo, að hann hafi verið hinn efnilegasti unglingur, vel gefinn til munns og handa. Prestur lýsir svo viðskilnaðinum við son sinn: ,,Þá hann var tekinn frá augum mér, bað ég hann að halda trú sinni í guðs nafni. Hann svaraði mér með stórum harmi: ,,Minn faðir! Þeir hljóta að fara með korppinn eins og þeir vilja. en sálina skal ég geyma þeim góða guði.“ Ekki er vitað hver urðu örlög þessa unga manns, en líklegt er, að hann, eins og margir íslendingar, hafi tekið upp siði þarlendra manna. Hann kom að minnsta kosti ekki aftur úr herleiðingunni. Sama er að segja um önnur börn síra Ólafs Egilssonar. En það er af síra Ólafi Egilssyni að segja, að Tyrkir gáfu hann lausan. Sennilegt er, að þeir hafi gert það í þeim tilgangi, að hann næði norður til Danmerkur, og flytti þangað tíðindin um herleiðingu kristins fólks af íslandi, og hefði áhrif á, að Danakonungur gengist fyrir fjársöfnun til útlausnar fólksins. Enda varð svo. Síra Óiafur komst heilu og höldnu til Kaupmanna- hafnar, eftir miklar þrautir. Hann kom til Vestmannaeyja vorið 1628. Hann varð prestur í Vestmannaeyjum aftur. En það er af konu síra Ólafs að herma, að hún var útleyst úr Tyrkeríinu, fyrir hæsta gjald, sem greitt var fyrir ís- lenzka konu eða 500 ríkisdali en lægsta gjaldið var 60 ríkisdalir. Hún kom til Vestmannaeyja vorið 1637. Þess er skylt Frh. á bls. 30. fXlkinn 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.